Alþýðublaðið - 24.01.1998, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1998, Síða 2
2 ALÞYPUBLAÐIP Janúar1998 MMMADIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 552 9244 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri:lngvar Sverrisson Ritnefnd: Sighvatur Björgvinsson, Magnús Norðdahl, Ingvar Sverrisson. Ábyrgðamaður: Ingvar Sverrisson Setning og umbrot: Dagsprent Prentun: Dagsprent. Leiðari Alþýðuflokkurinn er sterkur flokkur. Hann er vel meðvitaður um sögu sína og hlutverk og hræðist ekki breytingar. Þess vegna er hann sterkur og nú reynir á þegar loksins er að myndast jarðveg- ur fyrir samvinnu og sameiningu allra jafnaðarmanna. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér því löng saga klofnings og sundurþykkju hefur skilið eftir ör. í gegnum söguna hefur okkur jafnaðar- og félagshyggjufólki nefninlega tekist að skilgreina okkur svo tryggilega hvert frá öðru, að á stundum hefur bilið sýnst óbrúan- legt. Alþýðuflokkurinn hefur um áratugaskeið skipað sér í hóp lýðræðisjafnaðarflokka í Evrópu, sem trúa því, að frelsið þjóni tveimur herrum, félagshyggjunni og einstaklingshyggjunni. Sag- an hefur sannað, að þetta mat var rétt og dagljóst er við lok þess- arar aldar, að það er sá tónn, sem gefinn er fyrir þróun framtíðar- samfélagsins á þeirri næstu. Alþýðubandalagið er á sömu braut þó áherslur þess hafi verið og geti verið á stundum ólíkar áherslum Alþýðuflokksins. I dag skiptir mestu, að báðir þessir flokkar séu þess minnugir, að ör eru merki gróinna sára. Vantraust Alþýðubandalagsins á Alþýðuflokknum er að mörgu leyti skiljanlegt því Alþýðuflokkurinn hefur þurft að sæta þeim örlögum að sitja í samsteypustjómum með Sjálfstæðisflokknum. Það hafa verið ill örlög á stundum en óumflýjanleg. Sjálfstæðis- flokkurinn hrósar sér í dag af þeim verkum Alþýðuflokksins, sem unnin hafa verið í samsteypustjómum þessara tveggja flokka. Alþýðuflokknum hefur nefninlega alltaf tekist að laða fram það skaplega hjartalag, sem Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum tekst jafnan að drepa hvorum í öðmm um leið og Sjálfstæðisflokkurinn hefur leit þessa gömlu madonnu til sængur í stjómarráðinu. Verk Alþýðuflokksins í þessum sam- steypustjómum hafa fært íslenskum almenningi miklar efnahags- og réttarbætur og hvort sem mönnum líkar það betur eða ver hefur aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjómum oftar en ekki markað upphaf nýrra og gróskumikilla tíma í íslensku at- vinnu- og þjóðlífi. Nú síðast með samningnum um EES, sem þegar hefur markað dýpri spor í efnahagslíf okkar en nokkur ein önnur aðgerð á lýðveldistímanum ef frá era taldar útfærslur land- helginnar. Af þeim aðgerðum á Alþýðubandalagið ekki hvað minnstan heiður. Styrkleiki Alþýðuflokksins hefur ætíð legið í því að skynja hvenær þörf hefur verið breytinga og þegar tæki- færi hafa gefist hafa þau verið nýtt og nauðsynlegar breytingar gerðar. Nú er þörf breytinga og nú gefast okkur ný tækifæri. Morgunblaðið orðaði það svo í frétt sinni á innsíðu nú nýverið að „Sameiningarbylgjan væri komin til Grindavíkur“. Við þurfum að sjá til þess, að aðalfrétt allra fjölmiðla verði sú, að bylgja sam- einingar hafí farið um allt land og að lokum hafi hún skolað út úr stjómarráðinu. Takist okkur það munu „kratamir“ í Sjálfstæðisflokknum og samherjar okkar í Framsóknarflokknum, sem nú þreyja þorrann og góuna meðan grímulausir vemdarar einkahagsmuna á kostn- að almannahagsmuna láta greipar sópa um auðlindir þjóðarinn- ar, sjá að sér. Þeir munu annað af tvennu umbylta flokkum sínum eða segja skilið við þá og ganga til liðs við þau öfl sem kjósa að þjóna samfélagi manna, landi okkar og öllum bömum þess í anda lýðræðis og mannúðar, sem við kratar raunar köllum anda Frels- is, Jafnréttis og Bræðralags. Gott samstarf þessara afla og góður árangur þeirra við stjóm Reykjavíkur á því kjörtímabili, sem er að líða færir okkur heim sanninn um, að góðs er að vænta í framtíðnni ef áfram verður haldið á sömu braut. Allt sem þarf er gott hjartalag, heilbrigð skynsemi, einbeittur vilji og umburðarlyndi. Alþýðublaðið hvetur alla lesendur sína, sem rétt hafa til, að taka þátt í sameiginlegu prófkjöri R-listans og taka þannig þátt í því að móta þá forystusveit, sem leiða mun stærsta sveitarfélag Stér jafnaðarmanitcrflokkur er raunhæf- asta aflið til að skapa réttlétt samfélag! Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður Alþýðuflokksins tók hinn 1. janúar s.l. sæti sem aðalmaður í þingflokki jafn- aðarmantia á Alþingi. Ásta tekur sæti Jóns Baldvins Hannibalssonar sem 9. þingmaður Reykvíkur. Ásta hefur setið á Alþingi alls þrisvar síðan í síðustu Alþingskosningum sem varamaður fyrir Jón Baldvin, svo hún er ekki alveg ókunnug þingstörfunum. Við það að Ásta kemur til starfa em konur nú orðnar fimm af ellefu þingmönnum í þingflokki jafnaðarmanna. Hvenœr hófst áhugi þinn á pólitík? Ég er alin upp í mjög pólitísku um- hverfi. Foreldrar mínir, afi og amma og frændfólk bjuggu í verkamannabú- stöðunum við Hringbraut, en bygging þeirra var sem kunnugt er eitt af bar- áttumálum Alþýðuflokksins. Þama snerist lífið um pólitík, enda verkalýðs- foringjar í öðm hverju húsi, menn eins og Sigurður Guðnason og seinna fór að bera á Guðmundi Jaka. Pabbi var mjög pólitískur alla tíð, en hann lést fyrir ald- urffamárið 1975. Eftir að ég lauk námi í hjúkmn og gifti mig bjuggum við hjónin fyrst úti á landi í tvö ár og síðan tíu ár í Dan- mörku. Þau ár hafði ég engin afskifti af pólítík, en fylgdi samt Sosialdemokröt- unum í Danmörku alltaf að máli. Anker Jörgensen var forsætisráðherra á þeim ámm, Ritt Bjerregárd og Svend Auken vom hinir ungu og upprennandi pólitíkusar. Uffe Elleman Jensen, nú- verandi formaður Venstre var sjón- varpsfréttamaður, en snéri sér síðan að pólitík. Maður drakk í sig pólitrkina þama án þess að hafa bein afskipti. Mörg stórpólitísk mál vom efst á baugi, breytingar á stjómsýslunni, tilfærsla velferðarverkefna til sveitarfélaganna og aðild að Evrópusambandinu vom meðal þeirra mála sem einkenndu þjóðfélagsumræðuna. Ég tel það gæfu mína að hafa átt þess kost að búa á er- lendri gmndu, og er alveg sannfærð um að það gefur manni vissar víddir, aðra heimsmynd og umburðarlyndari. Eftir að við fluttum heim með böm- in okkar þijú Amar, Ásdísi Jennu og Þorstein Hreiðar fór ég fljótlega að taka þátt í störfum foreldrasamtaka fatlaðra bama, en dóttir okkar er fjölfötluð vegna fyrirburagulu sem ekki var með- höndluð á réttan hátt. Það leiddi síðan eitt af öðru. Ég tók að mér æ meiri störf fyrir hagsmunasamtök fatlaðra og varð síðan formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Ég var formaður sam- takanna í átta ár eða þann tíma sem lög samtakanna heimila að sami formaður sitji án lotuskila. Á þessum ámm hafði ég eðlilega mikil samskipti við stjóm- málamenn. Það kom síðan nánast af sjálfu sér að stíga næsta skrefið og ganga til liðs við þann stjómmálaflokk sem ég treysti best fyrir því að standa vörð um þessi og önnur velferðar- og mannréttindamál. Ég gekk í Alþýðu- flokkin árið 1992 og hef núna síðustu þijú árin starfað af fullum krafti í flokknum. Hvemig líst þér á að taka sœti Jóns Baldvins? Mér dettur ekki í hug að halda það að ég fylli í það stóra skarð sem Jón Baldvin skilur eftir sig í íslenskum stjómmálum. Hann hefur á okkar tím- um öðmm fremur mótað stjómmála- umræðuna með snilld, Víðsýni og framsækni. Jón Baldvin hefur verið umdeildur en saga hans verður skráð á blöð íslandssögunnar, um það er ég viss. Ég mun koma inn í störfm á Alþingi með mínum hætti, með mína þekk- ingu, reynslu og áherslur í pólitík. Hver eru helstu rnálin sem þú hyggst beita þérfyrir? Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að beita mér fyrir réttindamálum fatl- aðra og tel að þau mikilvægu mál þurfi að vera mun fyrirferðarmeiri á vett- vangi stjómmálanna en raun ber vitni. Framundan er flutningur á málaflokkn- um til sveitarfélaganna. Þar þarf að standa vörð um áunnin réttindi og tryggja önnur sem hafa enn ekki náðst. Ég hef þegar flutt þingsályktunartil- lögu um jafnréttisstofnun fatlaðra. Megintilgangur með slíkri stofnun væri að standa vörð um réttindi, benda stjómvöldum og öðmm á það sem bet- ur má fara og tryggja að fötluðum sé ekki mismunað. Ég tel að reynsla mín í starfi fyrir hagsmunasamtök fatlaðra muni koma að góðu gagni sem og störf mín í stjóm Mannrétt- indaskrifstofu Islands á þessum nýja starfsvett- vangi. Síðustu tíu árin hef ég gegnt starfi hjúkrunarframkvæmda- stjóra á Landspítalan- um, síðustu tvö árin einnig sem annar af tveimur sviðsstjómm handlækningasviðs. Þetta starf hefur gefið mér ómetanlega reynslu og þekkingu á innvið- um heilbrigðiskerfisins, vanda þess og tækifær- um. Ég er reyndar þeirr- ar skoðunar að við búum við frábæra og ódýra heilbrigðisþjón- ustu, enn sem komið er. Það er hinsvegar sótt mjög að heilbrigðis- kerfinu og menn orðnir mæddir á árvissum kröfum um niðurskurð og spamað. Þar sem ég þekki best til, á Land- spítala, er löngu búið að skera allt fitulag af og tæma matarholur sem þar hafa ein- hvem tíma leynst. Niðurskurðurinn er nú farinn að bitna mjög á gæðum þjónustunnar, fólk bíður alltof lengi eftir nauðsyn- legri þjónustu, gangainnlögnum hefur fjölgað og ótímabærar útskriftir valda sjúklingum skaða. Það er mál að þessu linni. Þetta ástand hefur líka áhrif á starfsmenn sem lifa í stöðugu umróti og sama spamaðardansinum í upphafi hvers árs, þegar fjárlög hafa verið af- greidd enn eina ferðina með fyrirsján- legum stórfelldum halla á sjúkrahúsun- um, enda áætlanir stjórnenda að engu hafðar. Ég hef verulegar áhyggjur af þessum málum. Hér gæti orðið stór- felldur atgerfisflótti úr heilbrigðisstétt- um ef þessu ástandi fer ekki að linna. Það er hins vegar orðið nauðsynlegt að endurskipuleggja ýmislegt í heil- brigðismálum okkar. Ég tel að eitt mál- ið eigi að vera að framkvæma gagn- gera uppstokkun á stjómsýsluþættin- um, kalla hlutina réttum nöfnum, skilja að hrein heilbrigðismál og mál sem eru félagslegs eðlis eins og t.d. stærstur hluti í þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins er í raun. Málefni aldraðra eru til að mynda ekki nema að lítlu leyti heilbrigðismál, þau em félagslegs eðlis og á að skilgreina sem slík. Viðfangs- efni stofnana þarf víða að endurskil- greina og veita ljármagn til samræmis við raunveruleg viðfangsefni, um leið og það er viðurkennt að oft á tíðum em heilbrigðisstofnanir, ekki síst á lands- byggðinni, stærsti vinnustaðurinn. Eg hef flutt þingsályktunartillögu um umboðsmann sjúklinga, en tel að meira þurfi að gera í réttindamálum sjúklinga. Ég tel að skipun og samsetn- ing Tryggingaráðs, eins og það er í dag, sé tímaskekkja. Tryggingaráð setur reglur stofnunarinnar, er stjóm hennar, og á um leið að vera úrskurðaraðili gagnvart kæmm sjúklinga. Slíkt stenst ekki nútíma sjómsýsluhætti og skapar réttaróvissu fyrir sjúklinga. Þessu vil ég breyta og stofna úrskurðamefnd sem er óháð stofnuninni. Sem þing- maður Reykvíkinga hlýt ég að vekja at- hygli á því alvarlega ástandi sem ríkir í vistunarvanda aldraðra á höfðuðborg- arsvæðinu. Ég tel reyndar að lög um málefni aldraðra þurfi gagngerrar end- urskoðunar við. Þessi lög em bam síns tíma og algjörlega úr takti við nútíma- sjónarmið og réttindabaráttu hags- munasamtaka aldraðra. Önnur mál sem ég er að vinna að um þessar mundir er réttindindamál bama um að eiga eðli- leg samskipti við báða foreldra og fjöl- skyldur sínar ef foreldrar þeirra skilja. Sameiginleg forsjá er að mínu mati mál sem þarf að skoða gaumgæfilega sem meginreglu í slíkum málum, ef báðir foreldrar em taldir hæfir til að annast og ala upp bam. Ég mun taka sæti í umhverfisnefnd Alþingis og ætla mér þar með að læra á alveg nýjan málaflokk. Það er mjög spennandi að takast á við og setja mig vel inn í umhverfismálin enda brenna þau á þjóðum heims í dag. Ég er hrædd um að við þurfum að taka okkur tak í þessum málum, bæði einstaklingar, fyrirtæki og stjómvöld. Ég held að sá dagur sé mnninn upp að við þurfum að endurskoða ýmislegt í umgengni okkar við náttúmna, við getum ekki bæði sleppt og haldið. Það stoðar lítt að selja ferðamönnum ímynd landsins sem hreint land á sama tíma og menn dreymir stóra drauma um stórfellda uppbyggingu á stjóriðju. Viljum við koma í veg fyrir að sjoppur rísi uppi um allt hálendi? Emm við tilbúin til þess að hefta uppblástur lands t.d. með því að takmarka ágang sauðíjár og hrossa? Lífríki hafsins og eðlileg nýt- inga auðhnda, allt em þetta mikilvæg mál sem við neyðumst til að gaumgæfa á næstu ámm. Hvaða afstöðu hefur þú gagnvart sameiginlegu framboði jafnaðar- manna ? Ég tel það vera nauðsynlegt. Það er eini möguleikinn til þess að skapa mót- vægi við Sjálfstæðsiflokkinn og einn stór jafnaðarmannaflokkur er raunhæf- asta aflið til að skapa réttlátt samfélag. Frambjóðendakvöld! Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur býður til frambjóðendakynningar í kosningamiðstöð Reykjavíkurlistans í Pósthússtræti 14 miðvikudaginn 28. janúar 1998. Þar munu frambjóðendur Alþýðufiokksins verða til staðar og því kjörið tækifæri að sjá þá og heyra. Mætum öll! Merkjum við Aiþýðuflokkinn í prófkjöri Reykjavíkurlistans. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.