Harmonikublaðið - 01.09.2015, Page 2
Ávarp formanns
Ágætu harmonikuunnendur
Ég vil byrja á að þakka öllum þeim aðildar-
félögum er stóðu fyrir harmonikumótum í
sumar. Þessi mót voru hin glæsilegustu og
augljóst að félögin lögðu allt sitt í að gera
þessi mót sem vönduðust og er ótrúlegt að
sjá hvað allir er að mótshaldi koma leggja
mikið á sig til þess að gera mótin sem
skemmtilegust.
Fyrsta mót sumarsins var í Básnum í Ölfusi
á vegum Harmonikufélags Selfoss. Þetta mót
fór fram í góðu veðri og var aðsókn að mótinu
með besta móti. Boðið var upp á dansleiki
og skemmtilega tónleika á laugardeginum.
Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum og
Nikkolína voru með sitt mót á Laugarbakka
í Miðfirði og því miður átti ég þess ekki kost
að mæta þar, en mér hefur verið sagt að þetta
hafi verið skemmtilegt mót og vel sótt. Félag
harmonikuunnenda í Skagafirði hélt sitt mót
að þessu sinni að Steinsstöðum í Skagafirði
og tókst það mót mjög vel að sögn þeirra er
sóttu mótið og ég hefi hitt. Harmonikuunn-
endur Vesturlands boðuðu fólk í Fannahlíð
í síðasta skipti að þeirra sögn. Þar fór fram
að margra mati eitt þeirra besta mót í einstakri
veðurblíðu. Félag harmonikuunnenda við
Eyjafjörð og Harmonikufélag Þingeyinga
voru með sitt mót síðustu helgina í júlí að
Breiðumýri í Reykjadal. Þetta mót hefur mér
alltaf þótt í gegn um árin vera eitt skemmti-
legasta mótið og það er umhverfið og stað-
setningin sem gefur
þessu móti svo
skemmtilega umgjörð.
Dansað í samkomu-
húsinu og eins í stóru
tjaldi, sem gerir
stemminguna á
staðnum einstaka.
Síðasta mót sumarsins
var að Varmalandi í
Borgarfirði og stóð Félag harmonikuunnenda
í Reykjavík fyrir þessu móti, eins og undan-
farin ár. Þarna ríkti gleði og góð stemming,
enda veðurguðirnir mótshöldurum hagstæðir
þetta árið. Dansleikir föstudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld. Einnig var boðið upp á
stórgóða tónleika á laugardeginum þar sem
sænski harmonikusnillingurinn Magnus Jons-
son sá um að skemmta tónleikagestum. Þetta
var frábært mót í óvenjulega góðu veðri.
Starf stjórnar sambandsins hefur verið með
hefðbundnu sniði þetta starfsárið og hefur
stjórnin haldið fjölmarga símafundi á starfs-
árinu. Helstu verkefni sem lágu fyrir stjórn-
inni voru að halda æfingabúðir fyrir ung-
mennin okkar, en því miður varð ekkert af
þessu verkefni vegna ónógrar þátttöku. Það
virðist ekki vera áhugi fyrir þessu verkefni og
tel ég ástæðuna vera fyrst og fremst kostnað-
urinn, sem hefur hækkað óheyrilega síðustu
ár. Ég á ekki svar við því hvernig við getum
brugðist við þessu en þetta mál þarf að skoða
ofan í kjölinn. Stjórn S.I.H.U. ætlar að halda
fjáröflunardansleik í
samkomuhúsinu Iðnó
við Tjörnina í Reykja-
vík á haustdögum. Það
er von okkar í stjórninni að þessi samkoma
geti skilað sambandinu smá tekjuauka. Sam-
starf S.I.H.U. og sjónvarpsstöðvarinnar INN
mun halda áfram á komandi vetri og hefur
undirritaður nú þegar tekið upp tvo þætti á
Egilsstöðum. Fyrsti þáttur verður sýndur
síðustu helgina í september og síðan einn
þáttur í mánuði yfir vetrartímann. Þetta verk-
efni er háð því að hægt verði að fjármagna
þessa þætti með sölu auglýsinga til fyrirtækja
og félagasamtaka.
Það var stjórn sambandsins mikið gleðiefni
að Harmonikufélag Vestfjarða ætlar að standa
fyrir Landsmóti árið 2017. Stjórn sambands-
ins mun reyna eftir megni að veita þeim alla
aðstoð við framkvæmd þessa móts.
Aðalfundur S.I.H.U. verður haldinn dagana
18. - 20. september nk. á Hellu á Rangár-
völlum og er það Harmonikufélag Rangæinga
sem ber hita og þunga af þessum aðalfundi,
enda munu Rangæingar fagna 30 ára afmæli
þessa sömu helgi. Það er von okkar að öll
aðildarfélög sendi formann og fulltrúa á fund-
inn og að fundurinn verði sem málefnaleg-
astur, eins og alltaf.
Að lokum er það von mín að vetrarstarf
harmonikufélaganna í landinu verði skemmti-
legt og fjölbreytt í vetur.
Gunnar Kvaran, formaður
Sagnabelgurinn
Helvítis harmonikuleikarinn
Fyrir allnokkrum árum, tók ég undirritaður að
mér að fara með í óvissuferð hjá ónefndu fyrir-
tæki hér í borg. Hlutverk mitt var að þenja
dragspil í ferðinni, svona eftir því sem aðstæður
og tækifæri gæfu tilefni til. Við eftirgrennslan
um það, við hvernig aðstæður ég ætti að spila,
þá var því svarað að það yrði eingöngu innan-
húss, eða eftir atvikum í rútunni.
Þennan dag sem ferðin skyldi farin, hittist svo
á að í stórfjölskyldunni var verið að skíra barn,
þannig að þar mætti ég áður en farið skyldi í
ferðina. Þangað var ég síðan sóttur, á tilsettum
tíma og fór eins og ég stóð í mínu „fínasta
pússi“, en ekki beinlínis skjólklæddur enda átti
aðeins að spila innandyra. Tekið skal fram að
þetta var í september, þannig að allra veðra var
von.
Skemmst er síðan frá að segja, að „innandyra"
var gömul og gisin hlaða, meira og minna opin
í allar áttir og veðrið var að sjálfsögðu norðan
kuldaþræsingur með hvössum regnhryðjum og
hitastigið „innandyra“ eftir því. Þarna var síðan
grillað og kvöldverðar neytt. Þrátt fyrir aðstæður
reyndi ég að kvelja einhver hljóð úr nikkunni
og voru undirtektir allgóðar og var meira að
segja nokkuð um að fólk tæki undir með söng.
En það verður að viðurkennast að spila-
mennskan, sem aldrei hefur nú verið merkileg,
var ekki til þess að hrópa húrra fyrir, króklopp-
inn og með munnherkjur af kulda.
Þegar líða fór á kvöldið var síðan farið að huga
að heimferð, gekk að óskum að komast af stað
og var haldið sem leið lá til höfuðborgarinnar.
Nokkuð var um að fólk væri orðið „góðglatt",
en allt var það í hófi. Er ekið hafði verið um
stund, kom fram ósk um að ég tæki aftur til
við spilamennsku og þar sem mér var nú heldur
farið að hlýna, þá lét ég ekki hjá líða að verða
við þeirri ósk. Var nú tíðindalaust um hríð.
Er ekið hafði verið sem svaraði helmingi leiðar
til borgarinnar, þá uppgötvuðu tveir ungir
menn úr hópnum að hægt væri að fá afnot af
hljóðkerfi rútunnar og þar með að skemmta
fólki með gamansögum nokkrum. Gerði ég þá
hlé á nikkuspili, en lagði þó hljóðfærið ekki frá
mér að sinni. Fljótlega varð ljóst að gamansögur
ungu mannanna voru nær eingöngu „neðan
mittis“ húmor og eftir því sem á leið, virtust
þeir komnir í nokkurs konar keppni um það
hvor gæti sagt djarfari sögur. Þegar svo hafði
gengið um hríð og sögurnar gerðust æ grófari
og raunar orðið vafamál að kalla þær gaman-
sögur, þá varð eldri manni sem sat skammt frá
mér að orði: „Er nú ekki hægt að stoppa rútuna
og henda þessum helvítis fíflum út.“ Heyrði
ég þá unga stúlku sem sat rétt fyrir aftan mig
tauta í lágum hljóðum: „Hendið þið þá þessum
HELVÍTIS HARMONIKULEIKARA út líka.“
- Svo mörg voru þau orð. Páll Elíasson
2