Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 4
Harmonikudagurinn að Breiðumýri 2. maí 2015
Ungir sem aldnir taka lagið á Breiðumýri. Ekkert kynslóðabilþar
Sú hef3 er hjá Sambandi íslenskra harmonikuunnenda að halda upp
á Harmonikudaginn fyrstu helgi í maí. Harmonikufélag Þingeyinga
bauð að venju tónlistarskólum í báðum Þingeyjarsýslum að koma með
harmonikunemendur til að spila og mættu alls 16 nemendur. Jón Arni
Sigfússon spilaði á meðan gestir komu sér fyrir. Árni Sigurbjarnarson
og Adrienne Denise Davis frá Tónlistarskóla Húsavíkur mættu ásamt
14 nemendum og fluttu þau ýmsar syrpur á harmonikur, píanó og
flautur og voru krakkarnir frábærir. Þá kom kennari viðTónlistarskóla
Þórshafnar Kadri Giannakaina Laube ásamt Njáli Halldórssyni,
mögnuðum nemanda. Auk þess tók Kadri sig til og stjórnaði dansi
að eistneskum sið, lék hún undir á diatoniska harmoniku og líkist
dansinn atriði úr marsinum okkar. Að endingu kom frábær nemandi
frá Þingeyjarskóla. Eftir að nemendur höfðu lokið sínum flutningi
fengu þau viðurkenningarskjöl frá félaginu og svo var öllum boðið í
kaffiveitingar. Eftir það kom aftur að félögum í HFÞ og spiluðu þær
Hildur Friðriksdóttir og Vigdís Jónsdóttir fyrstar, þá Jóel og Kristján
úr Strákabandinu og loks Jón Sigurjónsson. Þá spiluðu allir sem það
vildu, tíu harmonikuspilarar, nokkur lög saman en þetta er gömul
hefð hjá félaginu, ýmist að byrja samkomur eða enda á samspili. Mjög
góð mæting var hjá félögum og gestum á samkomuna og vonandi
hafa allir komið saddir heim, jafnt af tónlist og mat.
Texti / myndir: Sigurður Olafison á Sandi
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 og 844 0172.
Netfang: assigu@intcrnet.is Veffang: www.nedsti.is
4