Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 15
Dagverðarnesmessa
Laugardaginn 15. ágúst sl. var árleg messa í Dagverðarnesi í Klofnings-
hreppi hinum forna í Dalasýslu. Sóknin er afar fámenn, eina sóknar-
barnið er Selma Kjartansdóttir á Ormsstöðum, formaður sóknar-
nefndar. Reyndar gæti verið eitt sóknarbarn í viðbót, biskupinn á
Kvennahóli, en hann tilheyrir sinni eigin kirkju sem er sambræðingur
úr grísk-katólsku og búddatrú og hefur lítið samband við jarðbundna
nærsveitunga sína.
Þessi „árlega“ messa féll niður í fyrra vegna þess að Selma fagnaði 90
ára afmæli sínu í ágúst með stórveislu á Ormsstöðum. En núna var
Selma bara 91 árs og því var haldið niður að Dagverðarnesi til messu
í yndislegu sumarveðri, logn og blíða og sumarsól. Dagverðarnesið
teygir sig fram á móts við eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar, enda kom
fólkið úr eyjunum sjóleiðis í messu þar áður fyrr. Náttúrufegurðin er
mikil, eyjarnar breiða úr sér, loka næstum sjóndeildarhringnum, en
svo silfrar á sundin á milli. Ef horft er upp til meginlandsins blasir
svo Klofningurinn við, klettaskarðið sem gamli hreppurinn dró nafn
sitt af.
Dagverðarneskirkja var byggð 1934, er eiginlega vistvæn núna því það
er ekkert rafmagn, engin upphitun og gólfið lagar sig að nánasta
umhverfi, en þetta er falleg og sérstök kirkja. Alltaf toppmæting í
messuna, sóknarpresturinn sr. Anna Eiríksdóttir leiðir athöfnina og
þarna höfum við séð um tónlistina í allmörg ár, Halldór Þ. Þórðarson
á harmoniku, Ríkarður Jóhannsson á saxófón og Sigrún B. Halldórs-
dóttir á klarinett. Þetta er alltaf jafngaman, frábær stemming. Og ekki
spillir messukaffið hjá henni Selmu á Ormsstöðum, þar er hrokað borð
af veisluföngum og auðvitað skyldumæting. Allir velkomnir! SH
Spilað við messu í Dagverðarnesi. Myndir: Vilhjálmur Bragason
Áætlun dansleikja 2015 og 2016
Laugardaginn
Laugardaginn
Laugardaginn
Laugardaginn
Laugardaginn
Laugardaginn
Laugardaginn
Miðvikudaginn
Laugardaginn
Laugardaginn
26. september 2015
24. október 2015
28. nóvember 2015
30. desember 2015
23. janúar 2016
13. febrúar 2016
19. mars 2016
20. apríl 2016
7. maí 2016
4. júní 2016
' 'pgi®
Fyrsti vetrard;
Síðasti vetrardagur
Harmonikudagurinn
Sj ómannadagshelgin
15