Harmonikublaðið - 01.09.2015, Page 16

Harmonikublaðið - 01.09.2015, Page 16
í mörgu að snúast hjá FHUR Síðasti skemmtifundur vetrarins fór fram í Iðnó sunnudaginn 10. maí. Hljómsveit félags- ins hóf fundinn undir stjórn Reynis Sigurðs- sonar, sem var að stjórna hljómsveitinni í síðasta sinn, eftir nokkurra ára skemmtilegt samstarf. Kvennasveit félagsins (Kvenfélagið) tók síðan við, en hana skipuðu í þetta sinn Asgerður Jónsdóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Guðrún Aðalsteins- dóttir og Halldóra Bjarnadóttir. Þeim til aðstoðar voru þeir Helgi E. Kristjánsson, Guðmundur Steingrímsson og Edwin Kaaber. Næstur á svið var Runólfur Bjarki Arnarson, einn af þátttakendum í harmonikukeppni SIHU 2013. Stórefnilegur tónlistarmaður. Stjórnandinn Reynir Sigurðsson var næstur á svið ásamt áður nefndum undirleikurum og djömmuðu þeir af snilld góða stund við almennan fögnuð. Skemmtifundinum lauk með því að Reynir Jónasson tók við af nafna sínum og við tók annað djamm, ekki síðra. Vorið var komið. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hélt Harmonikudaginn hátíðlegan á hefðbundinn hátt. Um árabil hefur félagið haft þann hátt- inn á að félagar leika í verslunarkjörnum á Reykjavíkursvæðinu, einir sér eða fleiri saman. I Húsgagnahöllinni við Bíldshöfða léku þær stöllur Elsa Kristjánsdóttir, Halldóra Bjarna- dóttir og Guðrún Aðalsteinsdóttir. Ritstjóri Harmonikublaðsins kom sér fyrir við frystana í Krónunni á Grandagarði og Sigurður Alfons- son var á grænum nótum í Garðheimum í Mjódd, en Þorleifur Finnsson lék fyrir fólk í byggingarhugleiðingum í Byko í Mjóddinni. I verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði jók Sveinn Sigurjónsson kaupgleði Gaflara og Sigurður Eymundsson lék sama leikinn í Bónusi við Nýbýlaveg, meðan Reynir Jónas- son heillaði viðskiptavini Krónunnar í Kópa- vogi. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Sigurður Harðarson Runólfur Bjarki í Iðnó 16 Hljómsveit félagsins lék aflist í Iðnó Kvennó í Iðnó

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.