Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 19

Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 19
Harmonikudagurinn á Selfossi Harmonikufélag Selfoss var með opið hús laugardaginn 2. maí í Tryggvaskála í tilefni Harmonikudagsins, sem haldinn er árlega um allt land. Létt og skemmtileg harmonikutónlist var flutt af félögum HFS og gestaspilurum frá Reykja- vík, Akranesi og einnig tóku þátt nokkrir félagar okkar frá Harmonikufélagi Rangæinga. Harmonikufélag Selfoss byrjaði skemmtunina, en með þeim léku Guðmundur Samúelsson og Alfhildur Alfþórsdóttir á harmonikur og stjórnandi Harmonikufélags Selfoss, Helgi E. Kristjánsson á gítar og bróðir hans Smári Kristjánsson á kontrabassa. Næstir á svið voru kunnir kappar frá Harmo- nikufélagi Vesturlands, þeir Jón Heiðar, Geir Guðlaugsson og Gestur Friðjónsson. Harmon- ikukvintett eldri nemenda Guðmundar Samú- elssonar lék því næst nokkur lög, en hann skipa Álfhildur Alfþórsdóttir, Bjarni Gunn- arsson, GuðmundurÆgirTheodórsson, Helgi E. Kristjánsson og Hreinn Vilhjálmsson, en síðan tóku félagar Harmonikufélags Rang- æinga við keflinu. Grétar Geirsson lék nokkur sving- og jasslög og síðan kom dúett frá vin- unum Guðmundi Samúelssyni og Grétari Geirssyni og færðist þá heldur betur fjör í spilamennskuna. Harmonikufélag Selfoss lauk svo skemmtuninni með nokkrum lögum. Bræðurnir Helgi og Smári spiluðu undir allan tímann og gerðu það vel eins og þeirra er von og vísa. Töluverður fjöldi gesta mætti í Tryggvaskála og hlustaði á þessa löngu dagskrá og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Texti og myndir: Guðmundur Theodórsson Harmonikufélag Selfoss í hátíðarskapi Jón Heiðar, Geir og Gestur frá Harmonikuunnendum Vesturlands með nikkurnar ásamt brœðrunum og Smára og Helga E. Kristjánssonum 19

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.