Harmonikublaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 10
Aðalfundurinn var haldinn í maí og þá urðu
nokkrar breytingar. Fyrsti kvenfomaður
félagsins, Elísabet Halldóra tók við keflinu að
nýju og varaformaður er Gyða Guðmunds-
dóttir, gjaldkeri Haukur Ingibergsson, ritari
Ásgerður Jónsdóttir og meðstjórnandi
Steinþóra Ágústsdóttir, varamenn eru Harpa
Ágústsdóttir og Sveinn Sigurjónsson. I
skemmtinefnd er æviráðinn og ákaflega
Bodö trekkspillklubb leikurfyrir dansi
áhugasamur náungi um harmonikuna, Friðjón
Hallgrímsson, með honum eru Sigurður
Harðarson eðalljósmyndari, Páll Elíasson
ofurrútubílstjóri, Steinþóra fyrrverandi
formaður, Erlingur hinn harmonikuhressi,
Kristinn hennar Lísu og hin gjörvilega Guðrún
Erla harmonikuleikari.
Borgarhátíðin og landsmótið 2020 voru
aðalumræðuefni fyrsta fundar stjórnarinnar.
Við erum mjög sátt eftir Borgarhátíðina og
síðasti aðalfundur félagsins samþykkti að
félagið standi að næsta landsmóti SIHU, sem
10
haldið verði í Stykkishólmi árið 2020. Er
undirbúningur hafinn að því verkefni.
Félagsmenn okkar hafa verið ákaflega iðnir
við að mæta á öll skemmtilegu harmonikumót
sumarsins sem hófust í byrjun sumars á Borg
í Grímsnesi. Um miðjan júní stormaði fríður
flokkur líka á Laugarbakka í Miðflrði og sumir
skunduðu áfram á Steinsstaði í Skagafirði og
enn aðrir fundust í Fannahlíð við Akraíjall og
Ýdalahátíðin í Þingeyjarsýslu dró að sér marga
og nokkrir fóru á ballið í Valaskjálf sér til
mikillar ánægju.
Margir brugðu sér á Borg um verslunar-
mannahelgina og komu víðs vegar að af
landinu og veðrið lék við okkur. Við fengum
heimsókn frá Norðmönnum sem komu frá
Bodö og kalla sig Bodö-trekkspillklubb,
ákaflega þægilegur hópur, en formaður
félagsins er Knut Skjemstad og höfðu þau
pantað sér gistingu í sumarhúsum að Minni-
Borgum. Páll Elíasson sá um rútu fyrir þau og
Friðjón annaðist annan undirbúning. Þau
óskuðu eftir að fá að spila í kirkju og Friðjón
fékk Reykholtskirkju fyrir tónleika, að loknu
ferðalagi um Borgarfjörð undir leiðsögn
Hilmars Hjartarsonar. Þeim þótti Friðjón vera
spar á dansspilamennskuna að Borg og vildu
koma fram á hverju danskvöldi og tónleikunum
og því var snarlega kippt í liðinn. A Borg er
þetta líkt og í Ydölum fólk kemur á þriðjudegi
eða miðvikudegi til að tryggja sér svæði og
Guðmundur staðarhaldari er mjög Iipur í
samningum. Mikið fjölmenni var strax á
föstudeginum og dansþátttaka alveg frábær.
Tónleikarnir á laugardag voru mjög vel sóttir.
Áður en tónleikarnir hófust kallaði formaður
þá Reyni Jónasson og Sigurð Alfonsson á svið
og færði þeim þakkarkveðju fyrir hljóm-
sveitarstörf undanfarinna ára í þágu félagsins
og þeir opnuðu tónleikana með nokkrum
velvöldum dúettum við fögnuð áheyrenda.
Bodö klúbburinn tók svo við og Astrid B.
Dolmen kynnti lögin og sagði aðeins frá
starfsemi hópsins á norsku sem ég held að
flestir hafi skilið því ég bað hana um að tala
rólega. Það var virkilega gaman að hlusta á
margs konar lög úr ýmsum áttum. FHUR
bauð Bodö-hópnum svo upp á kaffi og
meðlæti og fengu þeir afganga með sér í
bústaðina. Hópur hljóðfæraleikara safnaðist
fyrir framan félagsheimilið að loknum
tónleikum og spiluðu og sungu. EG tónar
voru með markað í íþróttahúsinu og fleiri
með handverksmarkaði með fallegum verkum.
Dúndur aðsókn var að laugardagsballinu en
nú stóðum við fast á að skerða ekki dansgólfið
enda nóg af sætum upp á sviðinu bak við
hljómsveitina. Þetta varð hin besta skemmtun
og svefninn var sæll að loknum degi.
Á sunnudag var áfram markaður og þá komu
Norðmennirnir í runnaspil (buskspel) eða
túnsamspil eins og við verðum að nefna það.
Þar var mikil gleði við völd og margir spiluðu,
sungu, hlustuðu eðaprjónuðu. Nokkuð fleiri
tóku þátt í sunnudagsdansinum heldur en í
fýrra. Það var mál manna að virkilega vel hefði
tekist til með þessa hátíð enda eru
harmonikuvinir einstök fjölskylda sem við
erum hjartanlega þakklát fyrir.
Staðurinn hefur verið pantaður að ári hjá
okkar ljúfu, Láru húsverði og gjörvilegum
Guðmundi staðarhaldara. Hittumst heil að
ári!
HarmonikukveSjur frd Elísabetu Halldóru
Einarsdóttur formanni FHUR
Myndir: Reynir Elíesersson