Harmonikublaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 15
Voru margir hljóðfæraleikarar á Flateyri?
A Flateyri var nóg af góðum harmon-
ikuleikurum. Margir þekkja Villa Valla sem
er Flateyringur og reyndar nágranni minn.
Bróðir hans, Guðmundur, var flinkur
hljóðfæraleikari, lék á harmoniku og trompet.
Hann spilaði um skeið í hljómsveitum í
Reykjavík, til dæmis með hljómsveit Bjarna
Böðvarssonar. Auk þeirra bræðranna man ég
eftir fimm ágætum harmonikuleikurum á
Flateyri sem hlýtur að teljast gott í ekki stærra
þorpi með íbúafjölda upp á liðlega fjögur
hundruð manns.
Þessir nikkarar spiluðu á Flateyri og víðar um
norðanverða Vestfirði.
Manstu eftir einhverju sögulegu við
dansleiki fyrir vestan?
Einu sinni var Guðmundur einn að spila á
balli á Flateyri, spilaði á harmonikuna en hafði
trompetið með sér eins og hann gerði stundum
og spilaði þá stundum á það nokkur lög og
systir hans, hún Sara, spilaði undir á píanó.
Ballið var rétt að byrja, fáir mættir og aðeins
eitt par að snúast á gólfinu - karlmaðurinn
mikill á veili og gat verið fyrirferðarmikill við
vín en gerði aldrei flugu mein. Að laginu loknu
hrópar hann: „Eg drep þig helvítið þitt
Guðmundur ef þú spilar ekki polka“ og steytir
hnefa. Guðmundur leggur frá sér nikkuna,
tekur trompetið og spilar „Erla góða Erla“ -
Rumurinn á gólfinu hlustar undrandi en svo
sígur hinn kreppti hnefi og um það er laginu
lauk sáust tár á hvarmi. Þetta er eftirminnileg
sena.
Var mikið um dansleiki fyrir vestan á þínum
sokkabandsárum?
Það var víða dansað í Vestur-Isafjarðarsýslu á
sumrin. Sýslan náði yfir norðurströnd
Arnarfjarðar, Dýrafjörð, Önundarfjörð og
Súgandafjörð. A þessu svæði var dansað á
ellefu stöðum á mínum unglingsárum. A
sumum þeirra aðeins einu sinni á sumri. Einn
þessara staða, Rani í Hvammi í Dýrafirði, gekk
þó fljótt úr skaftinu. Það hafði upphaflega
verið íbúðarhús, en þegar eigandinn flutti inn
á Þingeyri breytti ungmennafélagið því í
samkomuhús Ég var á síðasta ballinu sem þar
var haldið. Ætli dansgólfið hafi ekki rúmað
svona fimmtán pör með góðu móti. Þessum
dansleik lauk þegar annar endi gólfsins gafsig
og seig hægt og rótt ofan í grunninn, var þá
sjálfhætt. Á öllum þessum böllum var spilað
á eina harmoniku, einstaka sinnum tvær,
kannske lamið á trommur eftir eyranu - í
þorpunum leikið undir á píanó.
Var fjölbreytt félagslíf á Flateyri?
Það er óhætt að segja að félagslíf á Flateyri hafi
verið öflugt. Þar störfuðu auðvitað klassísk
félög eins og kvenfélag, slysvarnarfélag og
íþróttafélag. Þar að auki öflugt leikfélag. A
sumrin var ekki mikið um dansleiki á staðnum
nema á sérstökum fagnaðardögum svo sem
sjómannadegi, lokadegi 11. maí og þjóð-
hátíðardaginn, ekki mörg böll þar fyrir utan.
Þar var annað uppi á teningnum kringum jól
og áramót. Þá kom heim margt ungt fólk í
jólafríi úr skólum eða úr atvinnu annars staðar.
Þá var nú aldeilis tekið til óspilltra málanna.
Ég man eftir ellefu böllum í sama jólafríi. Það
var byrjað á Þorláksmessu - hlé á aðfangadag
en byrjað aftur á miðnætti á jóladag og síðan
á hverju kvöldi. Það þurfti ekki langan
undirbúning, fá einhvern til að spila og fá
lánað félagsheimilið. Það fengum við
endurgjaldslaust með því eina skilyrði að þrífa
effir ballið. Einhverjir gáfumenn á þingi höfðu
komist að þeirri niðurstöðu að það væri óhollt
og varasamt að dansa lengur en til klukkan
tvö eftir miðnætti. Á sumrin, þegar allir vegir
voru færir og samgangur greiður milli
byggðarlaga voru þessi ákvæði jafnan í heiðri
höfð. En um hávetur, þegar þorpið var
einangrað, gegndi öðru máli. Við gengum
samt á fund hreppstjórans, svona í upphafi
„vertíðar" og báðum um leyfi til að dansa
lengur en til klukkan tvö. Hreppstjóri sagði
það ekki í sínu valdi að leyfa slíkt - en bætti
brosandi við „annars geri ég ráð fyrir að vera
sofnaður klukkan tvö.“ Hann lét ekki einhverja
reglugerð standa í vegi fyrir góðri skemmtun.
Það var líka þannig að böllin stóðu fram eftir
nóttu. Einu sinni ákváðum við að dansinn
skyldi standa þangað til kona í næsta húsi við
félagsheimilið færi í vinnuna og það var gert.
Sá dansleikur endaði klukkan hálf átta. Þegar
nikkarinn varð þreyttur var gert hlé og farið í
leiki eða bara setið og spjallað. Á þessum árum
var áfengisneysla meðal unglinga á Flateyri
nánast óþekkt. Það vissi hreppstjórinn og hafði
ekki áhyggjur af samkomum þeirra. Þessar
endurminningar um dansleikjahald sem hér
hafa verið rifjaðar upp eru frá unglingsárum
mínum og eiga aðeins við heimahaga. Undir
lok sjötta áratugar síðustu aldar breytist
myndin. Á ísafirði höfðu starfað hljómsveitir
með hljóðfæraskipan þar sem harmonikan
var að vísu ennþá með, en gegndi minna
hlutverki en áður. Þessar hljómsveitir taka
rnjög við hlutverki harmonikuleikarans sem
sat - oft einn síns liðs - á palli eða úti í horni
þar sem hann var minnst fyrir dansendum.
Unglingar heima á Flateyri fóru að setja saman
hljómsveitir, án harmoniku og sumar með
ágætum árangri. Gamla góða nikkan ekki
lengur í tísku.
Við hvað starfaðir þú?
Á Flateyri var ég barnakennari og skólastjóri
í 29 ár. Svo kom að því að við hjónin fluttum
suður til Reykjavíkur. Síðan eru liðin 30 ár.
Konan mín heitir Anna Jóhannsdóttir og við
erum bæði Flateyringar. Anna átti heima á
Djúpavík í tíu ár en foreldrar hennar fluttu
aftur til Flateyrar þegar hún var 12 ára. Við
höfum þannig þekkst allt frá unglingsárum.
Ég gerðist svo kennari við Varmárskóla í
Mosfellsbæ. Þangað til ég varð löggilt
gamalmenni. Anna vann síðast hjá
félagsþjónustu Reykjavíkur.
13