Harmonikublaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 13
Skoski dansinn á Borg Marsúrkinn verður að vera með Garðars Olgeirssonar að Ijúka ballinu og var aðdáunvert hve stór hluti dansgesta dansaði lengi. Sunnudagurinn heilsaði með sól í heiði og fljótlega hljómuðu harmonikutónar víða um svæðið. Strax upp úr hádeginu mætti svo norski hópurinn og hóf að leika af hjartans lyst. Fjölgaði spilurum jafnt og þétt og varð úr hin besta skemmtun. Eftir matinn var tími til að snúa sér að dansinum. Erlingur Helgason var fyrstur á svið um kvöldið og sem áður hópuðust harmonikuunendur í dansinn. Reyndist Erlingi það létt verk að halda þeim á gólfinu, en Vindbelgirnir tóku síðan við af honum um tíu leytið. Þeirra framlagi var ágætlega tekið og mikið stuð í húsinu þegar Bodöklúbburinn mætti klukkan ellefu og lauk þessari danshátið FHUR. I lokin kölluð þeir á svið þá forsvarsmenn FHUR, sem skipulagt höfðu heimsóknina og veitu þeim viður- kenningar fyrir mótttökurnar, sem að þeirra sögn höfðu farið fram úr þeirra björtustu vonum. Mánudagurinn fór að mestu í kveðjur og loforð um að mæta að ári hvað sem á dyndi. Það var lítiðfarið að draga afliðinu á sunnudagskvöldinu Friðjón Hallgrímsson Myndir: Reynir Elíesersson i I HARMONIKA TIL SÖLU! Victoria A 400V Principe II Trebl 41 Bass 120 Reeds T/4 B/5 Register T/11 B/7 og Cassotto. Einnig með Condenser Microphoner. Árgerð 2007, verð kr. 380.000.- Upplýsingar í síma 8990700 (Baldur) og í netfangi ( bg@snerpa.is) 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.