Harmonikublaðið - 01.09.2018, Page 21
onatansson
Höfundur lagsins að þessu sinni er Karl
Jónatansson.
Karl fæddist á bænum Blikalóni á
Melrakkasléttu 24. febrúar 1924.
Harmonikan var löngum í hávegum höfð
á Melrakkasiéttunni og þar var sagt að
strákar spiluðu á harmoniku og stelpur á
gítar. Karl flutti ungur að árum með
foreldrum sínum að Krossanesi við
Eyjafjörð. Hann varð mjög fljótt liðtækur
harmonikuleikari enda hæfíleikaríkur í
meira lagi og var farinn að leika á
dansleikjum um tvítugt, þegar hann flutti
til Reykjavíkur. Ekki skemmdi fyrir að
hann var góður saxofónleikari og lék
ágætlega á klarinett. Þá þótti gott að geta
breytt venjulegri danshljómsveit í jassband
á einu augabragði. Karl var ágætur
dansspilari og stjórnaði danshljómsveitum
árum saman í höfuðstaðnum. Mjög
fljótlega eftir komuna suður fór hann að
segja öðrum til, en það átti ágætlega við
hann. Með tímanum varð hann
afkastamesti harmonikukennari landsins
og ákaflega vinsæll meðal nemendanna,
sem skipta hundruðum, á þeim fimm
ártugum sem hann kenndi harmonikuleik.
Karl átti frumkvæði að stofnun Félags
harmonikuunnenda í Reykjavík og síðar
Sambands íslenskra harmonikuunnenda.
Karl var ekki gamall þegar fyrstu lögin
urðu til og hann samdi fjöldann allan af
góðum lögum. Upp í hugann koma lög
eins og Vestanvindur, rællinn Austangjóla,
Norðannepja, Krossanesminni, Sumarfrí
og Bærinn okkar Akureyri svo einhver
séu nefnd. Eftirlifandi eiginkona Karls er
Sólveig Björgvinsdóttir og eignuðust þau
tvo syni.
Héraði
Starf Harmonikufélags Héraðsbúa hefur
gengið vel á árinu. Hefðbundnir viðburðir
hafa verið á dagskrá auk annarra sem efnt hefur
verið sérstaklega til.
Á bóndadaginn spiluðu tveir félagar í
leikskólum á Egilsstöðum. Voru leikin lög
tengd þorranum og eins almenn danslög.
Undir nokkrum lögum voru dansaðir
þjóðdansar. Forráðamenn leikskóla á
Egilsstöðum hafa í allmörg ár haft samband
við harmonikufélagið og fengið spilara á
bóndadaginn til að leika fyrir börnin. Hefur
þetta samstarf verið með ágætum.
Dagur harmonikunnar, 5. maí, var haldinn
hátíðlegur hjá félaginu með því að félagar tóku
nikkurnar með sér á nokkra valda staði á
Egilsstöðum. Spilað var í Húsasmiðjunni,
Nettó og Dyngju sem er hjúkrunarheimili á
Egilsstöðum. Undirtektir voru góðar á þessum
stöðum.
Eftir áramót var sá háttur hafður á að haldin
voru böll í Hlymsdölum sem er félagsmiðstöð
eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Var spilað fyrir
dansi einu sinni í mánuði á laugardagskvöldum
frá febrúar og til vors. Böllin stóðu frá klukkan
átta til ellefu. Aðsókn var mjög góð og mikið
dansað. Að auki var reglulega spilað fyrir íbúa
á Dyngju. Gott samstarf hefur verið milli
félagsins og félags eldri borgara á Héraði.
I júlí fóru Héraðsmenn norður í land og
spiluðu á sumarhátíðinni í Ydölum í Aðaldal.
Pdlmi Stefdns, Jón, Gylfi og Jónas í Ýdölum
Fjórir tóku þátt í spilamennskunni fyrir hönd
Héraðsmanna. Spiluðu þeir bæði á föstudags-
og laugardagskvöld. Spilamennskan gekk vel
og allir komu ánægðir heim.
Áralöng hefð er fyrir síðsumarballi
harmonikufélagsins og var það haldið síðustu
helgina í ágúst. Eins og venja hefur verið komu
góðir gestir úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
auk þess sem fólk kom úr Reykjavík. Spiluðu
bæði heimamenn og gestir fyrir dansi. Á
ballinu voru hátt í 200 manns og var mikið
fjör. Var mál manna að ballið hefði verið mjög
vel heppnað í alla staði.
Eins og sjá má á þessum skrifum þá er
Harmonikufélag Héraðsbúavel álífi. Starfsemi
félagsins hefur gengið vel á árinu og áfram
verður haldið á sömu braut.
Jón Sigfússon formaður Harmonikufélags
Héraðsbúa
Mynd: Siggi Harðar
21