Víkurfréttir - 07.10.2020, Page 4
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HÖRÐUR STEINÞÓRSSON,
Engjadal 4, Reykjanesbæ,
lést á krabbameinsdeild Landsspítalans laugardaginn 26. september.
Úförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Már Eyfjörð Harðarson Fanney Guðrún Magnúsdóttir
Helgi Þór Harðarson María Ingibjörg Ragnarsdóttir
Sigfús Benóný Harðarson Gyða Sigurðardóttir
Rafnkell Jónsson Pálína Hildur Sigurðardóttir
Lilja Berglind Jónsdóttir Lars Dalton Hadberg
Barnabörn og barnabarnabörn.
Hafnarráð Suðurnesjabæjar:
Gerir alvarlegar athugasemdir
við reglugerð um vigtun og
skráningu sjávarafla
– gengið í þveröfuga átt miðað við stöðugar tækniframfarir
Í drögum að breytingum á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla,
sem nú er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, er gert ráð fyrir að
íþyngja verulega rekstri og starfsemi fiskihafna. Þær breytingar á reglu-
gerðinni sem um ræðir munu hafa í för með sér breytingar á fyrirkomu-
lagi og umgjörð á vigtun sjávarafla á hafnarvog. Í því felst meðal annars
krafa um aukinn mannafla og tækjabúnað hafna sem mun hafa í för með
sér aukinn rekstrarkostnað upp á milljónir króna. Slíkur aukinn rekstrar-
kostnaður mun því bætast við mjög erfiða rekstrarstöðu Sandgerðishafnar.
Þetta segir í afgreiðslu hafnarráðs frá síðasta fundi þess.
Hafnarráð Sandgerðishafnar gerir al-
varlegar athugasemdir við þau áform
sem birtast í tillögum um breytingar
á fyrrgreindri reglugerð og munu
valda óviðráðanlegum kostnaðar-
auka í rekstri hafnarinnar. Hafnarráð
bendir á að nú þegar þarf Sand-
gerðishöfn að bera mikinn kostnað
vegna þjónustu við Fiskistofu við
skráningu og endurskráningu afla
sem fer um hafnarvogina. Hafnarráð
telur að skoða þurfi alvarlega hvort
eðlilegt sé að rekstur hafnarinnar
eigi að bera þann kostnað sem hlýst
af þeirri vinnu sem unnin er fyrir
Fiskistofu að því leyti.
Hafnarráð bendir á að í framan-
greindum drögum að breytingum á
reglugerðinni er gengið í þveröfuga
átt miðað við stöðugar tæknifram-
farir og möguleika sem í þeim felast.
Sú tækni sem nú þegar er til staðar
ætti að gefa möguleika á að byggja
upp nýtt fyrirkomulag við vigtun
sjávarafla sem væri mun hag-
kvæmara en núverandi fyrirkomulag,
svo ekki sé talað um þær breytingar
sem lagðar eru til á reglugerðinni og
munu valda mjög auknum kostnaði.
Hafnarráð skorar á Hafnasam-
band Íslands að beita sér af fullu afli
gegn þeim breytingum sem lagðar
eru til á reglugerð um vigtun og
skráningu sjávarafla. Jafnframt er
skorað á Hafnasamband Íslands að
beita sér fyrir því að tekið verði upp
fyrirkomulag fjarvigtunar hjá öllum
höfnum, sem verði fjármagnað og
þjónað af fiskveiðieftirliti Fiskistofu
fyrir hönd ríkisins. Slíkt fyrirkomulag
mun auðvelda Fiskistofu hlutverk
sitt við eftirlit með umgengni um
nytjastofna sjávar og fiskveiðar
en jafnfram gefa höfnum í landinu
möguleika til hagræðingar og nýta
þar með bestu fáanlegu tækni hverju
sinni, öllum til hagsbóta.
Frá Sandgerðishöfn.
Bæjarskrifstofur Suðurnesja-
bæjar með skertan opnunar-
tíma vegna Covid-19
Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar
hefur yfirfarið hertar reglur um
sóttvarnir. Sem fyrr er lögð
áhersla á órofna starfsemi og
þjónustu sveitarfélagsins. Að-
gerðastjórn hefur ákveðið að
eftirfarandi breytingar á starf-
semi gildi frá og mánudeginum
5. október 2020, þar til annað
verður ákveðið:
Opnunartími ráðhúsanna í
Garði og Sandgerði verður alla
virka daga kl. 11:00–13:00 og gildir
það í óákveðinn tíma.
Einstaklingar sem koma í ráð-
húsin notist við andlitsgrímur
sem verða til afnota í afgreiðslum.
Jafnframt verður gestum óheimill
aðgangur að skrifstofurýmum og
kaffistofum starfsfólks, nema í
sérstökum tilfellum og undir leið-
sögn viðkomandi starfsmanna.
Íbúum og þeim sem eiga erindi
við starfsfólk í ráðhúsum er bent
á að notast við síma eða tölvu-
póst. Einnig er hægt að bóka sér-
staka viðtalstíma við einstaka
starfsmenn eftir ástæðum.
Líkamsræktarstöðvum í íþrótta-
miðstöðvum Suðurnesjabæjar
hefur verið lokað.
Gestafjöldi í sundlaugar fer
eftir reglum um fjölda sem miðast
við 50% af gestafjölda samkvæmt
starfsleyfum.
Starfsemi leik- og grunnskóla
Suðurnesjabæjar verður með
óbreyttu sniði.
Starfsemi fjölskyldusviðs í
Vörðunni í Sandgerði hefur verið
skipt upp en einstaklingum sem
eiga erindi við starfsfólk fjöl-
skyldusviðs er bent á að hafa
samband um síma eða tölvupóst.
Ef ákvarðanir verða teknar um
frekari breytingar á starfsemi
Suðurnesjabæjar verður þeim
komið á framfæri á heimasíðu
sveitarfélagsins. Þær ráðstafanir
sem nú gilda eru tímabundnar,
segir á vef sveitarfélagsins.
Suðurnesjabær:
Rannsóknir á innsiglingunni til Sandgerðis
hefjist sem fyrst
Dýpkun Sandgerðishafnar í tengslum við aðgerðaáætlun stjórnvalda
var til umræðu á síðasta fundi Hafnarráðs Suðurnesjabæjar. Í af-
greiðslu ráðsins segir að hafnarráð leggur áherslu á að vinna við rann-
sóknir á innsiglingu hafnarinnar hefjist sem fyrst.
Fagna fjölþætt heilsueflingu 65 ára og eldri
Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar fagnar því að verkefnið um
fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri sé komið til umræðu í Suður-
nesjabæ og hvetur til þess að það fái brautargengi í fjárhagsáætlunar-
vinnunni sem framundan er.
Bjóði upp á æfingar í Sandgerði og Garði
Samstarfssamningur milli körfuknattleiksdeildar Reynis og Suður-
nesjabæjar var til umræðu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs
Suðurnesjabæjar. Ráðið hvetur körfuknattleiksdeild Reynis til að
bjóða upp á æfingar í báðum bæjarhlutum til að gæta jafnræðis á
milli bæjarkjarna.
Eignir Litla leikfélagsins verða
Menningarsjóður Suðurnesjabæjar
Samkomulag á milli Suðurnesja-
bæjar og Litla leikfélagsins um
stofnun Menningarsjóðs Suður-
nesjabæjar var undirritað í vik-
unni.
Tilurð samkomulagsins er að
Litla leikfélagið, sem var starfandi
í Garði, hefur hætt starfsemi sinni
og var ósk félagsins að fjármagn í
eigu þess renni til menningarmála
í Suðurnesjabæ.
Samkomulagið var kynnt
bæjarráði í síðustu viku þar sem
bæjarráð fól bæjarstjóra að móta
reglur fyrir sjóðinn.
Sjóðnum er ætlað að efla lista-
og menningarlíf í Suðurnesjabæ og
verður hægt að sækja um í sjóðinn
eftir ákveðnum reglum.
Gert er ráð fyrir að úthlutun
styrkja verði í höndum ferða-,
safna- og menningarráðs en reglur
um sjóðinn verða kynntar nánar
þegar þær hafa verið samþykktar
af bæjarstjórn.
Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri
stjórnsýslusviðs, og Bragi Einarsson, fyrir hönd Litla
leikfélagsins, undirrituðu samkomulagið.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir og afi,
BJÖRN RAGNARSSON
Hringbraut 57, Reykjanesbæ,
lést föstudaginn 25. september.
Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju 8. október klukkan 13:00.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur
vera viðstaddir athöfnina.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarreikning Kattholts.
Kt. 550378-0199, reikningur 113-26-000767
Guðmundur Örn Björnsson Ingibjörg Hallgrímsdóttir
Leifur Smári Guðmundsson
Þórhallur Björnsson
Guðbjörn Friðbjörnsson
4 // vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár