Víkurfréttir - 07.10.2020, Page 8
AGNAR GUÐMUNDSSON vildi bæta eigin heilsu og þann 6. febrúar 2016 var
Einar Skúlason (Gönguklúbburinn Vesen og Vergangur) með ferð um Prestastíg sem er
forn þjóðleið milli Hafna og Grindavíkur. „Við hjónin ákváðum að skrá okkur í þá ferð og
satt best að segja þá ætlaði ég alls ekki að fara enda veður vont og vetrarríki mikið. Ég hélt
ég myndi ekki lifa af þessa ferð en áhuginn var kviknaður og ég fór í fjórtán aðrar ferðir
vítt um breitt um Reykjanesið það sem eftir lifði febrúarmánaðar 2016,“ segir Agnar þegar
hann er spurður um hvað hafi vakið áhuga hans á fjallgöngum og útivist.
– Hvernig skipuleggur þú
þínar gönguferðir?
Almennt tek ég þátt í skipulögðum
ferðum, helst þar sem einhver
djörfung eða fíflaskapur ræður för.
Ef ég skipulegg ferðir á eigin vegum
þá er eitthvað sem hefur kveikt
áhuga minn, t.d. sögulegir atburðir
fyrri tíma, lítt þekktar og ókannaðar
þjóðleiðir eða ég hef séð eitthvað í
fyrri ferðum sem þarfnast nánari
skoðunar. Þá er byrjað að skipuleggja
ferðina á korti, hnit sett í staðsetn-
ingartækið, veður og birtuskilyrði
metin fyrir ferðina og svo bara lagt
í‘ann.
– Hvernig er best að búa
sig fyrir gönguferð?
Það fer alfarið eftir aðstæðum, veð-
urspá og lengd göngu. Almennt huga
ég að klæðnaði, öryggisþáttum, raf-
hlöðum fyrir tæki og mat sem dugar
þó eitthvað komi upp á.
– Hvernig klæðir þú
þig fyrir göngur?
Góðir skór, ull og skel eru lykilatriði
– dúnúlpa er líka með ef veður er
þurrt og kalt.
– Hvað skiptir mestu
máli í búnaði?
Skór, skór sem passa manni og
halda manni þurrum. Í raun það
eina sem maður þarf að hafa í lagi
áður en maður byrjar að ganga, svo
bætir maður við búnað eftir því
sem þarfirnar kvikna. Gott að vera
með skel úr öndunarefni ef von er
á votviðrum, brodda í snjó/klaka og
góðan ullarfatnað.
– Hvað er í bakpokanum?
Það er höfuðljós, húfa, vettlingar,
Íbúfen, hælisplástrar, nokkrir pokar
og pappír, sokkapar til skiptanna,
auka rafhlöður fyrir höfuðljósið.
Ekki langt undan er skelin og annar
búnaður.
– Hvernig nesti ertu með
á gönguferðum?
Gott brauð með smjöri, kæfu, ham-
borgarhrygg, eggjum og sultu, hálfur
lítri af vökva fyrir hverjar tvær
klukkustundir nema nóg af vatni sé
á leiðinni, þá þarf minna. Stundum
kjötsúpa eða hakk og spaghetti í
hitaboxi. Fyrir fjallgöngur er betra
að vera með orkuríkara nesti sem er
léttara.
skipta öllu máli
í gönguferðum
– segir Agnar Guðmundsson sem fékk mikinn áhuga á gönguferðum og fjallgöngum árið 2016.
Frá göngu um
Skógfellsstíg
með Gönguhópi
Suðurnesja í vor.
Mynd: Styrmir Jónsson
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Mynd ofan af
Kirkjufelli og
sést niður til
Grundarfjarðar.
8 // vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár