Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 11
Það var kátt á hjalla á Nettóvellinum þegar stelpurnar í Keflavík fengu afhenta silfurpeninga KSÍ eftir leik þeirra gegn Gróttu á sunnudag. Fyrir leikinn hafði Keflavík, ásamt Tindastóli, tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni á næsta ári enda hefur liðið átt góðu gengi að fagna í sumar. Eftir sautján umferðir hafa Keflvíkingar unnið þrettán sigra, gert þrjú jafntefli og tapað einum leik, Kefl- víkingar hafa skorað 45 mörk en fengið á sig sextán. Fyrirliðið Keflavíkur, Natasha Moraa Anasi, sagði eftir leik að markmiðið hefði verið að fara beint upp aftur. „Ég er rosalega sátt. Við náðum markmiði okkar, að fara beint upp aftur, og ég er mjög ánægt að við náðum að gera það,“ sagði Natasha sem hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík í ár. „Ég var að reyna að spila og hafa gaman á þessu tímabili. Síðasta tímabil var rosalega erfitt og eftir það settist ég niður með manninum mínum sem sagði mér bara að njóta.“ Þær ráðleggingar hafa hitt í mark því Natasha hefur farið fyrir liði sínu í sumar og er næstmarkahæst í deildinni, hefur skorað fjórtán mörk, auk þess að vera öflug bæði í vörn og sókn. Leiknum gegn Gróttu lyktaði með sannfærandi 3:1 sigri Keflvíkinga. Mörk Kefla- víkur skoruðu þær Paula Isabella Germino Watnick (3’), Natasha Moraa Anasi (15’) og Kristrún Ýr Holm (63’) sem átti stórgóðan leik og var valin maður leiksins. Eftir leik afhenti fulltrúi Knattspyrnusambandsins Keflvíkingum silfurmedalíur fyrir árangur tímabilsins og því var vel fagnað af liðinu og stuðningsmönnum þess. Til að gæta smitvarna sá fyrirliði Keflvíkinga, Natasha An asi, um að hengja verðlaunapeningana á liðsfélaga sína. Eitth vað voru henni þó mislagðar hendur eins og sjá má en allar fengu pening að lokum. SVEINDÍS JANE HEFUR EKKERT ÁKVEÐIÐ ENN Fyrrum liðsmaður Keflavíkur og heitasti leikmaður Pepsi Max-deildar- innar, Sveindís Jane Jónsdóttir, mætti á völlinn til að samgleðjast upp- eldisfélagi sínu þegar Keflavík lék við Gróttu. „Mér þykir rosalega vænt um þær, og Keflavík í heild, þannig að ég kom og hvatti þær. Mér fannst þær mjög flottar og spila flottan fótbolta. Ég er búin að fylgjast með þeim í allt sumar og er mjög sátt með þeirra gengi – ég samgleðst þeim,“ sagði Sveindís sem hefur heldur betur slegið í gegn í sumar, bæði með Breiða- bliki og íslenska A-landsliðinu. Sveindís er á láni frá Keflavík og leikur með Breiðabliki í efstu deild. Blikastelpur eru efstar eftir góðan sigur á Val sem eru helstu keppinautar þeirra um Íslandsmeistaratitilinn sem blasir nú við Blikum. Aðspurð um með hvaða liði hún sjái sig á næsta ári hafði Sveindís þetta að segja: „Ég hef ekki ákveðið neitt. Ég hef ákveðið að klára þetta tímabil og vera ekkert að hugsa um þetta núna. Ég hef fengið nokkur skilaboð í gegnum samfélagsmiðla en ég er að reyna að hunsa þetta – eins og ég segi þá hef ég ekkert ákveðið hvað ég ætla að gera. Árið í ár er búið að vera mjög skemmti- legt og viðburðarríkt, ég er mjög ánægt með þetta tímabil og hvernig ég hef þróast sem leikmaður,“ sagði Sveindís Jane að lokum. Sveindís fylgdist spennt með leik Keflavíkur og Gróttu, ásamt föður sínum og unnusta, og samgladdist fyrrum samherjum sínum innilega þegar þeim voru veitt verðlaunin fyrir annað sæti Lengjudeildar kvenna. Keflvíkingar fögnuðu að leik loknum MiðvikUdAgUr 7. OkTÓbEr 2020 // 38. TbL. // 41. Árg.sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.