Víkurfréttir - 07.10.2020, Qupperneq 18
Þá þessar línur eru ritaðar er
hinn fegursti haustdagur með
einstakri litarskrúð. Ég horfi út í
garðinn minn, lotningarfullur fyrir
þeim atburðum sem eiga sér stað.
Hneggið í svartþrestinum gefur
til kynna, að hann sé á varðbergi
yfir utanaðkomandi vá. Kettir ná-
grennisins ögra honum og aðrir
meðbræður hans í hópi fugla eru
ekki allir honum þóknanlegir. Þess
á milli tínir hann aldin af greinum
ilmreynisins, oft í félagsskap við
aðra þresti sem fá tímabundin
leyfi þá stundina. Hin ástarþrungna
söngrödd sem við fáum að njóta á
vormorgnum er nú lágstemmd,
en bregður þó fyrir öðru hverju.
Hvarvetna má líta aldin á trjám og
runnum. Rósagarðurinn skartar
einstöku blómum en þó aðallega
aldinum, afrakstur þess að að
baki er yndilegt sumar með mikilli
blómgun, hefði kófið ekki lagt stein
í götu okkar, hefði sumarið talist
fullkomið hér sunnanlands.
Nú er sá tími þá plöntur búa
sig undir vetrardvala. Þær skynja
haustið löngu áður en við sjáum
litarbreytingar á þeim, líklega um
leið og dag tekur að stytta. Fjöl-
ærar plöntur sem vaxa í tempraða
beltinu á jörðinni þurfa að kunna
undirbúa sig fyrir veturinn, annars
lifa þær ekki af. Þær þurfa að mynda
blóm nógu snemma svo fræin nái að
þroskast og tré og runnar þurfa að
flytja afurðir ljóstillífunnar í öruggari
geymslu, í stofninn eða ræturnar.
Þær fella laufblöðin, þó ekki fyrr en
þær hafa lokað sárinu sem myndast,
svo greinar og stofnar haldist ekki
opnir fyrir vatnstapi. Plöntur búa
yfir líffræðilegri klukku sem sólar-
ljósið stillir af. Kerfið allt er flókið
og eilífur vettvangur mannanna til
að hafa áhrif á með tilbúinni birtu,
hita og næringu. Haustlitadýrðin
er þar ekki undanskilin. Hún er til-
komin vegna efnahópa í grænu-
kornum blaðgrænunnar, og safa-
bólum plöntufrumna. Á haustin
skynjum við mest rauða og gula liti
á blöðunum. Styrkleiki litanna er fer
eftir sólaljósinu og hitasveiflum. Ef
dagshiti á haustin er hár og nætur-
hiti miklu lægri verða rauðir litir
áberandi. Plantan sjálf býr yfir einnig
yfir erfðaeiginleikum sem einkenna
hennar haustliti.
Sumarveðráttan
hefur lykiláhrif
Sumarveðráttan hefur lykiláhrif á
afkomu plantna næsta árs. Á þeim
tíma safnar hún orku og vexti til
framhaldslífs. Köld sumur, sólarlítil
og rigningasöm draga úr viðgangi
plantna, þær eru ver undirbúnar
undir vetrahvíld og upprisu aftur að
vori. Mörg slík sumur geta því riðið
þeim að fullu. Eftir einstakt sumar
með mikilli blómgun megum við eiga
von á enn meiri fegurð í ríki náttúr-
unnar að sumri komanda, svo fremi
náttúruöflin snúi ekki af leið.
Á vormánuðum 2019 var fengin til
afnota garðspilda í skrúðgarðinum
og eyrnamerkt æskunni. Hugmyndin
var að kynna hana fyrir gildi rækt-
unar til nytsemda og upplifunnar.
Málið var auðsótt enda grunnurinn
hér góður, leikskólar metnaðarfullir
og bæjarfélagið jákvætt. Í forsvari
var Suðurnesjadeild Garðyrkju-
félags Íslands í náinni samvinnu
við leikskólann Tjarnarsel. Þessi
spilda, kölluð Aldingarður æskunnar,
hefur á tímabilinu tekið miklum
breytinum. Aðkoman var slík, að
mikið hreinsunarstarf lá fyrir til að
fá notið þess sem þegar var í lagt.
Fallegur setgrágrýtissteinn verður
kennileiti garðsins til frambúðar,
nú merktur skjöldum í bak og fyrir.
Það er töluverð vinna sem liggur í
að halda slíkri spildu við. Það þarf
að hreinsa burt illgresið, og verja
plöntur gegn áhlaupi bæði vetur og
vor. Höfundur fékk því til fulltingis
Rótarýklúbb Keflavíkur til að leggja
hönd á plóg, enda þar fyrir mann-
auður til að takast á við verkefni
sem krefst líkamskrafta og hugvits.
Snarrótarkögglum, arfa og öðrum ill-
gresisplöntum hefur nú verðið þeytt
í sífellt atorkusamari jeppakerru höf-
undar, jarðvegur bættur og plantað í
garðinn haustlaukum, sumarblómum
og nú í sumar 20 nýjum rósayrkjum
sem öll hafa blómgast og fengið
meðbyr í upphafi. Rósirnar hafa
verið merktar á einfaldan hátt, en
gefandi til upplýsinga fyrir áhuga-
sama. Þau ávaxtatré sem gróðursett
voru, hafa fengið sérstaka umönnun
og fá hlífðarföt yfir veturinn.
Sígrænir runnar augnayndi
Við höfum fengið styrki til að sinna
þessu verkefni, þar með talið veg-
legan styrk úr verkefnasjóði Rótarý-
umdæmisins á Íslandi auk þess um-
hverfistyrk frá Krónunni. Á döfinni
er að taka neðsta hluta garðsins til
endurskipulags með því að moka
þar út jarðvegshroða og setja betri
í staðinn, planta síðan sígrænum
runnum af ýmsum gerðum sem
getur orðið mikið augnayndi, ef vel
heppnast. Rótarýfélagar minntust
þess á dögunum í orði og verki,
að þeir eru verndarar þessa verk-
efnis með því að hreinsa illgresi úr
garðinum, planta haustlaukum og
hengja síðan á bakhlið steinsins
ofannefnda skilti, hannað af einum
félaga klúbbsins þessu til áréttingar.
Ætíð eru leikskólabörnin á Tjarna-
seli tilbúin að leggja okkur lið við
verkefnið með sínum glaðværa opna
hug. Þau ljúka nú undirbúningi vetr-
arhvíldarinnar með gróðursetningu
haustlauka, sem birta munu litskrúð
sína að vori okkur öllum til dýrðar.
Konráð Lúðvíksson, læknir.
„Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
lýsir þungum áhyggjum vegna
stöðu atvinnumála í Sveitar-
félaginu Vogum og á Suðurnesjum.
Samkvæmt spá Vinnumálastofn-
unar fyrir ágúst 2020 er gert ráð
fyrir að atvinnuleysi, almennt
og minnkandi starfshlutfall, telji
um 17% á Suðurnesjum og 13% í
Sveitarfélaginu Vogum.
Útlit er fyrir að staðan versni enn
frekar á komandi vikum og mán-
uðum en frá því þessar tölur voru
birtar hafa borist upplýsingar um
fjöldauppsagnir á svæðinu. Fjöldi
einstaklinga á atvinnuleysisskrá er
hvergi meiri á einu landsvæði en á
Suðurnesjum,“ segir í bókun bæjar-
ráðs Sveitarfélagsins Voga frá því
á dögunum í tengslum við yfirlit
Vinnumálastofnunar um atvinnu-
leysistölur í ágústmánuði.
Í ljósi þróunar á heimsfaraldri
Covid-19 og þeirra sóttvarnaað-
gerða sem stjórnvöld hafa gripið
til, þá er ástand og horfur í atvinnu-
málum nú enn meira áhyggjuefni
en var fyrir nokkrum vikum síðan.
Eftir að heldur birti til á sumar-
mánuðum þá standa nú fjölmörg
atvinnufyrirtæki frammi fyrir
samdrætti í starfsemi þeirra, sem
veldur tekjufalli og hefur í för með
sér fækkun starfsfólks. Framundan
er erfiður tími fyrir fjölmarga ein-
staklinga og heimila vegna atvinnu-
missis og óvissu í atvinnu- og fjár-
málum, segir jafnframt í bókuninni.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
beinir ákalli til ríkisstjórnar og al-
þingismanna um að vinna með
sveitarfélögum á Suðurnesjum og
aðilum vinnumarkaðarins að því að
leita allra mögulegra leiða til þess að
mæta þeim miklu áskorunum sem
samfélagið stendur frammi fyrir og
leita leiða til að koma hjólum flug-
tengdrar starfsemi í gang að nýju.
Bæjarráð skorar jafnframt á ríkis-
valdið að styðja við sveitarfélagið
vegna mikils samdráttar í tekjum
þeirra, þannig að hægt verði að
halda uppi eðlilegri þjónustu við
íbúa.
Neyðarstig almannavarna
hefur áhrif á heilsugæsluna
Flestir læknatímar á dagtíma á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja verða hringdir út. Þetta er gert vegna neyðarstigs almannavarna sem
tók gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fyrirkomulagið verður þar til annað
verður ákveðið.
Slysa- og bráðamóttaka verður áfram opin allan sólarhringinn og lækna-
vaktin síðdegis og um helgar verður áfram opin en skjólstæðingar eru beðnir
um að hringja á undan sér í síma 422-0500 og bóka tíma.
Þjónustan gæti tekið breytingum eftir því sem á líður, þannig að rétt er að
fylgjast vel með tilkynningum á Facebook-síðu HSS og á www.hss.is næstu
daga, segir í tilkynningu sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birti á heima-
síðu sinni.
Aldingarður
æskunnar
undirbúinn fyrir
vetrarhvíld
Framundan er erfiður tími fyrir
fjölmarga einstaklinga og heimili
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum vegna
stöðu atvinnumála í Sveitarfélaginu Vogum og á Suðurnesjum
FIMMTUDAG KL. 20:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
18 // vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár