Víkurfréttir - 07.10.2020, Blaðsíða 19
Gera ráð fyrir
nýjum sjótöku-
holum
HS Orka hefur óskað eftir
að breyta deiliskipulagi iðn-
aðar- og orkuvinnslusvæðis á
Reykjanesi. Tilgangur breyt-
inga er að gera ráð fyrir nýjum
sjótökuholum. HS Orka
vinnur jafnframt að mats-
skyldufyrirspurn til Skipu-
lagsstofnunar vegna þessara
framkvæmda. Umhverfis- og
skipulagsráð Reykjanesbæjar
hefur samþykkt að auglýsa
tillöguna.
Heimila nýjan
þjónustuveg
Skipulagsyfirvöld Keflavíkur-
flugvallar hafa auglýst tillögu
að breytingu á aðalskipulagi
og breytingu á deiliskipulagi
NA-svæðis Keflavíkurflug-
vallar. Meginbreyting skipu-
lagsáætlana felur í sér heimild
fyrir nýjum þjónustuvegi milli
Reykjanesbrautar og Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar.
Umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar gerir ekki
athugasemdir við skipulagið
en vísar í fyrirvara um Aðal-
skipulag Reykjanesbæjar.
Almennings-
garður og skóla-
lóð í deiliskipulag
Skipulagsfulltrúi hefur óskað
heimildar til að vinna deili-
skipulag fyrir almennings-
garð og skólalóð ásamt Græ-
násbraut á Ásbrú í samræmi
við rammaskipulag dagsett
janúar 2020. Umhverfis- og
skipulagsráð Reykjanesbæjar
hefur heimilað að hefja vinnu
við deiliskipulagið.
Kannabisræktun
stöðvuð á Ásbrú
Lögreglan á Suðurnesjum
stöðvaði kannabisræktun á
Ásbrú í vikunni sem leið. Við
húsleit, að fenginni heimild,
fundust nokkrar plöntur og
búnaður til ræktunar. Hvoru
tveggja var haldlagt til eyð-
ingar.
Svipt ökurétt-
indum ævilangt
Ökumaður sem lögregla tók
úr umferð í síðustu viku
reyndist vera undir áhrifum
fíkniefna, að því er sýnatökur
á lögreglustöð sýndu. Við-
komandi var svipt ökurétt-
indum ævilangt og bifreiðin
sem hún ók var jafnframt
ótryggð svo skráningarnúmer
voru fjarlægð. Þá voru fáeinir
ökumenn kærðir fyrir of
hraðan akstur. Sá sem hraðast
ók mældist á tvöföldum há-
markshraða í Keflavík, eða 60
km hraða þar sem hámarks-
hraði er 30 km.
Slökkviliðsmenn úr Reykjavík heimsóttu slökkviliðsminjasafnið á Fitjum í
Njarðvík í vikunni. Ekki til að skoða munina á mögnuðu safninu heldur til
að fækka fötum og sitja fyrir á myndum sem fara á árlegt dagatal Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins. Keflvíkingurinn Kristmundur Carter er einn
af liðsmönnunum en var fullklæddur þegar Víkurfréttamenn litu inn.
„Við prentum tvöþúsund og fimm hundruð dagatöl og seljum þau öll.
Slökkviliðsmenn eru fyrirsæturnar og pósa hér vinstri hægri. Förðunar-
kona er á staðnum til að gera þetta sem raunverulegast. Ágóðann höfum
við notað í söfnunarsjóð vegna alheimsleika slökkviliðsmanna sem hóp-
urinn hefur sótt. Þá höfum við líka notað hluta ágóðans til að styrkja góð
málefni. Þetta er búið að vera árlegt verkefni síðan 2007, mjög skemmti-
legt,“ sagði Kristmundur sem var ljósmyndaranum og liðsmönnum sínum
til aðstoðar.
Slökkviliðsmenn
fækka fötum
Klipping og greiðsla
með viðhafnargrímu
Grímur eru víða skylda og síðustu daga hefur grímunotkun
aukist víða og mælt með því. Hárgreiðslukonurnar á Pro-
moda í Reykjanesbæ láta það ekki á sig fá og ekki heldur
viðskiptavinirnir eins og sjá má á þessum myndum. Linda
Hrönn Birgisdóttir t.v. var með viðhafnarútgáfu af grímu
en samstarfskonur hennar, þær Svala Úlfarsdóttir og Marta
Teitsdóttir létu sér duga hefðbundnar grímur, sem og við-
skiptavinirnir.
vÍkUrFrÉTTir Á SUðUrNESJUM Í 40 Ár // 19