Feykir - 14.08.2019, Blaðsíða 5
Fótbolti - 2. deild karla
Svekkjandi tap á Dalvík
Fimmtudagskvöldið 8. ágúst
fór fram leikur Dalvík/Reynis
og Tindastóls í 2. deild karla
á Dalvíkurvelli. Þetta var mjög
mikilvægur leikur til þess að
vinna en niðurstaðan
svekkjandi 3-2 tap.
Tindastóll var betri aðilinn í
fyrri hálfleik og fengu góð færi
en náðu ekki að nýta sér það,
þeir fengu einnig vítaspyrnu
sem Benjamín misnotaði. Rétt
fyrir hálfleik komst Tindastóll
yfir með marki frá Aðalgeiri
Axelssyni gott mark og staðan í
hálfleik 0-1 fyrir Tindastól.
Dalvík/Reynir komu sterkir
til baka í þeim síðari og á 57.
mínútu fengu þeir vítaspyrnu.
Sveinn Margeir tók spyrnuna
og skoraði úr henni og staðan
orðinn 1-1. Á 72. mínútu
komst Dalvík/Reynir í 2-1
þegar Halldór Broddi varð fyrir
því óláni að setja boltann í sitt
eigið mark. Sjö mínútum síðar
kom þriðja mark Dalvík/
Reynis, þar var á ferðinni
Þröstur Mikael sem skoraði
markið. Þremur mínútum
síðar eða á 82. mínútu náði
Tindastóll að minnka muninn
úr vítaspyrnu sem Konráð
Freyr tók. Lengra komust
Tindastóll ekki og öll þrjú
stiginn fóru til Dalvíkur/
Reynis. /EÍG
Addi Ó og félagar lutu í gras á Dalvík.
MYND: ÓAB
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF
Golf
Vallarmet á Hlíðarenda í kulda og trekki
Fimmtudagskvöldið 8. ágúst
fór fram leikur Tindastóls og
Þróttar Reykjavík í Inkasso
deild kvenna á Sauðárkróks-
velli. Leikurinn var algjörlega
eign Þróttar og getum við
sagt að þetta var ekki dagur
Tindastóls á fimmtudaginn.
Leikurinn endaði með
stórsigri Þróttar 0-7.
Fyrstu mínúturnar voru virki-
lega skemmtilegar og spenn-
andi og ætlaði hvorugt liðið að
tapa þessum leik. Á 9. mínútu
leiksins kom fyrsta mark
leiksins og var það Álfhildur
Rósa sem gerði það. Aðeins
þremur mínútum síðar skoraði
Þróttur aftur en í þetta skipti
skoraði Linda Líf. Staðan 0-2
eftir tólf mínútur. Á 27. mínútu
kom þriðja markið og var það
Andrea Rut sem skoraði það og
útlitið ekki gott fyrir Tindastól.
Nú er bara áfram gakk og næsti leikur MYND: ÓAB
Körfuknattleiksdeild
Tindastóls hefur samið við
Slóvenann Sinisa Bilic til að
spila með liðinu á komandi
tímabili. Bilic er fæddur árið
1989 og er öflugur framherji
og mun vonandi hjálpa liðinu
í vetur. Hér fyrir neðan má sjá
fréttatilkynningu frá
körfuknattleiksdeild
Tindastóls.
Slóveninn Sinisa Bilic mun
leika með Tindastól í vetur,
Bilic er tveggja metra framherji
og mun styrkja okkur á báðum
endum vallarins.
Bilic er fjölhæfur leikmaður
sem getur sett boltann í gólfið
og keyrt á körfuna, ásamt því
Fótbolti - Inkasso kvenna
Stórt tap hjá Tindastólsstúlkum
gegn Þrótti Reykjavík
Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á
Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða
fimm höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti
hann á miðvikudagsmóti 7. ágúst þrátt fyrir kulda og
nokkurn vind.
Arnar Geir, sem spilað hefur vel undanfarnar vikur, fékk
alls sjö fugla og tvo skolla og kom því í hús á 67 höggum.
Skorkortið verður sett í ramma og hengt upp í skála
GSS.
Þess má geta að flestir atvinnumenn yrðu alsælir
með þennan árangur.
Aðrir golfarar stóðu sig flestir vel í mótinu og létu
kuldann ekki bíta á sig enda sjóðheitir í sveiflunni. /EÍG Arnar Geir setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli.
MYND: AÐSEND MYND
Það skánaði ekki þegar
Þróttur komst í 0-4 með
marki frá Lauren Wade og
staðan í hálfleik 0-4 fyrir
Þrótti.
Þegar aðeins voru liðnar
fimm mínútur af seinni
hálfleiknum fékk markvörður
Þróttar beint rautt spjald fyrir
að verja með höndunum
utan vítateig en því miður
breytti það engu fyrir
Tindastól því Þróttur skoraði
fimmta markið aðeins ellefu
mínútum eftir rauða spjaldið
og skoraði Linda Líf í annað
skipti í leiknum. Sjötta mark
Þróttar kom á 70. mínútu og
var það Olivia Marie Bergau
sem skoraði það. Besta færi
Tindastóls í leiknum kom
strax eftir sjötta mark Þróttar
þegar Murielle Tiernan kom
með góðan bolta inn í og náði
Laufey frábærum skalla en
boltinn hafnaði í slánni. Á 81.
mínútu leiksins kom sjöunda
markið og var Olivia Marie
Bergau aftur á ferðinni.
Lokatölur á Sauðárkróksvelli
0-7 fyrir Þrótti. /EÍG Körfubolti
Sinisa Bilic í Tindastól
að vera lunkinn þriggja stiga
skytta.
Við bjóðum Sinisa Bilic
velkominn í hópinn. /EÍG
Vertu velkominn Sinisa Bilic eða
Dobrodošli svo við séum líka með
þetta á slóvensku. MYND: AF NETINU
Fótbolti - 4. deild karla
Öflugur sigur K/H manna
á Hvíta riddaranum
Á laugardaginn fékk
Kormákur/Hvöt (K/H) lið
Hvíta riddarans í heimsókn á
Blönduósvelli. Leikurinn var
gríðarlega mikilvægur fyrir
Kormák/Hvöt, því ef þeir
ætluðu að eiga möguleika á
sæti í úrslitakeppni 4. deildar
urðu þeir að vinna leikinn.
Leikmenn K/H mættu af
miklum krafti inn í leikinn og
strax á 8. mínútu kom fyrsta
mark leiksins þegar Siggi
Aadnegard gaf boltann inn í
teiginn og eftir smá klafs barst
boltinn til markamaskínunnar
Diego sem setti boltann í
varnarmann og þaðan í netið.
Áhorfendur þurftu ekki að bíða
lengi eftir öðru marki en K/H
fékk aukaspyrnu á vinstri
kantinum, hana tók Sergio og
kom hann með frábæra
sendingu inn í teiginn þar sem
Siggi Aadnegard afgreiddi
boltann af mikilli fagmennsku.
Alger drauma byrjun hjá K/H
og staðan orðin 2-0 eftir aðeins
12. mínútur. Áfram héldu K/H
að spila vel og þrátt fyrir margar
góðar tilraunir kom þriðja
markið ekki fyrr en á 41.
mínútu þegar Siggi kom aftur
með góða fyrirgjöf, þar sem
marka-Diego var mættur og
kláraði færið snyrtilega. Svo á
loka mínútu hálfleiksins kom
flottasta mark leiksins, en þá
byrjaði K/H með boltann í
vörninni þar sem hann gekk
manna á milli, barst inn á
miðjuna þar sem var síðan
skipt hratt um kant og Óskar
Smári kom með hárnákvæma
sendingu á Diego sem var
réttur maður á réttum stað og
fullkomnaði þrennuna og K/H
komnir í 4-0 og þannig var
staðan í hálfleik.
Í seinni hálfleik náði Hvíti
Riddarinn að minnka muninn
á 58. mínútu en lengra
komumst þeir ekki. Lokatölur
leiksins 4-1 sanngjarn og
sannfærandi sigur K/H stað-
reynd. Liðið spilaði sinn besta
leik í sumar og mjög gaman að
sjá hve vel spilandi liðið er.
Augljóst var að leikmenn
liðsins höfðu mikla löngun til
að vinna leikinn og liðsheildin
var mjög sterk. Með sigrinum
er K/H kominn með það í sínar
hendur að komast í
úrslitakeppnina en liðið á tvo
leiki eftir og vinnist þeir leikir
er úrslitakeppnin staðreynd.
/EÍG
Hér er mynd af þeim Ingva Rafni
Ingvarssyni, Bjarka Má Árnasyni,
Ágústi Friðjónssyni og Miguel Martinez
eftir sigurinn á laugardaginn.
MYND: AF FACEBOOK
30/2019 5