Feykir


Feykir - 14.08.2019, Blaðsíða 8

Feykir - 14.08.2019, Blaðsíða 8
Ef það er um það bil þannig að maðurinn í núverandi mynd sinni hafi komið fram fyrir fáum milljónum ára, ekki tekið sér fasta búsetu og hafið ræktun lands fyrr en fyrir 10.000 árum og ekki innleitt tækni né hafið eiginlega auðlindanýtingu og orkubrennslu í stórum stíl fyrr en undir 1800 þá verður að segjast að allt hefur verið að gerast á síðustu 200 árum eða svo. Áætlað hefur verið að fjöldi manna gæti hafa verið um 5 milljónir fyrir 10.000 árum og líklega á bilinu 3 til 600 milljónir við Kristsburð fyrir um 2000 árum. Líklegt er talið að fjöldi manna hafi verið um 1 milljarður um 1800 og mannskepnan ekki svo mjög farin að hafa áhrif á umhverfi sitt. Núna réttum 219 árum síðar erum við 7,7 „Maður og náttúra, nýtilkominn sambúðarvand“ Hörður Ríkharðsson kennari í Blönduskóla og fyrrum Alþingismaður. MYND: ÚR EINKASAFNI Hörður Ríkharðsson ÁSKORANDINN bladamadur@feykir.is milljarðar og stærsta viðfangsefni samtímans er að ná tökum á þeim áhrifum sem við höfum á umhverfi okkar. Tvöhundruð ár er ofboðslega skammur tími í sögu mannsins að ekki sé talað um í sex milljarða ára sögu alheimsins. Mér finnst að fólk ætti að gefa sér tíma til að hugleiða þennan stutta tíma og þennan mikla fjölda. Ótrúlegt er að heyra stundum sagt að hitt eða þetta hafi nú löngum verið svona eða hinsegin þegar staðreynd er að fyrir augnabliki þá voru mjög fáir menn á jörðinni og eiginlega ekkert um að vera. Tvöhundruð ár af stanslaust vaxandi auðlindanýtingu og kolefnalosun virðist vera á örskömmum tíma að gjörbreyta lífsskilyrðum okkar. Ég tel það stærstu skyldu allra manna að staldra við og hugleiða þessi mál og lesa sér til í hverri viku. Vonandi er þessi vandi ekki svona mikill og vonandi eru lausnir handan við hornið, en á meðan ekki er sýnt fram á hvoru tveggja verður að virkja alla. Skylda upplýstra, menntaðra og ríkra þjóða er meiri en annarra. Allt annað mál – um páskana fór ég til New York og sá að enn er verið að byggja 65 hæða hús á Manhattan eyju. Við ókum í tvo og hálfan tíma upp í sveit í Connecticut, þar var enginn að byggja og sumir á förum. Alltaf jafn erfitt að skilja þetta, hvar sem maður er í heiminum. Furðuleg skepna, mannskepnan. Ég skora á Sigríði B Aadnegard skólastjóra á Húnavöllum að skrifa grein. Réttir Food Festival 2019 Spennandi matarhátíð á Norðurlandi vestra Næstkomandi föstudag hefst í fyrsta skiptið matarhátíð sem kallast Réttir - Food Festival og fer fram á ýmsum stöðum á Norðurlandi vestra. Gestum verður boðið upp á skemmtilega upplifun og fræðslu um mat og menningu á svæðinu. Fjölmargar uppákomur verða þá tíu daga sem hátíðin stendur, allt frá Laugarbakka í Miðfirði, út í Fljót í Skagafirði. Veitingahúsaeigendur og framleiðendur á svæðinu standa að hátíðinni en Þórhildur María Jónsdóttir, umsjónarmaður Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, er í forsvari. Feykir leitaði til hennar með nokkrar spurningar varðandi hátíðina. „Með Réttir food festival langar okkur að beina sviðsljósinu að öllum þeim kræsingum, sem framleiðendur og veitingamenn á Norðurlandi vestra eru að töfra fram hér árið um kring. Þetta langar okkur að kynna fyrir gestum svæðisins og ekki síður heimafólkinu,“ segir Þórhildur. Þema hátíðarinnar og aðalinntakið er að vörurnar séu framleiddar og/eða fram- reiddar á Norðurlandi vestra en með því kynnast gestir allri gróskunni í matvælaframleiðslu svæðisins, gömlum hefðum hennar en einnig framsæknum nýjungum. Hverjir standa að verkefninu? „Þetta er samstarfsverkefni Ferðamálafélaganna þriggja í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði og hlaut það styrk úr Uppbyggingarsjóði sóknar- áætlunar landshlutans. En svo eru það auðvitað veitingastaðirnir og fram- leiðendurnir, sem með sínum fjölbreyttu viðburðum bera matarhátíðina uppi þegar á hólminn er komið.“ Þórhildur segir aðspurð um hennar aðkomu að verkefninu vera á þá leið að í gegnum störf hennar tengdum ferðaþjónustu hafi hún alltaf dáðst að fjölbreytninni í veitinga- mennskunni á svæðinu og í gegnum starfið í Vörusmiðjunni hefur hún fengið enn betri yfirsýn yfir þá frábæru framleiðendur, sem eru að gera flotta hluti. „Þetta fannst mér þurfa að draga fram og þá væri hátíð, sem þessi rétti vettvangurinn. Við hvetjum fólk til að notfæra sér þetta stórkostlega tækifæri til að kynnast öllu því besta í matarflórunni okkar. Svo er um að gera að sækja viðburði sem víðast og kynnast um leið svæðinu og fólkinu.“ Inni á heimasíðunni rettir.is eru viðburðum raðað eftir tímasetningu og þar geta gestir fengið nánari upplýsingar og bókað sig inn á viðburðina á einfaldan hátt. Verðlagning er mjög hófleg og jafnvel nokkrir viðburðir fólki að kostnaðar- lausu. /PF Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum Jóhann Björn og félagar sigruðu í 4x100m Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsíþróttum fór fram um helgina þar sem keppt var í fjórum deildum: Ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild. Íslendingar kepptu í 3. deild ásamt tólf öðrum liðum, og fór sú keppni fram í Skopje í Norður- Makedóniu 10.-11. ágúst. Keppt var í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki og voru þrír Skagfirðingar meðal þátttakenda, tveir keppendur og einn þjálfari. Ísak Óli Traustason keppti í 110m grindarhlaupi og lang- stökki, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson keppti í 100m hlaupi og 4x100m boðhlaupi, báðir liðsmenn UMSS. Sigurður Arnar Björnsson, verkefnastjóri landsliða FRÍ og aðalþjálfari frjálsíþrótta- deildar Tindastóls, var í fylgdarteymi liðsins. Eftir að serbneska sveitin var dæmd úr leik varð ljóst að Íslendingar stóðu efstir og keppa því í 2. deild næst. „Þegar lokið var keppni í helmingi greina í Evrópu- bikarkeppninni, 3. deild, var staða efstu liða þessi: 1. Serbía 230 stig, 2. Ísland 222 stig og 3. Bosnía-Herzegovína 206 stig. Tindstælingarnir í hóp- num stóðu sig vel. Jóhann Björn Sigurbjörnsson var í sigursveit Íslands í 4x100m boðhlaupi, og varð í 4. sæti í 100m hlaupi. Ísak Óli Traustason endaði í 4. sæti í 110m grindahlaupi og 6. sæti í langstökki“. /PF Sigursveitin í 4x100m. Juan Ramon, Jóhann Björn, Kolbeinn Höður og Ari Bragi. MYND: FRÍ 8 30/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.