Feykir - 14.08.2019, Blaðsíða 7
Ekki nóg með það þá er komið
flott, öflugt og smá saman
fjárhagslega sjálfstætt unglinga-
ráð um yngri flokka. Nokkuð
sem hafði ekki verið í þó
nokkuð mörg ár í knatt-
spyrnudeild Tindastóls.
Staða deildarinnar í dag, 18
mánuðum eftir ,,hrun", er því
að hún er skuldlaus og komin
með unglingráð sem komið er
með eigin kennitölu. Afrek eða
jafnvel kraftaverk segi ég
hreinlega.
En aftur að boltanum, á
haustmánuðum árið 2018 var
ljóst að við værum á leiðinni
upp í Inkasso-deildina á ný þar
sem afar vel gekk í 2. deildinni.
Henni lauk svo með úrslitaleik
gegn Augnabliki á Króknum í
leik sem tapaðist 1-1 (jafntefli
s.s. nægði Augnabliki til að
verða efstir). En af frammistöðu
liðsins okkar þetta sumarið var
ég afar stoltur og ekki síður
þeirri staðreynd að í þessum
leik var völlurinn fullur af
stuðningsmönnum og stemm-
ingin ógleymanleg. Nokkuð
sem mun lifa lengi í
minningunni. Fólkið okkar
hefur og mun greinilega áfram
standa með okkur í gegnum
súrt og sætt.
Við tók annað undirbúnings-
tímabil og nú var ljóst að ég yrði
að vera meira á Akureyri en
áður, fjölskylda mín einfaldlega
krafðist þess og ég sjálfur líka.
Úr varð nú samt að ég myndi
halda áfram en nú með Guðna
Þór Einarsson mér við hlið, en
ekki sem aðstoðarmann. Aftur
er það ákvörðun sem ég sé ekki
eftir. Samstarfið í ár hefur
gengið afar vel þó ljóst sé að
næstu sex vikur verði ansi
þungar þar sem ég er nýverið
búinn að taka að mér nýtt starf á
Akureyri sem veldur því að ég
er enn minna á Króknum en
vonandi ber okkur gæfa til að
klára þetta saman á fullu.
En aftur að fótboltanum.
Undirbúningstímabilið hjá
stelpunum gekk vel í mjög
stuttu máli sagt. Við unnum
flesta leiki og fórum alla leið í
úrslitaleik Lengjubikarsins í lok
apríl sem tapaðist á dramatískan
hátt í vítaspyrnukeppni.
Tímabilið okkar hófst svo í
byrjun maí og hefur gengið
frábærlega hingað til, við sitjum
í fjórða sæti, en smá skugga
hefur borið á vegna meiðsla
undanfarið og hætt við því að
róðurinn gæti aðeins þyngst í
lokin. Það er þó engan bilbug á
okkur að finna og við munum
halda áfram að reyna að gera
okkar besta til að fólk á
Króknum sé stolt af okkur.
Hvernig hefur samstarf þitt
og Guðna verið?
Samstarfið við Guðna hefur
verið algjörlega einstakt, hann
hringir oftar í mig en konan
mín og konan mín hringir ansi
oft. Við erum orðnir nánir vinir
og tölum saman um allt milli
himins og jarðar, án hans myndi
ég einfaldlega ekki vera ennþá
við störf, því mann með þessa
fórnfýsi fyrir mig mun ég aldrei
finna annarsstaðar. Ómetan-
legur vinur og samstarfsfélagi.
Hversu mikilvægt er að hafa
þennan íslenska kjarna og
ég tala ekki um svona marga
unga og efnilega leikmenn?
Að hafa heimamenn skiptir
alltaf miklu máli því þá ná
bæjarbúar betri tengingu við
liðið. Fólk kemur frekar á
völlinn ef það þekkir til þeirra
sem eru að spila og getur tengt
við liðið á þann hátt. Einnig
verður samkennd hópsins meiri
og betri. Hvaðan svo liðs-
styrkurinn kemur, hvort sem
það er frá Íslandi eða erlendis
skiptir hins vegar litlu máli.
Þið hafið verið ansi heppin
með erlenda leikmenn þá
sérstaklega framherjann
Murielle Tiernan sem hefur
skorað og skorað fyrir ykkur
hversu mikilvæg er hún
fyrir liðið?
Eins og ég kom að áðan þá er
eiginlega ekki hægt að setja það
í orð hversu mikilvæg Murr er
þessu liði, hún er frábær
karakter, frábær leikmaður og
liðsmaður. Hún gerir aðra í
kringum sig betri og hefur
ótrúlegt jafnaðargeð. Ég vil líka
koma því á framfæri að hinar
erlendu stelpurnar okkar hafa
báðar sömu áhrif og Murr en
það ber minna á því, því þær
skora minna af mörkum.
Eftirminnilegasta augna-
blikið sem þjálfari
Tindastóls?
Eftirminnilegasta augnablikið
er klárlega 6-5 sigurinn á Gróttu
síðasta sumar, sigurinn sem fór
langt með að tryggja okkur upp
aftur í Inkasso-deildina. Við
vorum 2-5 undir þegar um 20
mínútur voru eftir en skoruðum
fjögur mörk á síðustu 20 mín-
útum og unnum leikinn. Ég var
nálægt því að grenja úr
geðshræringu eftir þann leik.
Leikur sem mun aldrei nokkurn
tíman gleymast.
Hvernig lítur framtíðin út
hjá þér?
Úff þessi er erfið, framtíðin sem
fótboltaþjálfari er alltaf hálf
óljós, ég er nýverið búin að hefja
störf sem Íþróttafulltrúi hjá Þór
á Akureyri og mun þurfa að
einbeita mér vel að því starfi
næstu mánuði. En ég mun klára
sumarið með stelpurnar okkar
svo lengi sem vilji allra er
þannig. Í haust metum við svo
stöðuna og sjáum hvað fólk vill
gera. Ég hef engar áhyggjur af
kvennaliðinu okkar í fram-
tíðinni ef rétta fólkið mun
stjórna knattspyrnudeild
Tindastóls áfram.
Eitthvað að lokum?
Kæru Sauðkrækingar, mig
langar að þakka ykkur fyrir
ómetanlegan stuðning í minn
garð og stelpnanna okkar allra.
Þessi tími minn hjá Tindastól,
hvort sem hann er að líða undir
lok eður ei, hefur verið
algjörlega frábær þó hann hafi
stundum verið erfiður. Ég vona
að allir muni minnast þessa
tíma með brosi á vör og að nú sé
bara rétt að hefjast vegferð til
langs tíma af gleði og góðs
fótbolta á Króknum segir Jón
Stefán að lokum.
spennandi leikmönnum. Tíma-
punkturinn til að treysta á
þessar ungu stelpur var gott þar
sem um haustið féll liðið niður
í 2. deild og því nákvæmlega
engu að tapa að gefa þessum
stelpum sénsinn. Einnig var
strax tekin ákvörðun um að við
myndum skapa okkar eigin
hugmyndafræði og okkar eigin
metnað, sem var í stuttu máli
byggður á mun hærri og meiri
kröfum en tíðkast í 2. deildar
liðum yfir höfuð.
Þetta gekk hægt til að byrja
með, við unnum ekki lið eins
og Fjarðabyggð, Einherja og
fleiri lið sem við áttum svo
nokkrum mánuðum síðar eftir
að gjörsamlega kjöldraga innan
vallar um sumarið með stórum
sigrum. Okkur gekk illa að
skora og var því tekin ákvörðun
um að taka eina erlenda stelpu
inn til að hjálpa okkar stelpum.
Jesús minn hvað það var
gæfurík ákvörðun! Upp úr
hattinum kemur Murielle
Tiernan eða bara Murr eins og
við köllum hana. Eins og þeir
segja á hennar móðurmáli, the
rest is history.
Á ýmsu gekk utan vallar
heldur betur á þessum sama
tíma og er það sá tími sem ég
verð að viðurkenna að ég væri
alveg feginn að vera laus við að
upplifa aftur. Vegna algjörlega
óknattspyrnutengdra mála sem
allir þekkja fór stjórnin frá og
ég var allt í einu orðinn for-
maður knattspyrnudeildar í
nokkra mánuði, án prókúru þó.
Á aðalfundi (þeim þriðja í
röðinni) vorið 2018 kom svo í
ljós endanlega að deildin var
gjörsamlega stórskuldug og
staðan mjög slæm. Á tímabili
fengum við ekki greidd laun og
á tímabili bara hluta launa, svo
slæmt var ástandið. Eins væmið
og það kann þó að hljóma þá
kom bara ekki til greina annað
en að halda áfram starfinu, ég
var orðinn of náinn stelpunum,
Guðna, Óskari og Konna til að
ég gæti stokkið frá. Aftur segi
ég, ég sé ekki eftir því í dag.
Um vorið tók svo heldur
betur að rofa til þegar ný stjórn
kom til sögunnar og þar verð ég
að nafngreina eina ákveðna
manneskju sérstaklega, Helgu
Dóru Lúðvíksdóttur, sú ágæta
kona ásamt auðvitað öllu hinu
fólkinu í okkar mögnuðu stjórn
hefur gjörsamlega lyft
grettistaki á undanförnu ári
fyrir þessa deild og orðið til
þessa að í dag er deildin
skuldlaus. Já skuldlaus, það er
bara alveg hreint rosalega
magnað afrek hjá stjórninni.
Jónsi að koma skilaboðum inn á völlinn. MYND: ÓAB
Tindastólsliðið sumarið 2018. MYND:PF
Sigurlína kona Jónsa og synir þeirra Aron geir og Hilmar Daði.
MYND: ÚR EINKASAFNI
30/2019 7