Feykir


Feykir - 14.08.2019, Blaðsíða 12

Feykir - 14.08.2019, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 30 TBL 14. ágúst 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Það var ekki laust við að það væri blautt og kalt á vellinum á laugardeginum en þó kannski heldur skárra veður en spámenn höfðu gert ráð fyrir. Sólargeislar létu sjá sig annað veifið og voru vel þegnir. Að kvöldi laugardags bætti í vindinn og rigninguna og boðið var upp á viðvarandi vosbúð á sunnudeginum. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu. Elstu menn muna ekki annað eins veður á Króksmóti en þrátt fyrir það tókst mótshald með miklum ágætum. Hér eru nokkrar myndir frá laugardeginum þó sunnudagurinn hafi kannski frekar staðið undir því nafni. Myndir Óli Arnar. /ÓAB Króksmótið í knattspyrnu Veðurguðunum gefið langt nef SveitaSæla í Skagafirði LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ REIÐHÖLLINNI SVAÐASTÖÐUM Á S AUÐÁRKRÓKI 17. ÁGÚST 2019 Sýningin er opin frá kl. 10:00-17:0 0 og er aðgangur ókeypis. Veitingasala er á vegum Kiwaniskl úbbsins Freyju – allur ágóði rennur til góðra mále fna í heimabyggð. DAGSKRÁ SVEITASÆLU 2019 Föstudagur 16. ágúst FÁKAFLUG – Opið gæðingamót. Riðin verður sérstök forkeppni. Laugardagur 17. ágúst FÁKAFLUG – forkeppni í tölti, úrsli t og kappreiðar í ýmsum greinum. SveitaSæla 2019 10:00 Sýningin opnar. – Handver ksmarkaður, vélasýning, fyrirtækjasýning og Matarkistan – beint frá býli, hoppukastalar, dýragarður og veitingasala. 11:00 Karíus og Baktus – Leikhóp urinn Vinir. 11:30 Setning Sælunnar Tónlistaratriði: Sigvaldi Hel gi og Bergrún Sóla. Guðni Th. Jóhannesson, for seti Íslands, setur hátíðina. Guðrún Tryggvadóttir form aður Bændasamtaka Íslands ávarpar gesti. Tónlistaratriði: Sigvaldi Hel gi og Bergrún Sóla. 12:30 Hrútadómar/Hrútaþukl. 13:00 Leitin að nálinni í heystakk num – tímataka. 13:00 Klaufsnyrtingar í höndum A xels Kárasonar dýralæknis. 14:00 Kálfasýning. 14:30 Flottasta lopapeysan. 15:30 Sirkus Íslands. 17:00 Sýningu lýkur. 22:00 Trúbbastemming með Sigv alda í anddyri Reiðhallar. Sunnudagur 18. ágúst OPIN BÚ Í SKAGAFIRÐI Kúabúið á Syðri-Hofdölum verður opið frá kl. 12:00-17:00. Sauðfjárbúið Mannskaðahóll Höfð aströnd verður opið frá kl. 11:00-15:00 Gestastofa Sútarans og Sjávarleðu r verða með opið frá kl. 10:00-14:00 . Tilvalið að kíkja og kynnast aukaaf urðum landbúnaðarins. Samgöngusafnið í Stóragerði verður með traktorsvöffluhlaðborð frá kl. 11:00-18:00. Það kostar kr. 1.000 á hlaðborðið o g þú borðar eins margar vöfflur og þú getur í þ ig látið. Aðgangseyrir á safn og hlaðborð e r kr. 2.000. Búminjasafnið Lindabæ í Sæmund arhlíð verður opið á laugardeginum og s unnudeginum frá kl. 13:00-18:00. Aðgangseyrir á safnið er kr. 1.200. Einnig verður harmonikkuball á la ugardagskvöldinu frá kl. 21:00-24:00 Véla- og fyrirtækjasýning Húsdýragar ður Fákaflug Pilsaþytur Hoppukastalar Matarkista n-Beint frá Býli Búgreinafélögin í Skagafirði Búnaðarsamband Skagafjarða r SÓKNARÁÆTLUN NORÐURLANDS VESTRA FákaFlug á SveitaSælu í Skagafirði Opið gæðingamót á vellinum við F læðagerði við Reiðhöllina Svaðasta ði. Föstudagur 16. ágúst Keppni hefst kl. 16:00. Laugardagur 17. ágúst Kl. 10:00 Keppni hefst Kl. 17:00 Kappreiðar. Kl. 18:00 Grill og lifandi tónlist í Tjarnarbæ. Keppnisgreinar Fákaflugs Riðin verður sérstök forkeppni Tölt : A-flokkur : B-flokkur A-flokkur áhugamanna B-flokkur áhugamanna Unglingaflokkur : Barnaflokkur Pollaflokkur : Flugskeið Skeiðkappreiðar : Stökkkappreiða r 150 m og 250 m skeið 9 LANDBÚNAÐARSÝNING & B ÆNDAHÁTÍÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.