Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 7
Sauðnautið og
sauðkindin
Árið 1927 kom út bók eftir Vilhjálm Stef-
ánsson, í þýðingu Baldurs Sveinssonar.
Þessi bók heitir „í Norðurveg“. Þar er með-
al annars talað um sauðnautin.
Vilhjálmur talar um, að hár og ull sé á
sauðnautum. Við segjum að sauðkindin
hafi tog og þel.
í bókinni stendur þetta: „Löng og gisin
hár eru nálega um allan skrokk sauðnauta,
og virðast þau ekki ganga úr þeim eða fella
þau fremur en hestar fella fax eða tagl.
Við rætur þessara hára vex ullin. Hennar
gætir lítið á verzlunarskinnum þeim, sem
vér sjáum stöku sinnum og notuð eru eins
og ábreiður. Er það vegna þess að grávöru-
kaupmenn sækjast helzt eftir skinnum
þeirra dýra, sem drepin eru á haustin áður
en ullin tekur að vaxa“.
Ullin er sennilega ekki mjög þétt eða
mikil, ef svo væri, gætu sauðnautin ekki
losnað við hana, þar sem hárin, er ekki
losna, mundu halda henni, svo hún losnaði
ekki alveg frá skepnunni.
Hvaða lærdóm má af þessu draga fyrir
íslenzka sauðfjárrækt?
Náttúran hefur ræktað sauðnautin og
gert þau þannig, að þau þyldu mikil frost
norðursins, hríðarbylji og hret. Þó mun
vera þarna meginlandsloftslag og veðra-
brigði ekki eins tíð og á eylandinu íslandi.
Stormar og stórrigningar ekki eins og hér,
en frost mikið meiri.
Á sauðnautum eru löng hár, sem ekki
detta af, þegar ullin losnar. Það er skjól af
þessum hárum svo dýrin verða aldrei eins
mannsber og íslenzka sauðkindin verð-
ur stundum, þegar hún flosnar úr ullinni.
Svo þegar kólnar í veðri á vetrum, eru þessi
hár einnig til skjóls í frostum. En það sem
er mest um vert er það, að þau vernda dýr-
in fyrir snjó og allri úrkomu, þar sem þau
eru löng og liggja yfir ullinni. Dýrin eru
því alltaf þurr, enda hallar út af hrygg
þeirra.
Þetta er í fullu samræmi við það, sem
náttúran vill gera á íslandi; en það er að
sauðkindin sé þannig gerð, bæði á ull og
vöxt, að hún sé alveg þurr í rigningum. Ann-
að er ekki formandi vegna hreysti fjárins
og afurða. Þegar fé er skoðað, er hægt að
finna hjá því góðan vöxt og ull, sem er í
samræmi við þetta náttúrulögmál.
Ég ætla að nefna örfá atriði, sem ber að
hafa í huga við val undaneldiskinda.
(Seinna mun ég kannski skrifa nánar um
þetta).
Fyrst og fremst ber að forðast allar öfg-
ar og einblína ekki á eitthvert sérstakt
atriði, sem getur raskað eðlilegu jafnvægi
í vexti. Forðast ofrækt á kostnað hreyst-
innar. Þetta sé: Svipurinn hraustlegur og
heilsulegur. Sauðkindin sé virkjamikil og
sterkleg. Hafi gott bak, en sé þannig vaxin,
að það halli vel út af skepnunni. Júgurstæði
ánna sé breitt, spenar ekki mjög stórir.
Togið sé langt og sterkt, helzt svolítið
hrokkið, sé þannig að það hrindi af kind-
inni allri úrkomu, hvort sem það er snjór
eða regn.
Togið gerir íslenzku kindaskinnin falleg
eins og hárið á skinnum sauðnauta.
Þetta ber að forðast. Kindin sé ekki mjög
stuttvaxin og alls ekki flöt ofan, svo að
bleyta renni ekki beint inn að skinni. Ullin
sé ekki fín eða toglítil og þelið ekki mjög
mikið. Gott mjólkurfé er yfir höfuð að tala
ekki ullarfé, hvorki hér eða erlendis.
Fætur ekki mjög stuttir.
Frostið þjáir ekki féð á íslandi eftir að
ullin er svolítið vaxin, og vætan ekki held-
ur, ef rétt er að farið.
Góðar mjólkurær og hraustar er höfuð-
skilyrði þess að fá góða dilka.
Febrúar 1967
Jón Konráðsson,
Selfossi.
FREYR
443