Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 10

Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 10
piltinn hvort hann álíti að lífið treinist lengur. —o— Veðrið er beint í fangið. Bleytuhríð, sem límist í allt og á allt og verður að tálmun hverjum þeim, sem vill fram. En hjörðin þarf að komast áleiðis því að hér er ekkert skjól og ekki verður snúið við, það er jafn vonlaust og að breyta vindstefnunni því að margra stunda ferð er til byggða. Hér er aðeins ein leið til, rétt eins og hjá Na- póleon á steppum Rússlands, aðeins fram, hvort sem það þarf að ganga eða skríða; En svo bregzt þrekið. Fyrst hníga mögru ærnar að velli, sem eytt hafa holdunum allt vorið til þess að framleiða mjólk handa afkvæmunum. Og svo uppgefast fleiri og fleiri, líka þær sem þróttmeiri eru. Smal- arnir geta lítið að gert, vá er á næsta leiti. Þeir bera í hlé undir steina þær, sem lífs- mark er með enn og sópa að þeim lyngi og mosa. Þeim dauðu er safnað í dysjar en fyrst eru hálshönd með auðkennum eigenda los- uð og hirt. Og hægt miðar hópnum áleiðis, hann hefur minnkað, en loks er komið á stað þar sem veðursæld og góður hagi tek- ur við. En hve margar skepnur týndust úr lestinni? Voru þær 30, eða 50, eða fleiri? í slíkum óhappaferðum hefur það komið fyr- ir að 300—400, jafnvel 500 eða fleiri hafa týnt lífi áður en komið var til áfangastaða. Það er aflraun að bera uppgefna skepnu eða veika til byggða, en slíkt er ekkert ó- venjulegt fyrirbæri, jafnvel þó að leiðin til næsta bæjar skipti kílómetrum. í fjósinu, þar er ylur og konan á bænum stendur úti, þegar gestinn ber að garði. „Má ég koma henni í fjósið? „Komdu bara með hana inn í stofu“. Kindin er færð að ofninum, þar er kynt með birkilurkum og það snarkar í eldin- um. „Eru þær fleiri, sem þarfnazt líknar?“ „Já, önnur til“. „Komdu þá með hana líka“. Og önnur aðframkomin er öxluð og bor- in heim til konunnar, sem veitir henni við- eigandi aðhlynningu á stofugólfinu við Landshættir, sem þessi mynd sýnir, eru aS sjálfsögSu ofan af fjöllum, þar sem smalarnir dvelja meS hjarSirnar sumarlangt. I*aS er hlutverk hjarSmannsins aS halda fénu til haga, sjá um aS þaS fari hvorki í ógöngur né verSi villidýrum aS bráS.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.