Freyr - 15.11.1967, Blaðsíða 8
HJARÐMAÐURINN
Norskur maður heitir Sigurd Eikland. Nafn
hans er til okkar komið á þann hátt, að
hann hefur skráð bók eina mikla, sem ber
heitið: DRIFTESMALINN og gæti vel heit-
ið Hjardmaöurinn á íslenzku. Orðið smali
er að vísu til í okkar máli og var og er nafn
á þeim, sem gætir fjár, einkum ánna í þá
daga er þær voru nytjaðar til mjólkur á
sumrum. Síðan fráfærur lögðust niður hef-
ur smalaheitið sjaldan verið á vörum fólks,
en eldri menn hafa ýmsir verið smalar og
minnast bæði sælla og súrra stunda þeirra
tíma. Ennþá tölum við um að smala, þeg-
ar fé er safnað saman af fjalli eða úr haga
í ákveðnum tilgangi, og smalamennskan er
vel kunn og tengd við sömu fyrirbæri. En
sjálfur smalinn hér á landi er eiginlega
aðeins söguleg vera og mun verða svo, unz
eftirlit verður með fé í högum á sumrum,
unz fénu verður haldið til beitar og á
beztu haglendunum í stað þess að það
snöltrar nú einatt við girðingar langtím-
um saman. Þegar bændur hafa viðurkennt
nauðsyn þess að halda fénu til haga, í bók-
staflegri merkingu, að sumrinu, þá verða
þeir menn, sem að því vinna, smalar í nýrri
merkingu en gegnandi sama hlutverki og
smalarnir í gamla daga. Var svo til ætlast
að mjólkin kæmi í fötur eigenda fyrrum,
en á komandi tímum skal hún renna í
munn og maga dilkanna og efla vænleik
þeirra.
—o—
Hvað um þetta? Það er viðhorf sér á
parti fyrir okkur. Hitt er staðreynd, að
Norðmenn hafa alltaf haft hjarðmenn
starfandi — smala — og hafa enn. Með
seljamennskunni, sem nú leggst niður þar
í landi, eða dregst saman að minnsta kosti,
fækkar því fólki, er gætir búfjár um heið-
ar og firnindi, en hitt er staðreynd, að
gæzla hjarðar í sumarhögum er þar víða
nauðsyn, þótt búsmali sé ekki mjaltaður.
Rándýr og hættur og villur geta valdið
svo miklum afföllum, að eftirlit gerir
miklu betur en að borga sig.
Umrædd bók, eftir Sigurd Eikland,
fjallar um hjarðmenn og hjarðmennsku
um liðna ártugi eða nánar tiltekið allt að
150 síðustu árin, á því landssvæði sem heit-
ir Rogland, Agðir og Hörðaland.
Uppi á heiðum þessara fylkja hafa smal-
Enn er fönn á fjöllum og
heiðum þegar hjarðmenn
stefna þangað með féð að
vori, en brátt grær og sól
og sumar er framundan.
Xú er féð flutt frá byggð-
um á bifreiðum.