Feykir - 27.02.2019, Side 2
Fyrir skömmu fengu
Brunavarnir Skagafjarðar
afhenta nýja slökkvibifreið
og var því fagnað með
opnu húsi á slökkvistöðinni
á Sæmundargötu á
Sauðárkróki í síðustu viku.
Var fólki boðið að skoða nýja
slökkvibílinn ásamt því að
kynna sér starfsemi og búnað
slökkviliðsins. Að sjálfsögðu
var hellt upp á í tilefni dagsins
og myndarleg rjómaterta á
boðstólum.
Svavar Atli Birgisson,
slökkviliðsstjóri, segir um
mikla búbót að ræða. Bíllinn
kemur að mestu klár frá
Póllandi, 450 hestafla Skania
bifreið með drifi á öllum
hjólum og sæti fyrir fimm
manns í húsi: „En ekki þrjá
inni og tvo úti, eins og var á
eldri bílnum, þannig að um
gríðarlega viðbót er að ræða
hjá okkur,“ segir Svavar í
gamansömum tón en bíllinn
er það tæki sem fyrst fer út úr
húsi á vettvang aðgerða, hvort
sem það er bruni, umferðarslys
eða eiturefnaleki, svo eitthvað
sé nefnt.
Stundum er lífinu sjálfu líkt við íþróttir og má segja að oft
fari nærri þó nokkuð sé langt seilst í samanburðinum.
Þannig man ég eftir því sem ungur drengur að ég sá
fótboltaliðið, sem ég æfði og spilaði með þá, sem samfélag
eða fyrirtæki, sem stóð og féll með framlagi hvers og eins
í hópnum. Liðin voru misjöfn að gæðum og fór eftir
ýmsu, m.a. ástundun, fimi og
ekki síst seiglu knattspyrnu-
mannsins. Þeir sem ekki lögðu
það á sig að æfa voru ekki með.
Þá, eins og nú, voru þjálfararnir
misjafnir, og náðu mismiklu út úr
hverjum og einum. Þeir þurftu líka
að skila framlagi og ekki síst að
halda virðingunni bæði gagnvart
liðinu sem og stuðningsmönnum og stjórn félagsins. Ef
virðingin þvarr og óánægja skapaðist innan hópsins mátti
búast við því að verr gengi innan vallarins og jafnvel utan
hans. Þjálfarinn bar mikla ábyrgð.
Þetta höfum við fengið að sjá hjá einu sigursælasta
knattspyrnuliði ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Einn besti
þjálfari heims, að einhverra mati og ekki síst hans sjálfs,
missti alla virðingu liðsins, stundum kallað að missa klefann.
Meðal annars vildi hann ekki nota einn besta manninn sem
fékk að velgja tréverkið í tíma og ótíma og sumir litu á sem
jafngildi uppsagnar. Liðið náði ekki þeim árangri sem stefnt
var að og allt var í ólestri svo fólk, alla vega stuðningsmenn,
vildi breytingar.
Og viti menn, fólkið sem stendur að félaginu, eða fyrir-
tækinu, fékk sínar breytingar. Stjórnin tók mark á fólkinu og
losaði sig við stjórann og nýr maður var ráðinn í brúna. Svo
vel heppnaðist aðgerðin að liðið venti kvæði sínu í kross og
hóf að safna stigum sem aldrei fyrr. Liðsmenn og áhangendur
tóku gleði sína á ný og allt virðist í vellukkunnar standi. Mér
heyrist jafnvel á sumum að liðið sé aftur orðið besta lið í
heimi.
Ég er ekkert endilega viss um það en allir sjá að breytingin
var ekki umflúin. Fólkið fékk sínu fram félaginu til heilla.
Kóngur vildi sigla en byr hlaut að ráða.
Páll Friðriksson,
ritstjóri
LEIÐARI
Kóngur vill sigla
en byr hlýtur að ráða
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 685 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
27 tonn bárust á land á Skagaströnd í
síðustu viku af níu bátum.
Sauðárkrókstogararnir Málmey og
Drangey lönduðu tæpum 350 tonnum
samanlagt og á Hvammstanga landaði Harpa
HU rúmum tíu tonnum. Heildaraflinn á
Norðurlandi vestra vikuna 17.-26. febrúar
var 386.175 kíló. /FE
Aflatölur á Norðurlandi vestra 17.– 23. febrúar 2019
Tíu tonnum landað á Hvammstanga
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 10.145
Alls á Hvammstanga 10.145
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Línutrekt 1.425
Auður HU 94 Landbeitt lína 3.683
Bergur sterki HU 17 Lína 5.889
Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 1.196
Fengsæll HU 56 Línutrekt 1.374
Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 4.491
Hafdís HU 85 Línutrekt 861
Onni HU 36 Dragnót 4.842
Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 3.363
Alls á Skagaströnd 27.124
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 220.068
Málmey SK 1 Botnvarpa 128.838
Alls á Sauðárkróki 348.906
Brunavarnir Skagafjarðar með opið hús
Nýr og fullkominn tækjabíll afhentur
Þorlákur Snær Helgason varaslökkviliðsstjóri, Guðmundur R Guðmundsson slökkviliðs-
og sjúkraflutningamaður, Hreiðar Örn Steinþórsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður,
Sigurbjörn Björnsson varðstjóri og Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri. MYND: PF
Blönduós
Nýtt deiliskipulag auglýst
Blönduósbær hefur auglýst tillögu að
deiliskipulagi að nýjum íbúðarlóðum við
Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut
fyrir íbúðabyggð. Tillagan samanstendur af
skipulagsuppdrætti og greinargerð og eru allar
meginforsendur í samræmi við Aðalskipulag
Blönduóss 2010–2030.
Tillagan liggur frammi til kynningar frá 19.
febrúar til 2. apríl nk. á skrifstofu Blönduósbæjar,
Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Einnig er tillagan
aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://
www.blonduos.is. Hverjum þeim aðila sem telur
sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að
gera athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 2. apríl nk. til skrifstofu Blöndu-
ósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir
sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkir tillögunni. /PF
Dælugeta bílsins er upp að
4000 l að lágmarki á mínútu,
með 4000 lítra tank sem er
tvöföldun miðað við gamla
bílinn. Þá er hann útbúinn
klippum sem notaðar eru til
björgunar á fólki úr bílum eftir
umferðarslys ef svo ber undir.
„Ég ætla ekki að líkja þessum
saman við hinn bílinn.
Gríðarlegur munur! Ég vil
þakka sveitarstjórnarfólki fyrir
góðan stuðning og skilning því
það er ekki sjálfgefið að svona
verkefni gangi upp. Margir
sem þurfa að koma að því
en við höfum mætt miklum
skilningi með þetta enda þurfa
þessir hlutir að vera í lagi.“
Við athöfnina afhenti Gísli
Sigurðsson, varaformaður
byggðarráðs, Svavari Atla
lyklana að bílnum, formsins
vegna, og sagði að hann von-
aðist til að bílinn þyrfti að nota
sem minnst. Bíllinn hefur þá
þegar sannað notagildi sitt því
á dögunum var hann notaður
í útkalli þegar eldur logaði í
bílaverkstæði KS. /PF
2 08/2019