Feykir


Feykir - 27.02.2019, Blaðsíða 3

Feykir - 27.02.2019, Blaðsíða 3
Á morgun, fimmtudag, verður kynningarkvöld hjá Eftirlæti á Sauðárkróki þar sem nýlega bættist netverslun, eftirlaeti. com, við þjónustuna sem veitt er á Aðalgötu 4. Eins og flestir Skagfirðingar vita er þar rekin snyrtistofa og verslun. Feykir forvitnaðist um kynninguna og hina nýju netverslun hjá Ólínu Björk Hjartardóttur, eiganda fyrirtækisins. Ólína segir að þau Ingólfur, eiginmaður hennar, hafi verið með netverslun í huganum lengi. Fyrst var hugmyndin sú að gera heimasíðu með helstu upplýsingum um snyrtistofuna og hvað væri í boði þar en síðar stækkaði umfangið. „Með tímanum jókst úrvalið á gjafavörunum í versluninni og þá fannst okkur sniðugt að gera netverslun til að ná til fleira fólks og auðvelda viðskipta- vinum okkar að nálgast vörurnar og sjá úrvalið hjá okkur. Þegar Eftirlæti opnaði árið 2012 þá var það snyrtistofa með snyrti- og förðunarvörum til sölu ásamt handverki úr Skagafirði. Svo með tímanum bættust fleiri gjafavörur við og varð þá Eftirlæti bæði snyrtistofa og verslun með bæði góðu úrvali af snyrti- og förðunarvörum og gjafavör- um, íslenskum og erlendum. Áherslan hjá okkur eru íslenskar vörur og þá mikið héðan af svæðinu. Svo er líka skemmtilegt að í netversluninni okkar eru nokkur merki sem eru ekki í öðrum netversl- unum.“ Ólína segir að viðskipta- hópurinn stækki og því geti úrvalið aukist hjá þeim sem Kynningarkvöld hjá Eftirlæti Ný netverslun á Króknum Sé ég glampa í gegnum allt á geislarúnir þær sem minnin góðu magna í sýn á meðan hjartað slær. Það er og verður arfur minn – að öllu leyti kær! Þau gæði eru gefin þar sem gilda dásamleg, ég mun þar finna mína sæld á meðan andann dreg. Og hver og einn á arfinn sinn þar eins á sama veg! Við hljótum öll að hlynna að því sem hressir okkur best, og gegnum allt í gullnum ljóma í geislarúnum sést. Þar tilveran á tengingu sem tímalaus er fest! Hún lýsir upp í ljóssins heim og leiðir alla þá sem vilja horfa hærra og lengra af hjartans dýpstu þrá. Í góðum minnum geymist það sem gleður alla að sjá! Rúnar Kristjánsson Góðu minnin Verndarsvæði í byggð HOFSÓS Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 12. desember 2018 að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Hofsósi, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Svæðið sem lagt er til að gert verði að verndarsvæði í byggð eru bæjarkjarnarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi. Svæðið er um 3 ha að stærð og afmarkast af Brekkunni að norðan, af brekkubrún Bakkans að austan og sjó og hafnargarði að sunnan og vestan. Á verndarsvæðinu standa 15 hús, byggð á tímabilinu 1773 – 2001. Svæðið sem um ræðir er hluti elstu byggðarinnar á Hofsósi og býr yfir merkilegri sögu lítils þorps sem hafði stórt hlutverk í verslunarsögu Skagafjarðar og jafnframt er hér að finna elstu húsin á Hofsósi. Með þessari tillögu vill Sveitarfélagið Skagafjörður festa verndun þessa mikilvæga bæjarhluta í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging taki mið af þeirri menningarsögulegri arfleifð sem svæðið býr yfir. Til grundvallar mati á varðveislugildi húsa og svæða eru eftirfarandi: • Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 • Deiliskipulag fyrir Plássið, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi, 2000 • Hofsós. Bæjar- og húsakönnun. Brekkan, Sandurinn, Plássið, • Bakkinn, 1999. • Grafarós og Hofsós, fornleifaskráning 2001 • Verndarsvæði í byggð – Hofsós fornleifaskráning 2018 • Húsakönnun Hofsóss. Plássið og Sandurinn, 2018 Einnig er byggt á samantekt um byggðina innan verndarsvæðisins ásamt greiningu á svipmóti byggðarinnar sem hvort tveggja er að finna í greinargerð með tillögunni. Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki frá 1. mars til og með 12. apríl 2019. Tillögu, uppdrætti og greinargerð má einnig nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar https:// www.skagafjordur.is/is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagsmal/byggingarfulltrui/auglysingar-um- skipulagsmal Hverjum þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta og öðrum þeim sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 12. apríl 2019. Senda skal skriflegar athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið jobygg@ skagafjordur.is Jón Örn Berndsen skipulags - og byggingarfulltrúi www.skagafjordur.is N Ý PR EN T eh f. / 0 22 01 9 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigrún Hartmannsdóttir frá Tumabrekku, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 19. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 1. mars kl. 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki fyrir góða umönnun. Blóm og kransar afþakkaðir. Gunnlaugur Halldórsson Bjarni Halldórsson Kristjana B. Frímannsdóttir Hartmann Á. Halldórsson Sólveig Pétursdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn henni finnst frábært. „Úti á landi í litlum bæ þarf maður að finna góðar leiðir til að vera sýnilegur. Á fimmtudaginn verðum við með kynningar- kvöld á nýjum vörum og glænýju netversluninni okkar. Það er gaman að halda upp á það þegar maður er með nýjungar og vonandi eru við- skiptavinir okkar jafn spenntir yfir þessu og við.“ /PF Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu 50 ára afmæli Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur- Húnvetninga, býður félagið til afmælisveislu í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag, 3. mars, kl. 15:00. Á dagskrá verða ávörp, tónlistaratriði og veislukaffi en þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Friðrik Halldór trúbador, Hugrún Lilja Péturs- dóttir píanó, Hugrún og Jonni og Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps. Allir eru hjartanlega velkomnir og vill félagið þakka öllum sem veitt hafa stuðning á liðnum árum. Krabbameinsfélag Austur- Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félags- menn um 240 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir. /PF 08/2019 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.