Feykir - 27.02.2019, Qupperneq 7
Prjónagleðin á Blönduósi
Haldin í fjórða skipti í sumar
Prjónagleðin á Blönduósi
er árleg prjónahátíð sem
Textilmiðstöð Íslands og
samstarfsaðilar standa fyrir.
Hátíðin var fyrst haldin árið
2016 og verður því haldin í
fjórða sinn í sumar, dagana
7.-10. júní sem jafnframt
er hvítasunnuhelgin. Fyrir-
mynd Prjónagleðinnar er
hin árlega Prjónahátíð á
Fanø í Danmörku.
Að þessu sinni verður
boðið upp á um 20 mis-
munandi prjónatengd
námskeið sem haldin
verða í Kvennaskólanum
á Blönduósi. Einnig gefst
hátíðargestum kostur á
að sækja fyrirlestra um
fjölbreytt efni er viðkemur
prjónaskap. Í Félagsheimilinu
á Blönduósi verða settir upp
sölubásar þar sem úrval
prjónatengdrar vöru verður
boðið til sölu. Einnig verður
efnt til ratleiks og ýmissar
annarrar skemmtunar.
Þema hátíðarinnar þetta
árið er „hafið“ en dag hafsins
08/2019 7
Elsa telja að það felist ekki síst
í að auka við menninguna og
atvinnutækifærin á svæðinu.
„Ég held það liggi svo frábær
tækifæri í textílnum af því að
það er enginn annar að sinna
þessu og við höfum tækifæri
til að gera þetta núna. Það
við höfum ekki möguleika
á að verða viðurkenndur
fullorðinsfræðsluaðili þannig
að við gætum með auð-
veldari hætti boðið upp á
námskeið. Síðastliðið haust var
Ragnheiður t.d. með námskeið
fyrir vefnaðarkennara og
veflistakonur í að nota tölvu-
vefstólinn þannig að okkur
dreymir svolítið um að geta
tekið hefðina og fært hana inn
í framtíðina og að það verði
eitthvað nýtt til í því ferli.“
Væri ekki grundvöllur fyrir
meira námskeiðshaldi hérna?
„Við höfum allan áhuga á
því. Þegar fyrsti fulltrúa-
ráðsfundurinn eftir skipulags-
breytingarnar var haldinn
í byrjun janúar unnu allir
saman í stefnumótun og það
kom alveg skýr áhersla fram á
menntunar- og fræðsluþáttinn.
Þrír af fjórum starfsmönnum
hér eru menntaðir kennarar
þannig að þú getur ímyndað
þér að við höfum áhuga á
því. En ef við hugsum bara
um Blönduós þá er þetta
svo lítið svæði. Manni finnst
samt að ef fólk er að koma
úr bænum þá vilji það helst
að námskeiðin séu ókeypis
og það er nú kannski svolítið
erfitt að bjóða upp á slíkt.
Tómstundanámskeið virðast
vera að detta upp fyrir, fólk fer
bara á YouTube. Það þarf að
vera eitthvað „extra“ til þess að
fólk komi, t.d. félagsskapurinn.
Við sjáum fyrir okkur að við
gætum reynt að ná í verkefni
eins og endurmenntunina
fyrir handmenntakennara.
Ef við yrðum viðurkenndur
fullorðinsfræðsluaðili þá gæt-
um við boðið upp á námskeið
fyrir þann hóp. Og líka kannski
að opna fyrir það að ef t.d.
saumaklúbbar eða einhverjir
hópar vilja taka sig saman og
koma til okkar og fá eitthvað
svolítið sérsniðið þá er það
ekki spurning. Við reynum að
bregðast við því,“ segir Elsa og
nefnir sem dæmi fyrirspurn
frá ítalskri ferðaskrifstofu
vegna hóps sem langi til að
koma á Prjónagleðina og læra
að prjóna íslenska lopapeysu
en geti einungis stoppað einn
dag í stað tveggja og auðvitað
sé liðkað til fyrir því.
Það er greinilegt að margir
möguleikar eru fyrir hendi til að
starfsemin í Kvennaskólanum
á Blönduósi geti eflst og
dafnað í framtíðinni og að
Textílmiðstöð Íslands verði
leiðandi aðili á heimsvísu í
rannsóknum og nýsköpun á
íslenskum textíl, líkt og segir í
framtíðarsýn miðstöðvarinnar.
með sérfræðinga í hvoru
tveggja hér. Við erum líka
með rannsóknir og viljum
efla þann þátt til muna þannig
að það verði meiri þekking
til hjá okkur. Hér er í gangi
verkefni sem byggist á því að
færa gömul verkefni yfir á
stafrænt form og það verður
sett í gagnagrunn þannig að
í framtíðinni er hægt að nota
þessi munstur til að hanna nýja
hluti, hvort sem er í vefnaði
eða prjóni en þau eru útfærð
sérstaklega með vefnað í huga.
Það er þriggja ára verkefni sem
er u.þ.b. hálfnað. Því stýrir
Ragnheiður Björk Þórsdóttir,
veflistakona og kennari,“ segir
Elsa. „Svo er draumurinn,
og við erum komin með vísi
að því, að hér verði til staður
þar sem fólk sem hefur áhuga
á að vinna með textíl og læra
meira um textíl, geti komið
hingað á námskeið eða dvalið
hér í mánuð eða lengur og
haft aðgang að upplýsingum,
tækjum og tólum til þess að
þróa sig áfram í framleiðslu og
hönnun. Það er draumurinn.“
Heldurðu að það sé fjarlægur
draumur?
„Nei, nei. Það má ekki hugsa
þannig. Við erum að sækja
um styrki til að reyna að koma
því í framkvæmd. Það eru
uppi hugmyndir um að gera
upp bílskúrana hér fyrir utan
og útbúa þar vinnustofur.
Við þurfum að fara yfir hvað
við þurfum að hafa hér til
þess að það nýtist íslenskum
hönnuðum og listafólki, og
nemendum. Staðan er sú að á
Íslandi í dag getur þú hvergi
útskrifast úr háskóla með
textílmenntun. Það er hægt að
útskrifast sem fatahönnuður
úr Listaháskólanum og svo
er tveggja ára diplómanám í
Myndlistaskólanum í Reykja-
vík. Það er allt og sumt svo
að ef þú vilt taka háskólapróf
í textíl þá verður þú að fara
til annarra landa. Þannig að
við sjáum fyrir okkur að við
gætum boðið upp á ákveðið
iðnnám í textíl og við erum
ekkert svo langt frá Reykja-
vík eða Akureyri ef því er
að skipta. Við viljum byggja
hérna upp textílsamfélag.
Það þarf að efla rannsóknir
og fjölga starfsfólki, við erum
of fá, það er svo viðkvæmt
þegar eru svona fáir,“ segir
Elsa, en eins og áður segir eru
starfsmenn miðstöðvarinnar
nú fjórir talsins.
Ótal tækifæri
í textílnum
Aðspurð um í hverju mikilvægi
svona starfsemi liggi segist
Í Kvennaskólanum hefur félagið Vinir kvennaskólans sett upp ýmsa muni frá
skólaárunum, m.a. Elínarstofu með munum Elínar Briem sem var forstöðukona
skólans á fyrstu árum hans.
Vatnsdæla á Refli er verkefni Jóhönnu E. Pálmadóttur, verkefnastjóra
Textíllistamiðstöðvarinnar, þar sem verið er að sauma Vatnsdælasögu á refil sem
verður að verki loknu 46 metra langur. Verkið hófst árið 2011.
Gleðin við völd á Prjónagleði 2018. Mynd af Facebooksíðu Prjónagleði.
ber einmitt upp á laugar-
daginn 8. júní. Í tengslum
við Prjónahátíðina er haldin
prjónasamkeppni þar sem
þátttakendur skulu hanna
hið eina sanna „sjávarsjal“ og
er markmiðið að draga fram
þýðingu hafsins og tengingu
okkar við það. Vegleg
verðlaun eru í boði fyrir
þrjár frumlegustu og bestu
útfærslurnar.
Þá kom nýverið út
bæklingur með skemmti-
legum vettlingauppskriftum
eftir prjónahönnuðinn Ýri
Jóhannsdóttur, sem betur
er þekkt sem Ýrýrarí. Upp-
skriftirnar í bæklingnum
hannaði Ýr fyrir Prjónagleði
2019 út frá þema hátíðarinnar.
Uppskirftirnar má nálgast
bæði á ensku og íslensku á
issuu.com.
Allar frekari upplýsingar um
Prjónagleði og prjónasam-
keppnina, svo og uppskriftabækl-
ing Ýrar er að finna á vef Textíl-
miðstöðvarinnar, textilmidstod.
is, og á Facebooksíðu
Prjónagleðinnar.
mun einhver annar grípa
þetta ef við brettum ekki upp
ermarnar, það er alveg á tæru.
Við erum náttúrulega með
Ístex hér á Blönduósi sem
þvær nánast alla ull á landinu.
Þannig að ég held að við séum
með ótal tækifæri. Það vantar
kannski fjármagnið til að
koma þeim af stað og við erum
að leita að því.“
Er eitthvað sérstakt sem er
verið að hrinda úr vör?
„Við höfum ekkert fast í hendi,
því miður, en við horfum mjög
til íslensku ullarinnar, út frá
umhverfissjónarmiðum og
sjálfbærni, að nýta hana sem
hráefni og að gera hana að enn
dýrmætari vöru. Við horfum
líka til þess að handverksfólk á
svæðinu, og víðar, fái kannski
möguleika á að bæta einhverju
við sig hjá okkur sem gerir
því kannski kleift að fá meira
verðmæti fyrir vöruna sína og
vinnuna sína. Það á að vera
okkar hlutverk.“
Er mikið um að fólk hér úr
nágrenninu komi og sæki sér
þekkingu hingað?
„Ég mundi ekki segja að það
væri mikið, nei. Við höfum
áhuga á að bæta við. Það hafa
verið verkefni í gangi þar sem
listamennirnir fara út í skólana
og það er eitt slíkt verkefni að
fara í gang í samstarfi við Nes
listamiðstöð. Í tengslum við
Prjónagleðina í fyrra prjónuðu
krakkarnir í skólunum á
svæðinu fullveldisteppið. En
það er eitt af verkefnunum hjá
okkur núna að skoða hvort