Feykir


Feykir - 27.02.2019, Síða 8

Feykir - 27.02.2019, Síða 8
Hrefna og Iðunn að gera það sem þeim þykir skemmtilegast. MYND AÐSEND SVEITARSTJÓRNARFULLTRÚINN Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps Umhverfismálin mér alltaf ofarlega í huga Hrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, býr á Silfrastöðum í fríríkinu Akrahreppi í Skaga- firði. Hún er menntaður skógfræðingur (M.Sc) frá landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi og sinnir starfi skipulagsfulltrúa Skógræktarinnar meðfram skyldustörfum hreppsstjórans. Þá er hún stórvirkur skógar- bóndi á Silfrastöðum. Hrefna er í sambúð með Johan W. Holst, og eiga þau tvö börn, Jan Eskil (f. 2005) og Iðunni (f. 2007). Hrefna er sveitarstjórnarfulltrúi Feykis þessa vikuna. Hvenær og hvernig vaknaði áhugi þinn á pólitík? -Þeir sem þekkja mig vita að ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á pólitík, ekki þannig lagað. Ég hins vegar hef alltaf haft áhuga á því að stuðla að því að samfélagið í kringum mig dafni og þróist. Hvernig kom það til að þú tókst sæti á lista í síðustu sveitar- stjórnarkosningum? -Í Akra- hreppi er óhlutbundin kosning. Ég nota tækifærið og þakka sveitungum mínum traustið. Hefur þú áður tekið þátt í sveitarstjórnarkosningum? -Nei. Hvaða máli værir þú líkleg til að beita þér fyrir á kjör- tímabilinu? -Ég mun beita mér fyrir þeim hagsmunamálum sem skipta íbúa Akrahrepps mestu máli en við héldum íbúaþing í nóvember sl. til þess að gefa íbúunum færi á að segja sína skoðun varðandi ýmis málefni. Annars eru umhverfis- málin mér alltaf ofarlega í huga. Hvaða mál færðu oftast að ræða eða heyra um hjá íbúum? -Skólamálin ber oft á góma, auk þess sem staða landbúnaðarins skiptir okkur öll máli enda Akrahreppur mikið landbún- aðarhérað. Svo eru umhverfis- mál, s.s. sorphirðan, eitthvað sem varðar okkur öll. Ef þú mættir framkvæma og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af kostnaði þess, hvert yrði það verkefni? -Þá yrði viðhald og uppbygging grunnskólans og leikskólans í Varmahlíð sett í forgang, ekki spurning. Hvaða áhugamál áttu fyrir utan pólitíkina? -Hestamennska og útivist. Lífið er best úti. Hver er uppáhalds tónlistar- maðurinn? -Við fjölskyldan hlustum mikið á tónlist en af öllum góðum mönnum og konum, þá stendur Nick Cave upp úr. Hver er uppáhalds kvikmynd- in? -Þær eru margar góðar. Ætli ég svari ekki bara að hver sú mynd sem stuðlar að því að við fjölskyldan skemmtum okkur öll jafnvel, sé svolítið uppáhalds. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? -Við mæðgur fórum í skemmti- lega hestaferð með góðum vinum og erum farnar að hlakka til næstu ferðar á komandi sumri. Feðgarnir njóta sín á kajak á meðan. Annars höfum við fjölskyldan verið dugleg við að taka frekar haustfrí þó ekki hafi gefist tími til þess sl. haust. Eitthvað í lokin? -Ég þakka fyrir tækifærið að fá að kynnast sveitarstjórnarmálum betur og hlakka til samstarfsins með fólkinu mínu í Akrahreppi og öðrum sveitarfélögum einnig. UMSJÓN Páll Friðriksson Ég tók þeirri áskorun frá henni Heiðu systur að munda pennann, eða í þessu tilfelli, pikka á lyklaborðið. Að vera brottfluttur Skagfirðingur er ákveðinn „status“. Ég bjó í Skagafirðinum í 21 ár; lengst af í Ketu í Hegranesi, þar sem foreldrar mínir búa enn. Ég er elst fjögurra systkina og hjálpaði til við öll helstu sveitastörfin frá því ég fór að geta gert gagn. Þegar ég fór að heiman vantaði mig vinnu, fyrst með skólanum og síðan fulla vinnu. Þá var ég svo einstaklega heppin að fá vinnu í Versluninni Tindastól við Hólaveginn sem átti sinn þátt í að móta mig og gera mig að þeirri konu sem ég er í dag. Að kynnast því frábæra fólki sem þar var í vinnu og öllum þeim einstaklingum sem komu og versluðu við kaupmanninn á horninu var ómetanlegt. Þegar ég hugsa um þennan tíma sem varði alveg frá árunum 1986 til 1990, get ég ekki varist brosi. Það var yfirleitt alltaf gaman í vinnunni, Erling og Sigrún algjörlega frábærir yfirmenn og þau treystu manni einhvern veginn alltaf og sýndu það bæði í orðum og verki. Silló heitin var einnig liðtæk þegar maður þurfti einhverja aðstoð og hún þreyttist aldrei á að aðstoða og hvetja. Það má segja að Erling heitinn hafi svo verið stór áhrifavaldur í mínu lífi þegar ég ákvað að flytja í burtu frá Króknum og kanna ókunnar slóðir, eða kannski mætti frekar kalla hann örlagavald. Eftir stúdentspróf vissi ég ekkert hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór og langaði að gera eitthvað allt annað en ég hafði verið að gera, kynnast nýju fólki og fara úr þeim aðstæðum sem ég var í. Þetta var sumarið/ vorið 1990 og ég með ársgamalt stúdentspróf upp á vasann, sem gerði mér kleift að sækja um eina af þeim óteljandi stöðum leiðbeinanda í grunnskóla sem fylltu allar atvinnuauglýsingar í Mogganum. Ég sá það í hyllingum að prófa að kenna í grunnskóla (en vildi alls ekki kenna í Skagafirðinum). Ég var því eitthvað að bera mig upp við Erling einhvern tímann í vinnunni og sagði honum að ég vissi ekkert hvar ég ætti að sækja um, það eina sem ég væri búin að ákveða væri að sækja um einhvers staðar......þá sagði hann (og ég sé hann alveg fyrir mér þegar hann sagði): „Viltu ekki bara sækja um á Þingeyri, það er svo ansi hreint góður harðfiskurinn sem við kaupum af honum Nonna,“ – sem var harðfiskverkandi á Þingeyri, sem við seldum harðfisk frá. Ég tók hann á orðinu, sótti um við Grunnskólann á Þingeyri, fékk stöðuna og fór vestur um haustið að kenna 5. bekk fyrir hádegi og 3. bekk eftir hádegi. Þarna fann ég mína hillu og minn stað; því ég hef búið á Þingeyri nánast alveg síðan. Ég fór í fjarnám við Kennaraháskóla Íslands til að ná mér í réttindi, því þetta starf höfðaði til mín – þarna var mín hilla. Nú, 29 árum og nokkrum háskólagráðum síðar, bý ég enn á Þingeyri með eiginmanninum sem er Dýrfirðingur í húð og hár, kenni enn við Grunnskólann á Þingeyri og hef alið upp þrjú börn hér, Dýrfirðinga, sem öll eru flogin úr hreiðrinu og er m.a.s. orðin tveggja barna amma. Á þessum tæplega 30 árum hef ég einnig verið áhrifavaldur í lífi nokkurra ungmenna alveg eins og Erling var í mínu lífi. Fyrir það er ég endalaust þakklát. En það er magnað að vera „skagfirskur Dýrfirðingur“ – það verð ég þá daga sem ég á eftir ólifaða :o) Virðingarfyllst, Jónína Hrönn Símonardóttir (Ninna). - - - - - Ég skora á bekkjarsystur mína úr Gagganum á Krók, Evu Hjörtínu Ólafsdóttur að rita næsta pistil. ÁSKORENDAPENNINN Jónína Hrönn Símonardóttir brottfluttur Skagfirðingur Áhrifavaldur eða örlagavaldur? UMSJÓN Páll Friðriksson Jónína Hrönn, eða Ninna, ásamt fjölskyldu sinni á Þingeyri. AÐSEND MYND 8 08/2019

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.