Feykir - 27.02.2019, Síða 10
FRÓÐLEIKUR FRÁ BYGGÐSAFNI SKAGFIRÐINGA
Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar
Að setjast í sekk og ösku
Senn líður að þremur dögum sem
jafnan vekja spennu og tilhlökkun
margra, nefnilega bolludegi, sprengi-
degi og öskudegi. Í ár lenda þessir
hátíðisdagar áts, gleði og gríns á
4-6. mars.
Öskudagurinn, sá dagur sem við þekkjum
nú fyrir búninga, glens og söng, á sér
langa sögu. Öskudagsheitið á rætur að
rekja til katólsks siðar en þá var ösku
dreift yfir höfuð iðrandi kirkjugesta í
upphafi lönguföstu (orðasambandið að
sitja á eða í sekk og ösku vísar til iðrunar
eða sorgar). Askan táknaði þá hið
óverðuga og forgengilega en einnig þótti
hún búa yfir hreinsandi krafti eldsins.
Dagaheitið þekkist hérlendis frá miðri 14.
öld, en sennilega er það nokkru eldra
(siðurinn að dreifa ösku á söfnuðinn nær
aftur til 11. aldar). Eftir siðaskipti lauk
iðrunarhlutskipti öskudagsins hérlendis
Öskupokar frá Sauðárkróki. Ósennilegt er að þessir pokar hafi nokkurn tímann komist í tæri við ösku. Þeir eru
þó litríkir og sumir fallega málaðir. Ef vel er að gáð sjást beygðir títuprjónar sem krækt var í fatnað (á bak)
þeirra sem urðu fyrir valinu. MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA BSK-2004:30
og úr urðu hátíðarhöld eins og víða
þekkjast, þar sem ærslagangur og gleði
taka öll völd.1
Öskupokar, sem margir kannast við,
þekkjast a.m.k. frá miðri 17. öld og virðast
vera arfleifð hins forna katólska siðar.
Öskupokar voru litlir pokar úr klæðis-
pjötlum sem stundum voru fylltir af ösku
og fólk reyndi að hengja hvert á annað
með títuprjóni án þess að hinn aðilinn
yrði þess var. Öskupokar virðast vera
séríslenskt fyrirbæri, sem hugsanlegt er
að hafi þróast í gamla bændasamfélag-
inu, þ.e. gleðskapur og stríðni átti sér stað
inni á heimilum fólks en ekki á götum úti
og þannig hefur þróun siðarins markast
af aðstæðum fólks í þá daga.2
Um öskupoka hefur Jón Árnason,
þjóðsagnasafnari, þetta að segja: „Ösku-
dagurinn er fyrsti miðvikudagur í föstu.
Hann hefur verið haldinn á annan hátt á
Íslandi eftir siðabótina en pápiskir halda
hann sem setjast þá í sekk og ösku.
Íslendingar hafa haldið uppi minningu
hans með glensi og gamni síðan með því
að kvenfólk hefur hengt á karlmenn
smápoka með ösku í eða komið henni á
þá öðruvísi; það heita öskupokar. En
karlmenn hefna sín með því aftur á
kvenfólkinu að þeir koma á þær
smásteinum ýmist í pokum eða á annan
hátt. Oft hefur orðið þrætni úr því hvort
það ætti að metast gilt ef karl eða kona
bæri ösku eða stein öðruvísi en í poka
sem kræktur væri á með títuprjóni svo
hitt vissi ekki af og eins úr því hversu
langt skuli ganga með öskuna eða
steininn til þess að burðurinn sé
lögmætur, því þeim sem koma ösku eða
steini á aðra þykir nægja ef gengið er með
hvort um sig þrjú fet, en hinir sem bera
kalla það ómark ef skemmra er gengið en
yfir þrjá þröskulda. Um þetta eru enn
mjög deildar meiningar.“3
Á fyrstu áratugum 20. aldar bar
nokkuð á félagafögnuðum á öskudaginn
og árið 1915 er fyrst greint frá gamansemi
barna á götum úti í Morgunblaðinu, en
orðalagið bendir þó til að sá siður hafi
ekki verið nýr af nálinni þá. Um svipað
leyti fór að bera á því að öskupokarnir
væru gerðir og seldir af fólki og fyrir-
tækjum, frekar en að vera heimagerðir.
Nýju pokarnir voru frábrugðnir þeim
gömlu að því leyti að þeir voru ekki fylltir
af ösku og steinum, heldur frekar saum-
aðir úr skrautlegu efni og oft áteiknaðir
eða málaðir.4
Heimildaskrá
1 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning,
Reykjavík. Bls. 565-581.
3 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning,
Reykjavík. Bls. 569.
3 Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, II bindi.
(1954). Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson
önnuðust útgáfu. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Bls. 553.
4 Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning,
Reykjavík. Bls. 574-575.
AÐSENT : Álfhildur Leifsdóttir skrifar
Ótímabærar ákvarðanir
um Blöndulínu 3
Í grein frá fulltrúum meirihluta framsóknar-
og sjálfstæðisflokks í skipulags- og
byggingarnefnd, sem birtist á vef Feykis
22. febrúar, er ástæða þess að Blöndulína
3 er nú sett á aðalskipulag Skagafjarðar
sögð að frestur um ákvörðun
línunnar hafi runnið út árið
2016. Staðreyndin er sú
að Blöndulína 3 er ekki á
framkvæmdaáætlun Lands-
nets til næstu þriggja ára
samkvæmt kerfisáætlun og
umhverfismat línunnar liggur
ekki fyrir.
Að setja Blöndulínu 3 á
aðalskipulag er því algjörlega
ótímabær ákvörðun. Meirihluti
sveitarstjórnar er tilbúinn að
binda sig við aðeins 3 km í jörðu
og restina í möstur, þegar ljóst er að fram-
kvæmdin kemur ekki til með að eiga sér stað á
næstunni. Tækninni fleygir fram og getur
gjörbreytt forsendum jarðstrengjalagna í milli-
tíðinni.
Stóriðjulína en ekki byggðarlína
Raforkuöryggi er nauðsynlegt, en með hvaða
hætti raforkan er tryggð skiptir máli. Hvort
notast er við möstur með burðargetu fyrir
stóriðju, sem þvera landið með tilheyrandi
sjónmengun eða hvort jarðstrengir með
hæfilegri burðargetu eru lagðir í jörðu.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar
segja hagsmuni sveitarfélagsins varðandi lagn-
ingu línunnar vera aukið afhendingaröryggi
raforku í Skagafirði. Hið rétta er hins vegar að
Landsnet hefur hingað til ekki ætlað sér að
tengja Blöndulínu 3 hér í firðinum. Blöndulína
3 er stóriðjulína en ekki byggðalína og á
samkvæmt Landsneti aðeins að
þvera fjörðinn án þess að íbúar
hér hafi nokkurn ávinning af.
Meirihluti sveitarstjórnar kemur til
með að setja fram kröfu um
tengingu við byggðalínu en það er
ekki tímabært að tala um aukið
afhendingaröryggi þegar ekki
hefur verið samið um slíkt. Nýtt
umhverfismat getur að auki haft
áhrif á aðalskipulagið og eru enn
ein rök fyrir því að þetta sé ekki
tímabært. Blöndulína 3 er ekki á
nýlegu aðalskipulagi Hörgársveit-
ar en línan þarf að tengjast þangað frá
Skagafirði. Þar segir sveitarstjórn einfaldlega
nei við stóriðjumöstrum, enda er ákvörðun um
slíkt alfarið í höndum sveitarstjórna.
Óháður aðili leggi mat á möguleika
jarðstrengjalagna
Það er athyglisvert að kynna sér ferlið frá
raforkuspá til lagningar raflína. Raforkuspá er
gerð af sérstökum raforkuhóp orkuspár-
nefndar, sem sett er saman af fulltrúum
raforkufyrirtækja. Þar sitja tveir fulltrúar frá
Landsneti. Sérfræðingar Landsnets setja
saman kerfisáætlun m.a. út frá raforkuspá. Það
er svo Landsnet sem leggur raflínurnar og
rukkar fyrir notkun. Það er því óhætt að segja
að Landsnet sé báðum megin við borðið í
þessu ferli. Í ljósi þess hef ég sem fulltrúi VG og
óháðra í skipulags- og byggingarnefnd, lagt
áherslu á að sveitarfélagið fái mat óháðs aðila
á möguleikum á jarðstrengslagningu um fjörð-
inn. Hefur það ennfremur verið krafa okkar frá
því málið fór af stað. Ekki hefur verið vilji fyrir
slíku af hálfu meirihlutans.
Umhverfismat Landsnets ógilt því
litið var framhjá kostum jarðstrengja
Í mars 2018 ógilti úrskurðanefnd umhverfis- og
auðlindamála framkvæmdaleyfi Landsnets
vegna Lyklafellslínu 1, frá Mosfellsbæ að
álverinu í Straumsvík. Sú ógilding er byggð á
þeim forsendum að ekki sé sýnt fram á að
jarðstrengjakostir séu ekki raunhæfir. Að auki
þótti samanburður á umhverfisáhrifum þeirra
og aðalvalkosts (loftlínu) ekki hafa farið fram
með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir, en
framkvæmdin hafði þegar farið í gegnum mat á
umhverfisáhrifum. Þessi úrskurður eykur ekki
traust á mati Landsnets hvað jarðstrengi
varðar.
50 km af 220 kV jarðstreng mögulegur
á Sprengisandi en 3 km í Skagafirði
Í skýrslu Landsnets um lagningu jarðstrengja á
hærri spennu í raforkuflutningskerfinu frá árinu
2015 er úttekt á lagningu jarðstrengs á
Sprengisandsleið. Þar kemur fram að á 200
km leið er mögulegt að leggja 50 km af 220 kV
jarðstreng í jörðu. Hvers vegna telur Landsnet
að 3 km sé hámark á jarðstrengjalögn í
Skagafirði?
Í sömu skýrslu Landsnets er einnig úttekt á
raflínu frá Kröflu til Akureyrar. Þar er talið
mögulegt að leggja 12 km í jörðu framhjá
Akureyri þrátt fyrir að lagning teljist fremur
flókin sökum yfirferðar yfir árfarvegi og votlendi,
framhjá flugvelli og í gegnum þéttbýli. Einnig
kemur þar til greina að notast við núverandi
132kV streng og leggja annað strengjasett
síðar komi flutningsþörf til með að aukast.
Flutningsgeta 220kV línu eins og til stendur
að leggja yfir fjörðinn eru 500 MW. Hæstu
álagspunktar í spennuvirkinu fyrir ofan
Varmahlíð eru um 15 MW en að jafnaði er
álagið um 10 MW. Hámarksafkastageta
Blönduvirkjunar er 150 MW. Með þessum
samanburði er ljóst að burðargeta línunnar er
talsvert meiri en sú raforka sem er til staðar.
Hvernig þjónar það raforkuþörf almennings?
Því er ekki lögð 132 kV lína að svo stöddu sem
færi öll í jörð? Slíkt er ódýrara en 220kV
stóriðjulína. Verði raforkuþörf meiri í framtíðinni
væri sannarlega hægt að leggja annað
strengjasett í jörð síðar.
Meirihluti stendur ekki með íbúum
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Lands-
nets segir í samtali við Morgunblaðið þann 21.
febrúar að Landsnet vilji tryggja öllum hags-
munaaðilum virkt samtal og gagnkvæman
skilning í aðdraganda ákvarðana um fram-
kvæmdir á Blöndulínu 3. Mér þykir það skjóta
skökku við að meirihluti sveitarstjórnar Skaga-
fjarðar ætli á sama tíma að nýta skipulagsvald
sitt til að samþykkja Blöndulínu 3 í ósátt við
íbúa Skagafjarðar sem sjá fram á landrask,
verðfellingu jarða og sjónmengun af möstrum
næstu áratugina.
Hlutverk sveitarstjórnar Skagafjarðar er að
standa með hagsmunum íbúa. Það er því
lágmark að sveitarfélagið fái óháða úttekt á
raforkuþörf og möguleikum á lagningu jarð-
strengja áður en þessi afdrifaríka ákvörðun er
neydd upp á íbúa Skagafjarðar um ókomin ár.
Álfhildur Leifsdóttir
10 08/2019