Feykir


Feykir - 23.10.2019, Qupperneq 2

Feykir - 23.10.2019, Qupperneq 2
Svarið við því er ekki einhlítt enda persónubundið hverjum og einum. Ég velti þessu fyrir mér um daginn þegar einn ágætur Íslendingur sagði frá því á einhverjum miðlinum að hann væri fluttur til Spánar eða Tenerife því hann gæti ekki með nokkru móti náð endum saman á Íslandi. Taldi hann upp allt það sem hann gat keypt sér fyrir mun minni upphæð en gerðist á skerinu norður í ballarhafi. Leigan var lág, maturinn ódýr, bjórinn kostaði nánast ekkert, hvað þá rauðvínið. Sem sagt algjört sældarlíf í sólinni. Ég kannaðist alveg við þetta eftir að hafa sjálfur farið nokkra daga til Tene fyrir einhverum misserum. Mér fannst það alveg ágætt að geta keypt bjórinn í næstu matvöruverslun og geta farið út að borða á hverju kvöldi fyrir sömu upphæð og pylsa með öllu kostar hér heima. Ekki var heldur amalegt að spóka sig í hitanum þær tvær vikur sem ég staldraði þar við. Þá skemmti það sumum í kringum mig hvað hinar ýmsu merkjavörur voru ódýrari í verslunum þar en hér heima. En hvernig skyldi standa á því að vörur og þjónusta séu svona mikið ódýrari þar en hér. Ekki er ég neinn sérfræðingur í þeim málum en mér dettur fyrst í hug að kaup og kjör almennings séu ekki sambærileg og hér tekur ríkið helminginn af því sem launagreiðandi þarf að punga út fyrir hvern og einn. Á Íslandi hefur almenningur, að mestu, það mjög gott. Kaupið er víðast í lagi þó svo að allir vilji hafa það hærra. Vinnandi fólk á Íslandi þarf ekki að reiða sig á þjórfé til að afla tekna. Fyrir vikið þarf launagreiðandi, t.d. veitingasali, að verðleggja þjónustuna inn í matarverðið. Bjórinn og rauðvínið hækkar auðvitað líka, en mest fær þó ríkið í sinn vasa sem skattleggur þá neysluvöru í hæstu hæðir. Það er misjafnt hvað fólki finnst matvara dýr en mjólkurlítrinn á 140 kall á Íslandi er ekki mikið miðað við vatnið sem hægt er að kaupa á 100% hærra verði, ef ekki 200%, eða lambalærið sem kostar rúmlega 1200 kall miðað við flatböku með kryddbjúga á yfir 2000 krónur. Verð og aðgengi að bjór og rauðvíni er bara pólitískt mál sem hægt væri að breyta með samstilltu átaki. Húsnæðisverð og leigukostnaður er hár á Íslandi og alveg sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þar gæti ég trúað að margan svíði undan. En af hverju eru þá svo margir að hrúgast á það svæði? Nú hefur litið dagsins ljós ný Sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra fyrir árin 2020-2024 þar sem unnið er út frá fjórum lykilmálaflokkum: Atvinnuþróun og nýsköpun, menningar- málum, umhverfismálum og að síðustu menntun og lýðfræðilegri þróun. Í hverjum málaflokki eru sett markmið og jafnframt tilgreind dæmi um aðgerðir. Þetta er spennandi verkefni sem vert er að gefa gaum. Á Norðurlandi vestra er gott að búa og ekkert sem ætti að vera því til fyrirstöðu að íbúatalan hækki ef vel er á málum haldið. Þá gæti líka verið best að búa á Norðurlandi vestra. Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Hvar er best að búa? Mikill afli barst á land á Sauðárkróki í síðustu viku en þá var landað rúmlega 1.000 tonnum þar og átti togarinn Arnar HU stærstan hluta þess afla eða rúm 530 tonn. Rúm 128 tonn bárust til Skagastrandar og á Hvammstanga var landað 4,3 tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku var 1.147.529 kíló. /FE Aflatölur 13. – 19. okt. 2019 Arnar HU með 531 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Dúddi Gísla GK 48 Lína 17.357 Elfa HU 191 Handfæri 1.464 Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 19.380 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 9.473 Hafdís HU 85 Handfæri 1.078 Hafrún HU 12 Dragnót 33.154 Hjalti HU 313 Handfæri 1.278 Húni HU 62 Handfæri 559 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 36.371 Loftur HU 717 Handfæri 339 Ragnar Alfreðs GK 183 Handfæri 307 Sara KE 11 Handfæri 479 Alls á Skagaströnd 128.378 HVAMMSTANGI Sjöfn SH 707 4.300 Alls á Hvammstanga 4.300 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 531.048 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 7.790 Drangey SK 2 Botnvarpa 215.565 Guðrún GK 47 Lína 20.372 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 5.487 Kristín GK 457 Lína 69.419 Málmey SK 2 Botnvarpa 131.332 Maró SK 33 Handfæri 342 Onni HU 36 Dragnót 19.243 Óskar SK 13 Handfæri 333 Þorleifur EA 88 Dragnót 13.920 Alls á Sauðárkróki 1.014.851 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 3.454 Bergur sterki HU 17 Lína 2.436 Blíðfari HU 52 Handfæri 545 Bragi Magg HU 70 Handfæri 704 Húnaþing vestra Vatnsnesvegur kominn á samgönguáætlun Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Segir ráðherra að ávinningur af samgönguáætluninni sé aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða. Endurskoðuð samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 er nú komin í samráðsgátt og gerir ráðherra ráð fyrir að hún verði lögð fram á þingi um miðjan nóvember. Á fyrsta tímabili áætlunarinnar er gert ráð fyrir framkvæmdum við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá. Hönnun þeirrar framkvæmdar var nýlega boðin út og stendur nú yfir. Þá er Vatnsnesvegur nú loksins komin inn á áætlun en gert er ráð fyrir þremur milljörðum króna í endurbætur á veginum á þriðja tímabili áætlunarinnar. Á vef SSNV, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, kemur fram að þessar framkvæmdir báðar voru nefndar í nýlegri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra og skilgreindar sem forgangs- verkefni í landshlutanum og sammæltust öll sveitarfélög starfssvæðis SSNV um þessa forgangsröðun. Í samráðsgátt stjórnvalda má finna drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerða- áætlun 2020-2024. /FE Endurbætur á Vatnsnesvegi eru nú komnar inn á samgönguáætlun. MYND: FE Sveitarfélagið Skagaströnd Fellir niður gatnagerðargjöld Sveitarstjórn Skagastrandar hefur auglýst afslátt allra gatnagerðargjalda vegna bygginga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Er það gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar frá 20. ágúst sl. Umsóknarfrestur um lóðirnar er til 1. maí 2020 og skulu byggingar- framkvæmdir á lóðunum hafnar innan árs frá úthlutun. Samþykkt fundarins hljóðar svo: Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkir að auglýsa sérstaklega byggingarlóðir við þegar tilbúnar götur þannig að veittur verði afsláttur allra gatnagerðagjalda vegna bygginga á lóðunum. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. maí 2020, en umsóknir sem berast innan umsóknarfrests verða afgreiddar af hafnar- og skipulagsnefnd eftir því sem efni standa til og gildir röð umsókna um nýtingu fyrrgreinds afsláttar. Við úthlutun lóðanna skulu gilda ákvæði um að byggingarframkvæmdir skuli hafnar innan árs frá úthlutun og að byggingar hafi hlotið fokheldisvottorð innan tveggja ára. Að öðrum kosti fellur niður ákvæði um afslátt gatnagerðargjalda. Nánari upplýsingar um byggingarlóðir er að finna á vef Skagastrandar. /FE Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is & 4557171, Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2 40/2019

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.