Feykir


Feykir - 23.10.2019, Síða 3

Feykir - 23.10.2019, Síða 3
Grunnskólinn austan Vatna Fjölbreytt vinna með áhugasviðsþema Dagana 7. – 10. október voru þemadagar í Grunnskólanum austan Vatna. Í þemanu var lögð áhersla á að vinna út frá áhugasviði nemenda en samhliða vinnu við áhugasviðsverkefni voru nemendur í danskennslu. Þetta er annað árið í röð sem unnið er með áhugasviðsþema í skólanum. Til viðbótar við þemavinnu- og danskennslu sátu nemendur 9. og 10. bekkjar skyndihjálparnámskeið í boði Rauða krossins í Skagafirði og var námskeiðið í umsjón Karls Lúðvíkssonar. Í þemavinnunni er lögð áhersla á skapandi og gagnrýna hugsun, nýtingu miðla og upplýsinga, tjáningu og miðlun, sjálfstæði og samvinnu sem og ábyrgð á eigin námi. Þar sem því er viðkomið er reynt að efla tengsl skólans við atvinnulífið á svæðinu. Að þessu sinni voru nemendur meðal annars í samstarfi við bændur, hestamenn, bifvélavirkja og hárgreiðslukonu. Nemendur velja sér viðfangsefni út frá eigin áhugasviði og síðan skila þeir af sér verkefnum með mismunandi hætti, allt eftir áhugasviði, færni og hæfileikum hvers og eins. Unnið er út frá ákveðnu vinnuferli þar sem nemendur skilgreina verkefnin sín, ígrunda hvernig þeir geta nýtt bak- grunnsþekkingu sína ásamt því að velta fyrir sér hvers konar og hvaða upplýsinga þeir þurfa að afla. Nemendur þurfa einnig að gera grein fyrir því í upphafi vinnunnar hvers konar afrakstri þeir ætla að skila eftir vikuna. Í lokin meta bæði kennarar og nemendur vinnuna með sjálfsmati og eftir hæfniviðmiðum skólans. Nemendur skiluðu mjög fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Sem dæmi um verkefni sem nemendur unnu í vikunni eru myndbönd um kökubakstur –og skreytingar, gildrusmíðar, forritun, kennslumyndbönd í hárgreiðslu, listmálun, stærðfræðiæfingar, ýmis konar fræðsluefni um landbúnað, tígrisdýr, hestamennsku, reykingar og vape, vörubíla og fleira. /Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir Sóknaráætlun 2020-2024 Íbúar Norðurlands vestra móta framtíð landshlutans Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2020-2024 var samþykkt samhljóða á haustþingi samtakanna sem fram fór þann 18. október sl. á Sauðárkróki og hefur vinna við gerð áætlunarinnar staðið yfir frá því á vordögum. Á heimasíðu SSNV kemur fram að lögð afi verið rík áhersla á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila og mætti ætla að vel á fimmta hundrað manns hafi komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti. Í áætluninni er unnið úr frá fjórum lykilmálaflokkum: Atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmálum, umhverfismálum og að síðustu menntun og lýðfræðilegri þróun. Í hverjum málaflokki eru sett markmið og jafnframt tilgreind dæmi um aðgerðir. Úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs fer af stað strax í kjölfar samþykktarinnar og er frestur til að skila inn umsóknum til 20. nóvember. Jafnframt verður farið í að skilgreina áhersluverkefni til næstu ára út frá áætluninni. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, segir nýja sóknaráætlun metnaðarfullt plagg sem muni, ef vel er haldið á spöðum, skila landshlutanum miklum ávinningi. „Það víðtæka samráð sem viðhaft var gefur áætluninni aukið vægi enda í henni áherslur íbúa í forgrunni,“ er haft eftir Unni á ssnv.is en þar er hægt að fræðast nánar um áætlunina. /PF Landsfundur Vinstri grænna Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri Á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem haldinn var á Grand hóteli um helgina var kjörin ný stjórn flokksins. Alls barst 21 framboð í stjórn en hún er skipuð ellefu aðalmönnum og fjórum varamönnum. Rúnar Gíslason, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, var á meðal frambjóðenda í gjaldkerastöðuna og hlaut kosningu. „Ég hef haft mikla ánægju af að starfa innan VG til þessa og trúi að ég geti komið að frekara gagni. Það er ástæðan fyrir þessari framhleypni,“ sagði Rúnar í framboðstilkynningu sinni. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Svf. Skagafjarðar situr í varastjórn. Katrín Jakobsdóttir var endurkjörin formaður flokksins en hún hefur verið formaður frá árinu 2013. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, er nýr varaformaður. Katrín hlaut 187 atkvæði eða öll greidd atkvæði. Guðmundur Ingi hlaut 187 atkvæði af 192 greiddum atkvæðum. Fimm skiluðu auðu. Ingibjörg Þórðardóttir er nýr ritari hreyfingarinnar. Ingibjörg hlaut 119 atkvæði af 192. Una Hildardóttir sem einnig var í framboði hlaut 72 atkvæði. Einn skilaði auðu. Eins og áður segir er Rúnar Gíslason nýr gjaldkeri hreyfingar- innar. Rúnar hlaut 117 atkvæði af 192. Ragnar Auðun Árnason sem einnig var í framboði hlaut 69 atkvæði. Sex skiluðu auðu. /PF Rúnar Gíslason. MYND AF FACEBOOK Líður að lokum sláturtíðar Meðalfallþungi 16,6 kg hjá KS Nú fer að líða að lokum sláturtíðar hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga líkt og hjá öðrum sláturleyfishöfum og í kjölfarið hefast hrossa- og folaldaslátrun. Á heimasíðu KS kemur fram að sláturtíðin hafi gengið vel það sem af er en fyrir síðustu helgi var búið að slátra um 85 þúsund fjár þegar tvær vikur voru eftir af vertíðinni. Meðalþyngd dilka er 16,6 kg, einkunn fyrir gerð er 9,31 og 6,25 fyrir fitu. Í fyrra endaði sláturtíðin í einkunn fyrir gerð 9,18 og 6,38 fyrir fitu og meðalþyngdin í 16,7 kg. Búið er að gefa út verðskrá fyrir hrossaafurðir og fást 320 kr. fyrir kílóið af innlögðu folaldi og 120 kr. fyrir fullorðið hross. Verðið getur svo hækkað í 140 kr/kg fyrir þau hross sem veljast á Japansmarkað en þau eru sérvalin, vöðvar vel fitusprengdir og er eingöngu slátrað á mánudögum. /PF 40/2019 3

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.