Feykir


Feykir - 23.10.2019, Side 4

Feykir - 23.10.2019, Side 4
Lína Langsokkur – Þvílík skemmtun maður!! Kíkt í leikhús - Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Línu Langsokk sl. föstudag Ég og 9 ára dóttir mín örkuðum spenntar inn í Bifröst, tilbúnar í að heimsækja Sjónarhól, Línu og vini hennar. Mjög langt er síðan ég hef séð þetta leikrit, og var ég því búin að gleyma hversu ótrúlega fyndið þetta verk er, og magavöðvarnir allskostar óundirbúnir fyrir komandi átök þar sem ég hló næstum allan tímann! Sviðsmyndin var einföld en mjög skemmtileg og vel nýtt. Allt í sviðsmyndinni hafði meira en eitt hlutverk og skiptingarnar auðveldar. Reyndar truflaði það mig til að byrja með að í örfáum atriðum voru sviðsmenn að vinna í skiptingu á meðan leikarar voru í forgrunni að leika atriðið þegar auðvelt hefði verið að hafa atriðið á ytra sviði og dregið fyrir á meðan skipting færi fram, en þetta vandist fljótt. Tæknimál virtust vera eitthvað að stríða þeim þar sem aðalpersónur voru með míkrófón, en í flestum söngatriðum var ekki kveikt á honum, sem orsakaði það að leikarar þurftu að setja mikið púður í sönginn sem gerði það að verkum að stundum voru þau orðin móð. Þetta er vonandi bara tilfallandi vandamál sem ég treysti á að búið sé að kippa í liðinn þegar þetta er skrifað. L e i k s t j ó r n f a n n s t mér góð. Mikið um frábærar ákvarðanir sem gerðu það að verkum að leikarar á sviðinu voru allir lifandi og sama hvert maður leit, alltaf voru einhver smáatriði í gangi sem gaman var að, hvort sem um aðalpersónur eða aukaleikara væri að ræða. Litli apinn Níels og hesturinn Drottning eru gott dæmi um það. Mér fannst sú ákvörðun að hafa tvær Línur til að gera fjörugar senur áhugaverðari algjörlega brilliant, og var það einstaklega vel útfært. Leikarar skiluðu sínu með sóma, allir sem einn. Mikið var um ný andlit á sviðinu, og þó svo að sum þeirra hafi verið að stíga sín fyrstu skref, þá vona ég svo sannarlega að það verði ekki þeirra síðustu á fjölum Bifrastar. Stjarna sýningarinnar, óneitan- lega, er hún Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir í hlutverki sjálfrar Línu. Hlutverk Línu útheimtir mikla orku og skilaði Emelíana því svo sannarlega. 14 ára gömul sýnir hún sjálfstæði og þroska í leik sínum sem maður myndi gera ráð fyrir hjá útlærðum leikara. Sem Lína heillaði hún salinn gjörsamlega, hélt sér í karakter hvort sem augun voru á henni eður ei, og þegar köll eða hróp úr sal bárust -óvænt eða ekki, sem oft er viðbúið á barnasýningum – pikkaði hún það alltaf upp og samtvinnaði inn í rulluna. Emelíana Lillý er svo sannarlega rós í hnappagat Leikfélags Sauðárkróks og verður gaman að fylgjast með henni þroskast á sviðinu. Senuþjófur sýningarinnar að mínu mati er persóna sem sagði ekki eitt einasta orð – hesturinn Drottning! Hversu oft ég stóð mig að því að hlæja að henni man ég ekki, en það er alveg á hreinu að konungbornari hestur hefur ekki stigið á fjalir leikhúss fyrr eða síðar. Heilt á litið er leikritið Lína Langsokkur í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks alveg frábær skemmtun, og hvet ég alla til að fara og sjá sýninguna allavega einu sinni. Börnin eiga eftir að skemmta sér konunglega, og fullorðnir jafnvel betur! Takk fyrir mig. Hrafnhildur Viðarsdóttir MYNDIR: LEIKFÉLAG SAUÐÁRKRÓKS 4 40/2019

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.