Feykir


Feykir - 23.10.2019, Qupperneq 6

Feykir - 23.10.2019, Qupperneq 6
Sigga er fædd í mars árið 1949 á Vatni á Höfðaströnd en flutti ásamt foreldrum og tveimur systrum, Ingibjörgu og Önnu, í Mýrakot í sömu sveit árið 1954 og þar fæddist bróðirinn Jón sama ár. Sigga segir að nóg hafi verið að gera í sveitinni á uppvaxtarárunum og þær systur hafi leikið sér mikið saman enda á svipuðu reki. Barnaskóla sótti hún á Hofsósi og þar sem enginn skólaakstur var í boði og ekki var kominn bíll á bæinn á þessum tíma, hjóluðu þær systur, hún og Anna sem er árinu yngri, alltaf í skólann en leiðin frá Mýrakoti í Hofsós er fimm kílómetra löng. Það gat verið nokkuð strangt í misjöfnum veðrum og fyrir kom að þær þyrftu að berjast þetta í hvassviðri og jafnvel í stórhríð sem gat skollið á fyrirvaralítið. Sigga segir að þær systur hafi nú reyndar verið heppnar með það að veturnir voru nokkuð góðir á þessum tíma hvað veðurfar snerti og auðvitað voru þær aldrei sendar út í neina tvísýnu. Þegar Sigga var 18 ára hóf hún nám í Hjúkrunarskóla Íslands. „Það var tekið inn í skólann tvisvar á ári, á haustin og seinni part vetrar, og svo var útskrift líka tvisvar á ári,“ rifjar Sigga upp en svo skemmtilega vill til að þann dag sem viðtalið er tekið er einmitt útskriftardagur hennar úr skólanum, 17. október. „Við vorum 40 sem byrjuðum þarna, það var nýfarið að fjölga svona í hollunum. Þetta voru alltaf kölluð holl og hollsystur þær sem voru með manni.“ Það hefur náttúrulega enginn karlmaður slæðst inn í þetta nám á þessum tíma? „Jú, það var alltaf einn og einn, það var held ég einn sem byrjaði með okkur en hann hætti námi. Námið hófst með fjögurra mánaða bóklegu námskeiði og svo fór maður bara strax að vinna úti á deildunum. Það voru þó alltaf einhverjar nokkrar kennslustundir sem maður þurfti að sækja þó maður væri að vinna. Við tókum nú ekki vaktir strax, við vorum blánemar þarna.“ Af hverju kom það nafn til? „Ég veit það ekki alveg, kannski vorum við bara svona miklir blábjánar, eða kunnum svo lítið,“ segir Sigga og hlær. „Við vorum með kappa náttúrulega, vorum í einkennisbúningi, blár kjóll með hvítri svuntu og VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir svo kappi sem var rúnaður og við fengum svokallaðar bólur í hann, þetta voru svona hnappar. Fyrst vorum við með eina bólu og svo þegar við vorum á síðasta ári þá vorum við komnar með þrjár bólur. Það var voðalega virðulegt að vera kominn með þrjár bólur í kappann.“ Sigga segir að námsdvölin í Hjúkrunarskólanum hafi verið skemmtilegur tími og sterk tengsl myndast milli skólasystranna. Flestar voru stúlkurnar á heimavist en fram undir þann tíma hafði verið skylda að nemendur skólans dveldu þar þó eitthvað hafi verið farið að slaka á þeirri kröfu þegar þarna var komið sögu. Hjúkrunarnámið Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur í Feykisviðtali Þótti alltaf gaman að græða sár Nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. MYND: LJÓSMYNDASTOFA VIGFÚSAR SIGURGEIRSSONAR. Fyrr á þessu ári lét Sigríður Jónsdóttir af störfum sem hjúkrunarfræðingur á Hofsósi eftir að hafa staðið vaktina þar í nærfellt 45 ár og í hugum margra verið hvort tveggja í senn, hjúkrunarfræðingur og læknir og hafa margir íbúanna hafa ekki síður leitað til hennar viðvíkjandi ýmis mál, stór og smá, enda var hún lengst af með daglega viðveru á stofu. Lengstan hluta starfsævinnar bjó fjölskyldan í íbúð á efri hæð heilsugæslunnar á Hofsósi og því voru skilin milli vinnu og einkalífs ekki alltaf mjög skörp. Eiginmaður Sigríðar er Óskar Hjaltason og eignuðust þau þrjú börn, Áslaugu sem fædd er árið 1974, Jón Þór fæddist 1976 og lést árið 1999, og Kristin sem fæddist árið 1991. Undanfarin níu ár hafa þau hjónin búið í Glæsibæ í Sléttuhlíð en jörðina keyptu þau árið 1976 . Feykir fékk Sigríði, eða Siggu eins og hún er jafnan kölluð, til þess að líta yfir farinn veg. Sigríður Jónsdóttir. MYND: FE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.