Feykir


Feykir - 23.10.2019, Blaðsíða 8

Feykir - 23.10.2019, Blaðsíða 8
Skjáskot ÁSKORANDAPENNINN Jón Kalmann skrifaði eitt sinn um höfuðáttirnar þrjár, vindinn, hafið og eilífðina. Hann skrifaði líka um aflið sem enginn getur staðist. Aflið sem togar í okkur öll. Ástina. Aflið mitt er í Skagafirði, vindurinn, hafið og eilífðin. Aflið er Skagafjörður. Ég er fimm ára, stend inni í herbergi frænku minnar. Ég er af einhverjum ástæðum að stara á vegginn. Ég er kvíðin. Upphaflega ætluðum við að horfa á Grease en ég veit að hún setti Ghostbusters spóluna í tækið. Bókasafnsdraugurinn hræðir mig. Ég hugsa með mér að ég biðji hana bara að spóla yfir það. Vona að hún verði við því en hún er ákveðin. Ég bít á jaxlinn. Ég er níu ára. Mamma og pabbi eru að vekja mig um miðja nótt. Skil ekki alveg hvað þau eru að segja, eyrun eru ennþá sofandi. Þau draga mig út í bíl og keyra niður á sand. Það er sumarnótt og sólin rúllar á sjónum norður í firði. Þetta er fallegt, mamma og pabbi vita það. Þau ala í brjósti óskina og þrána um sólina sem aldrei sest á sumarlandinu. Ég er ellefu ára. Ég sit í skólarútunni á leið heim, ekki samt of aftarlega, þar sitja stóru krakkarnir. Það er ískalt og snjór. Það er rifa á hnjánum á Levi´s gallabuxunum mínum. Hún er þar viljandi. Einn af stóru strákunum kemur upp í rútuna. Hann vill fá uppskriftina af svo flottum buxum. Ég hugsa lengi hvort ég eigi að grínast með egg og hveiti, ég segi ekkert. Ég hef áhuga á tísku. Ég er tólf ára. Ég er að labba heim eftir sundæfingu. Það er kalt, frost. Mér er illt í fótunum eftir grófa saltið á sundlaugarbakkanum. Hárið er frosið. Ég kreisti það í von um að það þiðni. Ætli hestunum sé eins kalt og mér. Að synda er eins og að svífa, fljúga. Ég hef alltaf getað flogið í draumum mínum. Ég er 15 ára og ástfangin. Hann er líka aflið. Hann togar. Fyrsti kossinn er fyrir framan vini okkar beggja, fyrir framan alla. Það er klappað og fagnað… eða var það í hausnum á mér. Hann er það fallegasta sem hefur verið búið til. Hvíta kollinum er náð á Króknum. Sá hvíti gefur til kynna nýtt upphaf. Árin fjögur á undan voru ólgusjór, dásamleg og skelfileg. Síðan er stefna tekin suður. Ætla að gera það sama og pabbi. Hann er fyrirmyndin. Fyrir sunnan hverfur maður í fjöldann. Maður er enginn, þar til maður verður einhver. Stressið er mikið, námið tekur toll. Það nær inn að beini. Friðurinn fæst með helgum fyrir norðan. Hvert skipti þegar keyrt er fram hjá skiltinu af hestinum segjum við „velkomin heim“ við hvort annað. Því að fara norður er alltaf að fara heim. Hann er úr sveit. Það er gott. Eyþór orti um sveitina, göngurnar, loftið, tilfinningarnar og ilminn. Verki í fótum, gleði í hjarta, heiðina sem bíður. Friðurinn er í sveitinni og þá er gott að vaka. Námið er klárað, fyrsta barnið kemur, strákurinn. Mamma er fyrirmyndin. Við flytjum í Hafnarfjörð, alveg við sjóinn, nánast ofan í sjóinn, tilviljun? Þar er heima næstu árin, þar er bærinn í borginni. Tíminn líður. Stúlka fæðist með snjóhvítt hár, eins og vetur fyrir norðan. Tilviljun? Við flytjum í Kópavog, við útjaðarinn. Við erum í Heiðmörkinni og við hesthúsin. Tilviljun? Við verðum meðalfjölskylda, pössum í bílinn auðveldlega. Við erum gott teymi, spilum maður á mann. Við keyrum norður, förum fram hjá skiltinu með hestinum. Strákurinn minn segir „velkomin heim“. -- Ég skora á Sunnu Björk Björnsdóttur að koma með pistil. Sunna Ingimundardóttir. MYND: AÐSEND Sunna Ingimundardóttir – brottfluttur Króksari þurfa ekki að vera undir stýri. Við höfðum það, það slapp allt saman. Svo man ég einu sinni ég þurfti að fara út í Fljót, þá fékk ég sjúkrabílinn með mér. Þá keyrði Einar Einarsson og það var mikill renningur og rosalega vont veður. Það voru nokkurra metra háir ruðningar, tækið var nýbúið að fara en það var samt að fylla í ruðningana þarna fyrir ofan Hofsós. Einar keyrði svo hratt að ég huggaði mig við að það var að koma sjúkrabíll ofan af Krók þannig að það væri ekkert rosalega langur tími sem liði þangað til að maður yrði hirtur upp ef við færum út af einhvers staðar,“ segir Sigga og brosir. „Það var nú svona sérstaklega, fyrstu árin sem maður var alltaf á ferðinni. Það var hringt í mann á nóttu og degi og það var alveg viss passi að ef ég var með barnaafmæli eða jólaboð eða eitthvað, þá var hringt. En það var oft sem maður þurfti kannski ekki að fara nema niður á stofu. Þá var nú mjög mikill kostur að búa á vinnustaðnum, þá vissi ég líka alltaf af börnunum uppi ef ég fór ekki með þau út í Mýrakot til mömmu pabba. Þau voru nú betri en enginn enda fannst krökkunum mjög gaman að fara út eftir. Stundum voru þau bara ein uppi og voru þá kannski aðeins að koma niður en maður vissi alltaf af þeim og þau voru alltaf mjög kurteis.“ Eins og fyrr segir þurfti Sigga að ganga í mörg störf sem læknar mundu sinna undir flestum kringumstæðum. Segir hún að í hjúkrunarskólanum hafi ekki verið kennt að sauma né að hlusta og skoða í eyru. „Guðjón Magnússon sem varð síðar aðstoðarlandlæknir, hann var þá læknir á Sauðárkróki og var með stofutíma hér. Ég man eftir að hann sagði: „Það þýðir nú eiginlega ekkert annað fyrir þig en að kunna að sauma á svona stað, svona einföldustu sár alla vega.“ Svo tók hann svamp og sýndi mér. Ég var ekki búin að prófa sjálf þegar ég fékk fyrsta tilfellið. Það kom til mín maður, strákurinn hans hafði skorið sig í andliti. Ég sagðist aldrei hafa saumað og spurði hvort hann vildi ekki bara fara með hann upp á Krók? „Nei, kemur ekki til greina, þú bara æfir þig þá á stráknum!“ Hann var svo ákveðinn að ég lét til leiðast. Þetta er nefnilega dálítil kúnst með hnútinn, að gera þetta með töngum, og ég var svolítið hrædd um að það mundi rakna upp hjá mér, en mér tókst það, þetta hélt alveg hjá mér og ég held að Guðjón hafi bara aldrei látið mig sauma í svampinn,“ segir Sigga og hlær en þess er vert að geta að hún er annáluð fyrir lagni sína við að sauma sár. „ Það voru ýmsir svakalegir skurðir, ég man eftir einum manni, hann var að moka og það sló hann hestur og skóflan lenti í efri vörinni. Hann kom á tröppurnar hjá mér og tennurnar sáust í gegnum skurðinn. Þetta saumaði ég og það tókst.“ Að lokum er við hæfi að spyrja Siggu hvað henni hafi þótt skemmtilegast við starfið. „Mér fannst alveg ægilega gaman að sauma, ég sakna þess svolítið. Ég hafði mjög gaman af að reyna að græða sár og búa um þau og sauma. Manni finnst þetta kannski ekki mjög huggulegt ef maður sér það, t.d. í sjónvarpinu, en þegar á hólminn er komið er þetta bara gaman,“ segir Sigga og bætir því við að reyndar hafi hún yfir höfuð haft mikla ánægju af starfi sínu og samskiptum við íbúana. Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni héldu Sigríði kveðjusamsæti við starfslok hennar. Hér er hún ásamt stjórnarmeðlimum samtakanna. F.v. Auður Björk Birgisdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Ingvar Daði Jóhannsson og Vala Kristín Ófeigsdóttir. MYND: FE 8 40/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.