Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  106. tölublað  108. árgangur  BÚAST VIÐ ÍBÚÐASKORTI Á NÆSTA ÁRI HRYLLILEG SPÆNSK ALLEGÓRÍA ALGJÖR FORRÉTTINDI AÐ FÁ AÐ LEIKA JÚLÍU EL HOYO Á NETFLIX 25 EBBA KATRÍN 24VIÐSKIPTAMOGGINN Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Veðrið lék við konurnar í garðinum hjá Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í gær þegar hún tók við leyniskilaboðakerti frá menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar. Söfnunarátak menntunarsjóðs hófst í gær með sölu á mæðra- blóminu, í formi kertis, en sjóðurinn styrkir tekjulágar konur til mennta. F.v. Þórunn Árnadóttir hönnuður, Anna H. Pét- ursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, Sigríður Thor- lacius söngkona, Eliza Reid forsetafrú, frú Vigdís og Guð- ríður Sigurðardóttir, formaður menntunarsjóðsins. »10 Sólin skein glatt þegar Vigdís tók við leyniskilaboðakerti Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðni Einarsson Baldur Arnarson Þóroddur Bjarnason Unnið er að samkomulagi viðskipta- bankanna við Seðlabankann vegna brúarlána til fyrirtækja í rekstrar- vanda. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka miðar vinnu þeirra vel. Ein tillagan snýr að því að lánin geti verið til allt að 30 mánaða. Íslandsbanki hefur tekið við um- sóknum frá um 500 fyrirtækjum sem hafa sótt um greiðsluhlé til allt að sex mánaða. Það er í samræmi við sam- komulag Samtaka fjármála- fyrirtækja um tímabundinn greiðslu- frest á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs Covid-19. Af þeim umsóknum sem Íslandsbanki hefur afgreitt hefur innan við 3% verið hafnað. Koma vel undan vetri Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, telur að verslanir á Íslandi muni almennt ekki þurfa á brúarlánum að halda. Þorri þeirra muni enda standa af sér kórónuveirufaraldurinn. „Ástandið hefur gerbreyst. Verslunin er með nokkrum undantekningum að sigla í rétta átt,“ segir Andrés og bendir á aukna netverslun. Það kalli á fjölgun starfsmanna. Jafnframt hafi ferðabannið í för með sér að stór hópur fólks sem verslaði erlendis versli nú heima. Hins vegar sé þungt undir fæti hjá mörgum verslunum í miðborginni. Þær hafi margar gert út á erlenda ferðamenn á síðustu árum. Kringlan nálgast fyrra horf Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir gestafjöldann í Kringlunni hafa fallið úr að jafnaði 11 þúsund á hefðbundn- um virkum degi í rúmlega fjögur þús- und þegar minnst var. Til marks um aukninguna hafi um 10.400 manns komið í Kringluna í fyrradag. „Ef matvöruverslanirnar eru undanskildar voru flestir með lág- marksafgreiðslutíma og starfsmenn- irnir í 25% starfi. Nú eru þeir hins vegar að koma hratt til baka. Versl- unareigendur eru farnir að lengja af- greiðslutímann. Það er ánægjulegt að sjá hvað viðspyrnan virðist vera öfl- ug,“ segir Sigurjón Örn. Gunnar Gunnarsson, forstöðumað- ur greiningar hjá Creditinfo, telur að brúarlán, alls að fjárhæð 71 milljarð- ur króna, muni duga til að greiða launakostnað 6.300 lífvænlegra fyrir- tækja í tvo til þrjá mánuði. 500 fyrirtæki sótt um greiðsluhlé  Annríki hjá Íslandsbanka  Unnið að lengri brúarlánum Líflína í kreppu » Með brúarlánum, eða við- bótarlánum, á að styðja við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldursins. » Þegar skilmálar lánanna voru kynntir um miðjan apríl var rætt um að hámarksláns- tími frá útgáfu yrði 18 mánuðir. » Rætt var um að ríkið veitti ábyrgð af hluta viðbótarlána banka til fyrirtækja. MViðskiptaMogginn  „Það er óþolandi að þurfa að búa við svona óþrifnað,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grafar- vogi, um ástand gatna og gangstíga í Reykjavíkurborg. Þótt byrjað sé að hreinsa og sópa eftir sandaustur vetrarins er enn rúmur mánuður í að hreinsibílar láti sjá sig í síðustu íbúðagötum Reykjavíkur. Aldís Jónsdóttir, formaður Sam- taka lungnasjúklinga, kallar eftir því að götur og stígar séu hreinsuð á veturna. »6 Sinni þrifum betur Tveir lánasamningar Icelandair Group eru í uppnámi vegna þess að félagið hefur ekki getað staðið við tiltekin ákvæði þeirra. Heildar- skuldbindingar tengdar samning- unum nema 93 milljónum dollara, jafnvirði 13,7 milljarða króna. Samn- ingarnir eru skilgreindir sem lang- tímafjármögnun hjá félaginu en vegna stöðunnar sem upp er komin neyðist félagið til að bókfæra skuld- bindingarnar sem skammtímakröfur á hendur því. Í árshlutareikningi félagsins er ekki tilgreint hvaða ákvæði samn- inganna eru í uppnámi. Þar er hins vegar gefið upp að þeir séu á gjald- daga 2024. Í fyrra tók félagið 80 milljóna dollara lán hjá Landsbanka Íslands til fimm ára með veði í 10 flugvélarskrokkum og var það gert til þess að greiða inn á skuldabréf sem komið var í uppnám þar sem fé- lagið gat ekki staðið við alla skilmála þess. »ViðskiptaMogginn Morgunblaðið/Eggert Flug Icelandair heldur uppi lág- marksflugi til landsins og frá. Samningar í uppnámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.