Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert
Digraneskirkja Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi málin.
Efling hefur verkfallsvörslu í dag
Þorri þeirra sem hófu vinnustöðvun í gær starfar hjá Kópavogsbæ Samningafundur ekki boðaður
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Efling efndi til fundar í gær í Digra-
neskirkju fyrir félagsmenn sem
lögðu niður störf á hádegi og vinna
hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ,
Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og
Sveitarfélaginu Ölfusi. Fundinum
var streymt til fjarstaddra.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formað-
ur Eflingar, segir að um 270 manns
hafi lagt niður störf í gær og lang-
flestir af þeim starfi hjá Kópa-
vogsbæ eða meira en 230 manns. Í
dag hefst verkfallsvarsla.
„Við byrjum á zoomfundi með fé-
lagsmönnum og förum yfir verk-
fallsvörsluna. Svo verður hún fram-
kvæmd meðan á verkfallinu
stendur,“ segir Sólveig Anna.
Eflingarfólk vinnur m.a. hjá ræst-
ingafyrirtækjum og munu vera
skóla sé allt ræstingafólk í Eflingu.
Húsnæði þeirra verður því lokað
fyrir nemendum í dag, ef ekki
semst. Þá hefur verkfallið mismikil
áhrif á hina grunnskólana í bænum.
Allt starfsfólk sem ræstir leik-
skólana Furugrund, Fífusali og
Rjúpnahæð og Kópastein að hluta
er í Eflingu. Leikskólarnir voru opn-
ir í gær og er nánari upplýsinga að
vænta. Þá annast Eflingarfólk ræst-
ingar á bæjarskrifstofunum og í
menningarhúsum Kópavogs. Menn-
ingarhúsin verða áfram lokuð og
þjónustuver bæjarskrifstofu.
Eflingarfólk sem sinnir heima-
þjónustu, alls 36, er í ótímabundnu
verkfalli. Sótt verður um undanþág-
ur vegna brýnustu starfanna. Verk-
fallið hefur áhrif á marga aðra þætti.
Kennsla fer fram í Grunnskóla
Seltjarnarness í dag. Framhaldið er
til skoðunar.
dæmi um að slík fyrirtæki annist
ræstingar í sumum skólahúsum
Kópavogsbæjar í verktöku. Sólveig
Anna segir Eflingarfólk hjá fyrir-
tækjum á almennum markaði taka
laun eftir þeim kjarasamningi. Það
er því ekki að fara í verkfall. Efling
fari fram á að fá það sama og skrifað
var undir við Reykjavíkurborg og
ríkið. „Við köllum þetta leiðréttingu.
Þau sem eru á lægstu laununum fá
rétt ríflega 20 þúsund króna hækk-
un í viðbót við 90 þúsund króna
hækkun lífskjarasamningsins. Svo
trappast þetta fremur hratt niður og
fer ekki til fólks með há laun,“ segir
hún.
Í gær var ekki búið að boða samn-
ingafund í kjaradeilunni.
Kópavogsbær tók saman upplýs-
ingar um áhrif verkfallsins. Þar
kemur fram að í Kársnesskóla, Álf-
hólsskóla, Kópavogsskóla og Sala-
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is
Við búum til
minningar myndó.isljósmyndastofa
NJÓTUMMINNINGANNA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Fyrirhuguðu útboði vegna kaupa
á þremur þyrlum fyrir Landhelg-
isgæsluna verður frestað til ársins
2022 og í staðinn verða leigusamn-
ingar vegna tveggja þyrlna sem
Landhelgisgæslan er með í notk-
un framlengdir. Þá á að leigja eina
þyrlu til viðbótar og selja TF-
LIF.
Þetta staðfesti Ásgeir Erlends-
son, upplýsingafulltrúi Landhelgis-
gæslunnar. Vísir greindi fyrst frá
og hafði eftir Áslaugu Örnu Sig-
urbjörnsdóttur dómsmálaráðherra
að með þessu spöruðust um 11,5
milljarðar króna. Málið var rætt á
ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.
Ákvörðunin var tekin í fullu sam-
ráði við Landhelgisgæsluna sem
gerði tillögur að nokkrum sviðs-
myndum til ráðuneytisins, sagði
Ásgeir. Allir yrðu að hjálpast að í
ljósi aðstæðna og Landhelgisgæsl-
an væri ekki undanskilin. Þyrlan
sem á að leigja verður líklegast af
sömu tegund og þær sem eru nú
þegar á leigu, Airbus H225.
Fresta þyrlukaupum LHG
Útboði á kaupum á þremur þyrlum frestað til ársins 2022
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Þyrla Ætlunin er að selja þyrluna TF-LIF og leigja þyrlu í staðinn.
Björn Leví
Gunnarsson,
þingmaður Pír-
ata, hefur lagt
fram fjölda fyr-
irspurna á Al-
þingi í vikunni
um lögbundin
hlutverk stofn-
ana og kostnað
við verkefni þeim
tengd. Stein-
grímur J. Sigfússon, forseti Alþing-
is, upplýsti á þingfundi í gær að
fyrirspurnir þessar gætu orðið alls
60-80 talsins. Upphaflega hafði
þingmaðurinn lagt fram eina um-
fangsmikla fyrirspurn en þar sem
svör við fyrirspurnum eiga að vera
stutt og hnitmiðuð var henni skipt
upp.
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi
fyrirspurnaflóðið og kallaði það
gjörning. „Ég tel rétt að ef þing-
maðurinn hefur einhvern afmark-
aðan sérstakan tilgang með þessu
upplýsingaflóði þá væri rétt að það
væri upplýst,“ sagði Birgir.
Geta orðið
60-80 fyrir-
spurnir
Björn Leví
Gunnarsson
Fyrirspurnaflóð
kallað gjörningur
„Þetta er ekki grín en ég er ekki að
krefjast neins. Þetta er bara til að
sýna það að það er fullt af ein-
staklingum sem vill að líkamsrækt-
arstöðvar verði opnaðar,“ segir Vikt-
or Berg Margrétarson. Hann hefur
hafið undirskriftasöfnun til þess að
þrýsta á stjórnvöld um að opna lík-
amsræktarstöðvar um leið og sund-
laugar verða opnaðar. Rætt hefur
verið um að það geti gerst 18. maí.
Tæplega 800 manns höfðu skrifað
nöfn sín á listann um þrjúleytið í gær.
World Class hefur opnað fyrir bók-
anir í fjóra hóptíma í þremur af lík-
amsræktarstöðvum sínum hinn 18.
maí, að því er fram kemur á heima-
síðu fyrirtækisins.
Þrýsta á
opnun lík-
amsræktar
Hvalaskoðunarbátar Norðursiglingar og fleiri útgerða
á Húsavík liggja nú bundnir við bryggju. Áætlað er að
120-130 manns hafi haft beina atvinnu af hvalaskoð-
unarferðum þaðan yfir háannatímann. Nú lítur út fyrir
mjög rólegt sumar vegna heimsfaraldursins. Þó verða
einhverjir bátar gerðir klárir í hvalaskoðun.
Bátarnir bundnir við bryggju
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hvalaskoðunarferðir frá Húsavík hafa laðað að marga ferðamenn
Fjórir karlmenn, sem handteknir
voru í aðgerðum lögreglu við Hval-
fjarðargöng í lok febrúar, hafa ver-
ið úrskurðaðir í áframhaldandi
gæsluvarðhald til 22. maí. Menn-
irnir verða í varðhaldi á grundvelli
almannahagsmuna en lagt hefur
verið hald á talsvert magn fíkni-
efna við rannsókn málsins. Miðar
henni vel að sögn lögreglu.
Fjórir karlar verða
áfram í varðhaldi