Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 6

Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 Er ferðavagninn rafmagnslaus? TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu örugg t start með TUDO R Frístunda rafgeymar í miklu úrvali, AGM þurr rafgeymar eða lokaðir sýrurafgeymar. SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er í raun ótrúlegt hvað menn byrja seint að hreinsa götur hérna, en sem dæmi má nefna að sam- kvæmt plani Reykjavíkurborgar stendur ekki til að byrja að hreinsa síðustu hverfin í Grafarvogi fyrr en 11. júní. Þá er nú bara nánast byrj- að að hausta aftur,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grafarvogi, í samtali við Morg- unblaðið. Byrjað var að hreinsa húsagötur í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn og hófst verkið í póstnúmeri 116, Kjal- arnesi. Farið er hverfaskipt um höfuðborgina og er breytilegt eftir árum í hvaða hverfi vinnan hefst. Að þessu sinni eru síðustu göturnar Garðsstaðir, Brúnastaðir, Bakka- staðir og Barðastaðir í póstnúmeri 112 en sem fyrr segir á hreinsun þar ekki að hefjast fyrr en 11. júní. Ljóst er að Ólafur er ekki eini íbúi hverfisins sem er ósáttur með þetta fyrirkomulag því á Facebook- síðu Reykjavíkurborgar hafa íbúar í Grafarvogi og öðrum hverfum lýst yfir vonbrigðum sínum. „Þessi þrif hjá RVK ganga allt of hægt og byrja allt of seint. Gatan hjá mér í 112 þrifin í júní. Allar götur og stígar búnir að vera auðir síðan í mars,“ segir einn. Annar íbúi segist ósáttur við að Grafar- vogur sé nú annað árið í röð síðasta hverfið til að vera tekið í gegn. Enn annar íbúi í Reykjavík bendir á að gangstígar séu „viðbjóðslegir“ í Vesturbergi í Breiðholti og þá vill sá fjórði „mánaðarleg þrif til að binda ryk eins og í öðrum borgum“. Óþolandi óþrifnaður í borginni Ólafur segir gagnrýnivert að Reykjavíkurborg skuli ekki leggja meiri áherslu á hreinsun gatna árið um kring, líkt og margar aðrar borgir gera. Þess í stað er hreinsað á vorin og haustin. „Víða erlendis er þetta gert í hverjum einasta mánuði. París ger- ir þetta til að mynda aðra hverja viku. Í Prag eru allar götur þrifnar einu sinni til tvisvar í mánuði. Ef þú myndir keyra Strandveg núna fyrir framan Gylfaflöt þá er ekkert nema drullutaumurinn meðfram öllu þar og ef þú ferð í hann þá þyrlast upp ryk í allar áttir,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Það er óþolandi að þurfa að búa við svona óþrifnað. Bíllinn minn er drullugur alla daga og það er alveg sama hversu oft ég þríf hann, það er komið ryk og drulla á rúðurnar aft- ur eftir eina nótt. Það má sjá ryk- tauma á eftir öllum bílum hér, ekki síst þegar horft er á eftir stræt- isvagni keyra Ártúnsbrekkuna. Svona óþrifnað sér maður til að mynda ekki í Kaupmannahöfn.“ Þá segir Ólafur einnig sérstakt að hjólastígar í Grafarvogi séu enn óhreinsaðir eftir sandausturinn í vetur. „Ég skellti mér á hjólið um helgina og þessir stígar eru enn ósópaðir. Maður þarf því að hafa varann á í hverri einustu beygju. Svona er þetta á nánast öllum stíg- um. Reykjavíkurborg er bara ekki að standa sig þegar kemur að hreinsun. Ég minnist orðið á þetta á hverju einasta ári og ég er bara orðinn hundleiður á því að þurfa að benda á hið augljósa,“ segir hann. Veðurgluggar ekki nýttir Rögnvaldur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Hreinsitækni sem sér um götuþrif í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu. Hann segir öll sín tæki á fullu um þessar mundir og að starfs- menn sínir leggi hart að sér við hreinsun gatna. Aðspurður segist hann kannast vel við þær gagnrýnisraddir sem telja að hægt sé að byrja götuhreinsun fyrr á árinu og klára verkið á skemmri tíma. „Ég held að fólk átti sig ekki al- veg á umfanginu; að sópa og þvo hverja einustu götu og stétt í Reykjavík. Við höfum oft byrjað forsóp í mars en núna var það ekki hægt út af veðurfari. Við sópum jú ekki í snjó og frosti,“ segir hann og bendir á að til að sópa þurfi allur snjór að vera farinn og hitastig yfir frostmarki. Rögnvaldur bendir hins vegar á að á árum áður hafi veðurgluggar verið nýttir á veturna til að halda skítnum í lágmarki og létta um leið undir með vorverkunum. Það sé þó ekki stefna Reykjavíkurborgar lengur. „Þegar það myndaðist rigning og þíða gátum við farið út á göturnar til að taka aukaþrif yfir veturinn. Og það flýtti auðvitað fyrir vor- hreinsuninni, en það er töluvert síðan menn hættu þessu,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki hans sé þó reiðubúið til að taka að sér þrif á veturna þegar veðurgluggar myndast, hafi Reykjavíkurborg áhuga á því. Þá segir Rögnvaldur starfs- menn Hreinsitækni nú reyna hvað þeir geta til að halda áætlun Reykjavíkurborgar um götu- hreinsun í sumar. „Við gætum þó lent í vandræðum eins og ástandið er núna. Þannig gæti til dæmis bilað gatnasópur, en það gæti tekið allt upp í 30 daga núna að fá varahlut sem vanalega tekur um tvo daga að fá hingað frá útlöndum.“ Kallar eftir þrifum allt árið Aldís Jónsdóttir er formaður Samtaka lungnasjúklinga. Hún seg- ir marga eiga erfitt með að fara út úr húsi vegna mikils svifryks og kallar eftir því að borgin leggi meiri áherslu á götuþrif árið um kring. Ástandið sé gjarnan verst á vorin. „Hún er búin að vera voðalega drullug og svona er þetta alltaf á hverju einasta vori. Í svona veðri þurfum við alltaf að vera inni og sumir hafa neyðst til þess að setja blautar tuskur í glugga og falsa til að koma í veg fyrir að svifryk ber- ist inn. Við verðum alltaf að vera á varðbergi gagnvart þessu og auð- vitað eru þetta skert lífsgæði að komast ekki út úr húsi,“ segir hún og heldur áfram: „Borgin ætti að sjálfsögðu að nýta tækifærin. Ef það væri þrifið jafnt og þétt þá væri vandinn ekki uppsafnaður á vorin. Það má ekki gleyma því að þetta er mál sem snertir alla, ekki bara lungnasjúk- linga. Þetta skiptir máli fyrir lífs- gæði barna og fullorðinna.“ Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins. Borgin leggi meiri áherslu á þrif  Það er óþolandi að þurfa að búa við svona óþrifnað, segir íbúi í Grafarvogi  Ekki verður sópað hjá sumum íbúum Reykjavíkur fyrr en 11. júní  Borgin ætti að nýta veðurglugga á veturna til að hreinsa Morgunblaðið/Árni Sæberg Kærkomið Þessi sópari var við vinnu í Hraunbæ í gær en hverfi Reykjavíkur eru skítug eftir sandaustur í vetur. Skannaðu kóðann til að lesa meira um þetta á mbl.is Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári og eru á áætlun. Vont veður dró heldur úr framkvæmdahraða í lok síðasta árs og fram í mars en undanfarnar vikur hefur fyrsta hæð hússins tekið á sig mynd og sporöskjulaga form byggingarinnar farið að sýna sig. Að því er fram kemur á vef Fram- kvæmdasýslu ríkisins er fyrsta hæð- in svo til fullsteypt og unnið er að því að járnbinda gólfplötu annarrar hæðar. Húsi íslenskunnar er ætlað að vera fullbyggt haustið 2023, en þá verður starfsemi Árnastofnunar og íslenskudeildar Háskóla Íslands flutt í bygginguna. Eins og margir muna gekk fram- kvæmd þessi lengi undir nafninu „hola íslenskra fræða“ sökum þess hve lengi grunnur hennar stóð óhreyfður. Samningur um byggingu hússins var undirritaður í ágúst síð- astliðnum og framkvæmdir hófust í kjölfarið. Ljósmynd/Framkvæmdasýsla ríkisins Framkvæmdir Hús íslenskunnar rís nú á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Hús rís upp úr „holu íslenskra fræða“  Fyrsta hæðin er nú svo til fullsteypt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.