Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKLALAUSNIR.IS Öruggur og nettur verðmætaskápur fyrir heimili. 3 - 8 stafa aðgangskóði ásamt lyklum ef rafhlöður skildu klárast. Innbyggð 130 dB bjalla fer í gang ef rangur aðgangskóði er notaður oftar en þrisvar. VERÐMÆTASKÁPUR Hæð (cm) Breidd (cm) Dýpt (cm) Ytra mál 25 35 25 Innra mál 24,2 34 20 Fyrirspyrjandinn Björn LevíGunnarsson pírati stefnir nú að því að slá eigin met því að inn í þing- ið hrúgast nú fyrirspurnir sem hafa engan sýnilegan tilgang. Björn spyr alla ráðherra um allar stofnanir rík- isins og eru spurningarnar þessar: „1. Hvaða lög- bundnu verkefnum sinnir [nafn stofn- unar]?2. Hver er áætlaður heildar- kostnaður lögbund- inna verkefna [nafn stofnunar] og hver er áætlaður kostn- aður hvers verkefnis samkvæmt fjár- lögum fyrir árið 2020?“    Birgir Ármanns-son vék að þess- um fyrirspurnum og sagðist vilja „vekja athygli á ákveðnum gjörningi sem virðist vera í gangi af hálfu háttvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar“.    Píratar brugðust ókvæða við at-hugasemdinni og töldu að Birni vegið með því hvernig athugasemd- ina bar að, sem er mjög í anda þessa innihaldslausa formflokks. En meg- inatriðið er, eins og Birgir benti á síðar, að um stofnanir ríkisins „er fjallað í lögum um viðkomandi stofn- anir“ og „um fjárveitingar til hverr- ar stofnunar um sig í fjárlögum“.    Það er þess vegna fráleitur„gjörningur“, svo það sé pent orðað, af hálfu fyrirspyrjandans að varpa þeim óþarfa kostnaði á ráðu- neytin að svara slíkum delluspurn- ingum.    Það er hins vegar kominn tími tilað einhver þingmaður spyrji að því hvað allar hinar óþörfu spurn- ingar pírata kosta skattgreiðendur. Birgir Ármannsson Dýr gjörningur pírata STAKSTEINAR Björn Leví Gunnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegagerðin hefur ákveðið að setja upp LED-ljós með 25 metra millibili á vegakantana í Hvalfjarðargöngum til að leiðbeina ökumönnum. Hefðbundnar vegstikur eru núna í göngunum. Þær verða fljótt skítugar og sjást ekki vel þegar ekið er með lágu ljósin. Fram kemur í frétt á vef Vegagerð- arinnar að LED-ljós séu Norðfjarðar- göngum og hafi þeim verið mjög vel tekið. Ljósin gagnist einnig sem rým- ingarlýsing ef reykur kemur í göngin. Búið er að opna tilboð í verkið og var Orkuvirki ehf. Reykjavík með lægsta tilboð. Áætlað er að hefja verkið í september, eftir mesta umferðartím- ann, og á því að ljúka í nóvember. Hvalfjarðargöng voru opnuð 1998, því sé ekki óeðlilegt að komið hafi ver- ið að endurnýjun á einhverjum bún- aði. Frá því að Vegagerðin tók við göngunum 1. október 2018 hefur smám saman verið unnið að ýmsum endurbótum. Í göngunum er myndbandsvöktun- arkerfi sem sett var upp 2010. Það hefur ekki náð að vakta alla staði í göngunum, m.a. í beygjunum þar. Reynt var að bæta úr þessu en árang- urinn varð ekki sem skyldi. Því hafa nú verið boðin út kaup og uppsetning á nýju myndbandsatvikakerfi í göng- unum . sisi@mbl.is LED-ljós sett upp í göngunum  Ýmsar endurbætur gerðar í Hval- fjarðargöngum  Voru opnuð 1998 Morgunblaðið/Árni Sæberg Göngin Nýju LED-ljósin eiga að auðvelda ökumönnum aksturinn. Bættar vegasamgöngur hafa lengi verið helsta baráttumál íbúa í Árnes- hreppi og í fimm ára vegáætlun 2019- 2023 er 400 milljóna króna fjárveiting til Strandavegar um Veiðileysuháls, sem skiptist til helminga á árin 2022 og 2023. Vegagerðin hefur nú lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna og er hún aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar. Fyrirhugað er að breyta legu veg- arins á 11,8 kílómetra kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará innst í Reykjafirði, en eldri vegarkafli er 11,6 kílómetrar. Vegurinn verður lagður bundnu slitlagi og fer hæst í 250 metra hæð. Strandavegi er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kafl- anum frá Bjarnarfirði að Gjögri og er Veiðileysuháls helsti farartálminn á þeirri leið. Í góðri fjarlægð frá húsunum Í frummatsskýrslunni er bent á að að framkvæmdum loknum verði þó áfram erfitt að halda veginum um Kjörvogshlíð opnum að vetrarlagi, svo að framkvæmdin nýtist helst þeim sem leið eiga milli Bjarnar- fjarðar og Djúpuvíkur. Þar kemur fram að gert er ráð fyr- ir að nýi vegurinn liggi ofan byggð- arinnar í Djúpuvík og um Kjósar- höfða þar sem hann fer framhjá eyðibýlinu Kjós. Vegurinn verður lagður í góðri fjarlægð frá frístunda- húsum og íbúðarhúsum og miðað er við að leggja hann þannig að hann hafi minni áhrif á byggðina í Djúpu- vík en núverandi vegur, segir í frum- matsskýrslunni. Núna liggur vegurinn í gegnum byggðina þar sem aðstæður eru mjög þröngar og hættulegar. Þaðan liggur hann milli hótelsins og sjávar og með- fram sjónum um Kjósarnes. aij@mbl.is Styttist í vegabætur á Veiðileysuhálsi  Nýr vegur ofan byggðar í Djúpuvík Ljósmynd/Helga Aðalgeirsdóttir Djúpavík Núverandi vegur um byggðina getur verið hættulegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.