Morgunblaðið - 06.05.2020, Page 10

Morgunblaðið - 06.05.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 112738 Opel Crossland X ‘18, ekinn 60 þús. km. Verð: 2.190.000 kr. 590655 SsangYong Rexton ‘16. ekinn 72 þús. km. Verð: 4.890.000 kr. 112760 Ísland vill sjá þig í sumar Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar: Virka daga 12-17 Meira úrval á notadir.benni.is Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 Opnunartímar: Virka daga 9-18 Laugardaga 12-16 * Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. issan Qashqai ‘18, ekinn 63 þús. km. erð: 2.890.000 kr. Opel Grandland X ‘19, ekinn 62 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. Suzuki Vitara ‘19, ekinn 56 þús. km. Verð: 2.990.000 kr. SsangYong Korando ‘18, ekinn 54 þús.km Verð: 3.690.000 kr. 446125 590666 446151 750164 N V . Kaupauki Eldsneytiskort að verðmæti 50.000kr. Sjönætur að verðmæti 210.000 kr. Ævintýrapottur Skráðu þig til leiks á notadir.benni.is með völdum bílum! SsangYong Tivoli ‘17, ekinn 61 þús. km. Verð: 2.190.000 kr. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við sem störfum sem sjálfboða- liðar hjá Mæðrastyrksnefnd sáum á sínum tíma vel að margar ungar tekjulágar mæður og einstæðar höfðu ekki efni á því að ganga menntaveginn eða afla sér starfs- réttinda. Þá kom þessi hugmynd frá Aðalheiði Frantzdóttur fram- kvæmdastjóra að stofna mennt- unarsjóð. Fyrir átta árum veittum við svo fyrstu styrkina og höfum gert það árlega síðan,“ segir Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, en í dag hefst árlegt söluátak menntunarsjóðs Mæðra- styrksnefndar, með sölu á mæðra- blóminu, sem er leyniskilaboða- kerti. Allur ágóði af sölu rennur óskertur til menntunarsjóðsins, en markmið hans er að efla styrkþega til mennta og auka þannig mögu- leika þeirra á að finna góð störf sem geta tryggt þeim og fjöl- skyldum þeirra öruggari framtíð. „Það er gaman að fylgjast með því hversu sjóðurinn hefur eflst, fyrsta árið fengu aðeins fimmtán konur styrk en núna eru það rúm- lega fimmtíu konur sem fá náms- styrk. Frá upphafi stofnunar hans hefur sjóðurinn veitt fleiri en 250 styrki til náms og hefur því sann- arlega skipt sköpum fyrir margar konur. Í því árferði sem nú er eig- um við von á að ásóknin verði enn meiri í styrkina og þess vegna erum við á fullu að safna peningum í sjóð- inn,“ segir Anna og bætir við að auk lausasölunnar sendi konurnar í Mæðrastyrksnefnd einnig bréf til fyrirtækja og óski eftir stuðningi við sjóðinn. „Við erum þakklátar fyrir hversu mörg fyrirtæki hafa aðstoðað okkur og líka einstaklingar, sumir greiða fastar mánaðargreiðslur í sjóðinn.“ Styrktu fimm barna móður sem lýkur háskólanámi í vor Menntunarsjóðurinn veitir kon- um námsstyrk til fagnáms, starfs- réttindanáms, framhaldsskólanáms og háskólanáms. „Þetta þarf að vera hagnýtt nám sem sótt er um styrk til að stunda, svo konurnar geti farið að vinna við fagið. Flestar hafa sótt um styrk vegna náms í Háskóla Íslands, en iðnnám er að sjálfsögðu líka meðal þess sem við styrkjum. Við höfum styrkt margar konur í framhalds- skólum til þess að taka stúdents- próf, svo þær geti í framhaldinu farið í háskólanám. Þannig að við fylgjum þeim eftir, og sumar kon- urnar hafa fengið styrk frá okkur til margra ára samfleytt, þær þurfa aðeins að sýna að þær hafi náð prófum svo þær fái áframhaldandi styrk. Ég hef fylgst með konum sem hafa fengið styrki í þau átta ár sem liðin eru frá því við styrktum fyrstu konurnar. Meðal þeirra er til dæmis ein fimm barna móðir sem þurfti að klára stúdentinn, gerði það með sóma og fór svo í há- skólanám sem hún klárar í vor. Við höfum styrkt hana öll þessi ár, sem er einkar ánægjulegt. Það er dýr- mætt fyrir okkur að fá að fylgjast með þessum konum og kynnast þeim. Við sendum þeim alltaf póst um jólin og bjóðum þeim að koma í jólaúthlutun þar sem þær fá kort, en við reynum að gera aðeins meira fyrir þær, því við erum afskaplega stoltar af þeim. Mér finnst svo gam- an að fá að sjá þær, þetta hefur ver- ið langskemmtilegasta verkefnið frá því ég byrjaði að starfa sem sjálf- boðaliði. Þetta gefur þeim mikið sjálfstraust, að geta sótt sér mennt- un og vaxið. Fyrst eru þær feimnar og uppburðalitlar en núna kjaftar á þeim hver tuska. Við sjáum þær efl- ast,“ segir Anna og bætir við ekki sé skilyrði að konur sem sæki um styrki eigi börn eða séu ungar. „Þetta er opið fyrir konur á öllum aldri, við höfum líka styrkt konur um fimmtugt til náms.“ Covid setur strik í reikninginn Anna segist þakklát fyrir hversu almenningur sé ævinlega tilbúinn til að leggja þeim lið þegar hið árlega söfnunarátak fer af stað. „Það hefur gengið sérstaklega vel eftir að við fórum að selja kertin, þau hafa verið svakalega vinsæl enda eru þau frábær gjöf á mæðra- deginum. Þetta er í þriðja sinn sem við erum með kerti til sölu en Þór- unn Árnadóttir hönnuður hefur hannað þau og gefur okkur vinnu sína. Þegar kveikt er á kertunum koma í ljós skilaboð fyrir mömmu, en sum kerti eru með hlutlaus skilaboð, eins og til dæmis: Þú ert frábær,“ segir Anna og bætir við að núna hafi þær fengið Sigríði Thorlacius söngkonu til liðs við söfnunina. „Hún hefur tekið upp lagið Litli tónlistarmaðurinn, sem dreift verð- ur ásamt nýju leiknu myndbandi á samfélagsmiðlum.“ Anna segir að Sigríður Thorlac- ius, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, og Eliza Reid, núver- andi forsetafrú, séu allar þrjár sérstakir stuðningsaðilar átaksins í ár. „Venjan er að við seljum kertin á göngunum í Kringlunni og Smára- lind en nú er það ekki hægt vegna covid. Við hvetjum fólk til að versla á netinu, nú eða í þeim verslunum þar sem kertin fást, í verslunum Pennans-Eymundssonar á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Eldum rétt, og í netversl- un hjá Nettó og Heimkaup.is,“ seg- ir Anna sem er full bjartsýni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðistund Vigdís tók á móti kertinu sínu í gær. F.v. Eliza Reid, frú Vigdís, Guðríður Sigurðardóttir, formaður menntunarsjóðs, Sigrún K. Sigurjónsdóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir og Þórunn Árnadóttir, hönnuður kertis. Frábært að sjá konurnar eflast  Árlegt söluátak menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar fór af stað í gær  Allur ágóði rennur óskertur til menntunarsjóðs sem styrkir tekjulágar konur til mennta  Gefur konunum sjálfstraust Mæðrablóm menntunarsjóðs Mæðra- styrksnefndar er í formi leyniskila- boðakertis sem selt er nú til styrktar tekjulágum konum til mennta. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins. Alls geta kaup- endur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn. Salan á kertunum fer fram frá 5.-19. maí. Hægt er að sækja um styrk til 20. júní fyrir næsta skólaár. Umsókn um styrk frá sjóðnum ásamt fylgigögnum má senda á net- fangið: maedur@simnet.is, en hægt er að fylla út umsóknarblöð á heima- síðu þeirra maedur.is, undir flipanum menntunarsjóður. Mæðrablómið er leyniskila- boðakerti sem gleður SKILABOÐ Á BOTNI SKÁLAR KOMA SMÁTT OG SMÁTT Í LJÓS Leyniskilaboð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.