Morgunblaðið - 06.05.2020, Síða 13
Það er hlutverk
fræðimanna í lögfræði
að skýra dóma æðsta
dómstólsins, þannig að
menn geti áttað sig á
hvað í þeim felist. Þeg-
ar Hæstiréttur sakfellir
menn fyrir umboðssvik,
án þess að telja auðg-
unarásetning sann-
aðan, eins og lög krefj-
ast, er gott fyrir okkur
ófróð að fá að vita
hvaða skilyrði rétturinn býr til og set-
ur í staðinn fyrir skilyrðið sem lögin
áskilja.
Friðrik Árni Friðriksson Hirst
skrifar í Morgunblaðið sl. þriðjudag,
að í staðinn fyrir sönnun á auðgunar-
ásetningi hafi Hæstiréttur ákveðið að
komið hafi „veruleg fjártjónshætta“.
Það er auðvitað hvergi í lögum að
finna heimild fyrir því að rétturinn
megi gera þetta. En hann hefur samt
gert það aftur og aftur. Og þá er þarft
að fræðimenn segi okkur nánar efni
þessa nýja skilyrðis fyrir refsingum
sem hvergi er heimilað í lögum.
Friðrik Árni reynir að gera þetta.
Hann dregur nánast þá ályktun af
dómaframkvæmd
Hæstaréttar að mis-
notkun á aðstöðu sé
þáttur í skilyrðinu um
auðgunarásetning.
Þetta er skrítið þar sem
þetta eru tvö aðskilin
skilyrði fyrir því að
refsa megi fyrir brot
gegn ákvæðinu. Það er
auðvitað engin glóra í
því að rétturinn hendi
út skilyrðinu um auðg-
unarásetning á þeirri
forsendu að aðstaða
hafi verið misnotuð.
Samt er auðvitað nauðsynlegt að
menn átti sig á aðferðafræði rétt-
arins, ef það er á annað borð mögu-
legt. Friðrik Árni reynir að gera það
og á skilið hrós fyrir þá viðleitni.
Valin dæmi
Því miður tekst honum ekki alveg
nægilega vel upp því hann velur að-
eins úr dóma þar sem hann telur að
þessu tilbúna skilyrði hafi verið full-
nægt. Hann sleppir hins vegar öðrum
þar sem svo var sýnilega ekki. Þann-
ig tekur hann til dæmis ekki með
dóm réttarins frá 8. október 2015 í
máli nr. 456/2014 (Ímon), þar sem
Hæstiréttur sneri sýknudómi í héraði
í áfellisdóm í Hæstarétti. Í því máli
hafði bankinn verið að selja hlutabréf
sem hann átti sjálfur. Fyrir lá í mál-
inu að lánsféð fór aldrei út úr bank-
anum, því bankinn tók það sjálfur til
greiðslu á hlutabréfunum sem við-
semjandinn var að kaupa. Hlutabréf-
in urðu kaupandanum heldur ekki
frjáls til ráðstöfunar, þar sem bank-
inn hélt þeim til tryggingar fyrir end-
urgreiðslu lánsins.
Nokkrum dögum síðar féll bankinn
og hin seldu hlutabréf urðu verðlaus.
Það hefðu þau auðvitað líka orðið þó
að bankinn hefði átt þau áfram.
Bankinn beið því engan skaða af
þessum viðskiptum og aldrei skap-
aðist nein hætta á því að svo færi.
Í forsendum Hæstaréttar í málinu
var tekið fram, að hinir ákærðu hefðu
við þessa lánveitingu farið að öllu
leyti eftir skriflegum reglum bankans
um það efni. Jafnframt var auðvitað
ljóst að sakborningar höfðu ekki í
hyggju að láta nokkurn mann auðg-
ast á kostnað bankans, hvorki sjálfa
sig né viðsemjandann. Það hefðu
reyndar verið einhvers konar hugar-
órar að ímynda sér að slíkt hafi vakað
fyrir þeim. Augljóst var í málinu að
viðskiptin höfðu af þeirra hálfu verið
gerð í þágu bankans. Engin aðstaða
hafði verið misnotuð, engum hags-
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Við hljótum að meta viðleitni fræðimanna við að
varpa ljósi á forsendur dóma, og þá ekki síst
þegar beitt er tilbúnum refsiskilyrðum, sem fræði-
menn höfðu ekki áttað sig á fyrr að koma mættu í
staðinn fyrir hin lögmæltu skilyrði.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögfræðingur.
Skýringar fræðimanns
munum var fórnað og enginn auðg-
unartilgangur fólst í viðskiptunum.
Við hljótum að meta viðleitni
fræðimanna til að varpa ljósi á for-
sendur dóma, og þá ekki síst þegar
beitt er tilbúnum refsiskilyrðum, sem
fræðimenn höfðu ekki áttað sig á fyrr
að koma mættu í staðinn fyrir hin
lögmæltu skilyrði. Eigi þessi viðleitni
að gagnast okkur verða viðkomandi
fræðimenn að skoða öll dæmi um
slíkt en ekki einungis þau sem þjóna
þeim tilgangi sem þeir kunna að vilja
þjóna.
Brúarlánin
Friðrik Árni telur að dómar
Hæstaréttar séu ekki líklegir til að
notast sem fordæmi í tilvikum svo-
nefndra brúarlána, sem stjórnvöld
hvetja nú banka til að veita, þó að vit-
að sé að hluti þeirra muni aldrei fást
endurgreiddur. Ég er sammála því.
Að vísu er það svo að við veitingu
slíkra lána mun viðkomandi banka
verða valdið augljósri og „verulegri
fjártjónshættu“. Hrundómarnir gera
slíkar lánveitingar refsiverðar. En nú
munu lánin verða veitt fyrir hvatn-
ingu stjórnvalda, hvað sem allri taps-
áhættu líður. Það mun því ekki þurfa
neina „misnotkun á aðstöðu“ starfs-
manna banka til að tapa þessum pen-
ingum bankanum til tjóns vegna þess
að allir vita fyrirfram að slíkt tjón
muni af hljótast. Og það er afar lík-
legt að spá Friðriks Árna um að þetta
teljist verða í lagi muni rætast ef á
það reynir fyrir dómi. En það er þá
aðallega vegna þess að dómstóllinn er
ekki líklegur til að fylgja eigin for-
dæmum við lögskýringar ef vind-
urinn blæs úr annarri átt en hann
gerði áður.
Er ekki lífið í lögfræðinni dásam-
legt?
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
Breyttir tímar Í vikubyrjun var slakað á samkomubanni stjórnvalda. Enn er þó ætlast til að ákveðinni fjarlægð sé haldið í samskiptum við annað fólk – ekki gengur að fara yfir strikið.
Eggert
Þessa dagana virðist
vera að birta til varð-
andi heilsufarslegar af-
leiðingar COVID-19-
faraldursins hér á
landi. Auðvitað ber
okkur áfram að fara
varlega og eins verðum
við að gæta þess að
fagna ekki of fljótt, en
flest bendir þó til þess
að við séum komin í
gegnum erfiðasta tímabilið að því
leyti.
Öðru máli gegnir um efnahags-
lega þáttinn. Þar erum við enn í
storminum miðjum og enn eiga hin-
ar efnahagslegu afleiðingar eftir að
koma fram af fullum þunga. Stjórn-
völd og Alþingi hafa þegar stigið
mörg skref til að bregðast við þessu
mikla höggi og enn eru margvíslegar
aðgerðir í pípunum.
Flestar þessar aðgerð-
ir hafa til þessa miðast
að því að takmarka
tjónið í hagkerfinu eins
og kostur er og milda
afleiðingarnar fyrir
fyrirtæki og launafólk
með ýmsum hætti.
Þegar gríðarlegur
samdráttur verður í
landsframleiðslu og öll
starfsemi í einni helstu
atvinnugrein lands-
manna svo gott sem
stöðvast liggur í augum uppi að
áhrifin finnast víða og verða sárs-
aukafull. Þing og ríkisstjórn geta
ekki afstýrt því en verða hins vegar
að gera það sem í þeirra valdi stend-
ur til að skaðinn verði ekki meiri en
óhjákvæmilegt er og jafnframt að
búa í haginn fyrir endurreisn og
uppbyggingu að faraldrinum af-
stöðnum.
Skref fyrir skref munum við færa
okkur meira frá bráðabirgðaaðgerð-
um og tímabundnum ráðstöfunum
yfir í aðgerðir sem eiga að standa til
lengri tíma. Búast má við því að á
sama tíma aukist pólitískur ágrein-
ingur um aðferðir og leiðir til að
byggja að nýju upp öfluga atvinnu-
starfsemi í landinu. Ekki þarf að
koma á óvart þótt pólitísk stefnu-
mörkun kalli á skoðanaskipti og
jafnvel átök. Það er auðvitað æski-
legt að ná eins víðtækri samstöðu og
kostur er en við verðum að horfast í
augu við að það er ekki alltaf mögu-
legt. Hins vegar skiptir afar miklu
máli að það náist nokkuð víðtæk sátt
um helstu markmiðin; að allir stefni
nokkurn veginn í sömu átt þótt
ágreiningur kunni að koma upp um
einstök skref eða aðgerðir.
Ég geri ráð fyrir að í huga flestra
sé mikilvægast að koma hjólum at-
vinnulífsins aftur af stað, fjölga
störfum á ný, auka aftur útflutnings-
tekjur og renna nýjum og styrkari
stoðum undir lífskjör alls almenn-
ings í landinu. Það segir sig sjálft að
þegar starfsemi mikils fjölda fyrir-
tækja stöðvast eins og hendi sé veif-
að og tugir þúsunda missa vinnuna
þá hlýtur öll áhersla hinnar pólitísku
forystu í landinu að miðast við við-
brögð við því. Tími, orka og athygli
stjórnmálamanna hlýtur að beinast
að slíkum viðfangsefnum. Um leið
verða þeir að sætta sig við að setja
önnur áhugamál sín til hliðar, að
minnsta kosti um sinn. Meðan við
glímum við efnahagskreppu, sem
gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er
ekki hjálplegt eða líklegt til árang-
urs að stjórnmálamenn berist á
banaspjót vegna hugsanlegra
stjórnarskrárbreytinga, Evrópu-
sambandsaðildar eða einhvers konar
róttækrar umbyltingar á þjóðfélags-
gerðinni. Eins og dæmi eru um frá
fyrri tíð kann að vera freisting fyrir
einhverja að reyna að nýta ástandið
og erfiðleikana til að ná einhverjum
óskyldum pólitískum markmiðum.
Slíkt ber auðvitað að varast, enda er
það vísasti vegurinn til að tefja fyrir
og trufla vinnuna við hin brýnu við-
fangsefni sem við stöndum frammi
fyrir á næstu vikum og mánuðum.
Við skulum ekki gera okkur þau
verkefni erfiðari en ella með því að
kveikja aðra elda að óþörfu.
Eftir Birgi
Ármannsson »Eins og dæmi eru
um frá fyrri tíð gætu
einhverjir freistast til að
nýta ástandið og erfið-
leikana til að ná ein-
hverjum óskyldum póli-
tískum markmiðum.
Birgir Ármannsson
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Einbeitum okkur að aðalatriðunum