Morgunblaðið - 06.05.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 06.05.2020, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020 ✝ Sigurjón Guð-jónsson vél- fræðingur fæddist í Reykjavík 6. júlí 1930. Hann lést 17. apríl 2020 á Land- spítalanum í Foss- vogi. Foreldrar hans voru Guðjón Jóns- son húsgagnasmið- ur, f. 1894, d. 1952, og Jónína Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1903, d. 1970. Sigurjón var næstelstur átta systkina. Jón Vilberg, f. 1922, d. 2012, Ólafur, f. 1932, Brynhild- ur, f. 1934, d. 2016, Vilborg, f. 1937, d. 2017, Gyða, f. 1937, maki Magnús Fjeldsted, f. 1934, Guðrún, f. 1938, Sverrir, f. 1942, Helgadóttur f. 1933, í Reykja- vík, þann 31. des. 1956. For- eldrar hennar voru Guðlaug Jó- hannesdóttir klæðskeri, f. 1902, d. 1990, og Helgi Jón Magn- ússon húsgagnasmiður, f. 1904, d. 1982. Börn þeirra eru 1) Ragna Jóna, f. 1955, maki Magn- ús Matthíasson, f. 1954, börn þeirra eru Sigurjón, Telma og Rakel. 2) Helgi, f. 1957, maki Freydís Ármannsdóttir, f. 1960, börn þeirra eru Magnea, Guð- björg, Hafdís og Pétur Már. 3) Ingibjörg, f. 1960, maki Grímur Þór Gretarsson, f. 1959, börn þeirra eru Gretar Már, Sandra Ósk, Sævar Örn og Sindri Már. Langafabörnin eru orðin nítján. Útför Sigurjóns fer fram 6. maí 2020 frá Árbæjarkirkju. Sökum aðstæðna verður ein- göngu nánasta fjölskylda við- stödd athöfnina. Athöfninni verður streymt frá þessari vef- slóð: https://youtu.be/ K_iuVR84_AM. Styttri slóð: https://n9.cl/lxz4. Slóðina má nálgast á www.mbl.is/andlat. d. 2008, Sigurjón ólst upp í Ásgarði í Grímsnesi frá sex ára aldri, fór í Íþróttaskólann í Haukadal árið 1949, Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í járn- smíði 1954, vél- stjóraprófi frá Vél- skólanum í Reykjavík 1955 og rafmagnsdeild 1956. Hann var vélstjóri hjá Skipa- útgerð ríkisins frá 1956-1962, vélstjóri við rafstöðina að Íra- fossi 1962-80, flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hann starf- aði áfram hjá Landsvirkjun þar til hann fór á eftirlaun. Sigurjón kvæntist J. Magneu Um leið og ég kveð elsku tengdapabba langar mig að minn- ast hans með nokkrum línum. Alveg frá því að ég hitti Sig- urjón og Magneu fyrst ́73, þá fann ég hvað þau höfðu einstaklega góða nærveru. Þau bjuggu þá á Írafossi í Grímsnesinu þar sem Sigurjón var vélstjóri. Við Ragna Jóna fórum á Íra- fossi nánast um hverja helgi, það var oftar en ekki ég sem sóttist eftir að fara austur. Sigurjón hafði sterkar pólitísk- ar skoðanir sem var gaman að ræða við hann. Við vorum oft ekki sammála en það var aldrei neitt sem við létum hafa áhrif á vin- skapinn. Hann hafði sérstaklega horn í síðu þessara „andskotans“ heildsala sem mökuðu krókinn án þess að hafa neitt fyrir því. Ef maður vildi koma af stað líflegri umræðu við Sigurjón var lykil- orðið heildsali. Hann hallmælti engum manni en ef honum var mikið niðri fyrir þá gekk hann um gólf með ákveðnum hætti sem við öll þekktum og höfðum gaman af, hann sagði ekki orð á meðan, svo þegar hann var búinn að hugsa málið í gegn þá létti yfir honum og hann var endurnærður á eftir. Þau Sigurjón og Magnea keyptu sumarbústaðaland á Syðribrú í Grímsnesi þar sem var byggður stór A-bústaður. Öll fjöl- skyldan kom þar mikið saman um helgar og í fríum. En það sem hef- ur alla tíð einkennt þau Sigurjón og Magneu er að halda hópnum sínum saman. Sigurjón var mér mín helsta hvatning til að læra eitthvað og sýndi því mikinn áhuga þegar ég fór að læra rafvirkjun og síðan tæknifræði. Hann lét mig óspart finna hvað hann var stoltur af mér. Landbúnaður skipti Sigurjón miklu máli og var honum hjartans mál þó sérstaklega blessaðar roll- urnar. Enda alinn upp í sveit og lifði þá tíma þar sem kindin gat skipt nánast öllu máli fyrir velferð og afkomu fólks á þeim tíma. Honum var meinilla við lúpínuna sem dreifði sér yfir viðkvæmar ís- lenskar plöntur. Hann var með hænur á Írafossi og var með myndarlegt safn af varphænum, eini gallinn var þegar kom að því að slátra þeim, þá átti hann af- skaplega erfitt með það. Ég hljóp undir bagga með það fyrir hann blessaðan. Þau ræktuðu sínar kartöflur og rabarbara á hverju ári meðan þau bjuggu á Írafossi. Rabarbarasultan hjá henni tengdamömmu er sú besta af öll- um. Það var ekkert betra á sunnudögum en að fá lambalærið með rabarbarasultunni. Sigurjón hafði alla hluti í röð og reglu og það var nánast alveg sama hvað mann vantaði varðandi skrúfur og annað, hann vissi ná- kvæmlega hvar allt var. Sama var með verkfærin en það breyttist svolítið til verri vegar þegar við Helgi vorum farnir að nota þau líka. Það yljar mér um hjartaræt- urnar hvað þið Magnea voruð dugleg að koma til okkar með hjólhýsið í Fljótshlíðina. Það er gott að eiga góðar minningar um þig, minn kæri. Ef ég á reyna að lýsa í fáum orðum sambandi mínu og tengda- pabba þá gæti það verið eitthvað á þessa leið: Hann var vinur minn, hann var mér föðurímynd, hann var mér alltaf trúr og traustur, hann var alltaf til staðar. Ég kveð þig nú kæri vinur, Kveð þig í hinsta sinn. Íslenski eðal hlynur, einstaki vinur minn. (Valdimar Lárusson) Blessuð sé minning þín, kæri tengdapabbi. Magnús (Maggi). Það er margs að minnast um þann sómamann sem Sigurjón afi var. Fregnir af andláti hans ýfðu upp margar minningar, upplifanir og lærdóm sem hann miðlaði til okkar barnabarnanna sem við höfðum gagn og gaman af. Afi var mörgum mannkostum gæddur, einstaklega vinnusamur og iðinn við þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur, víðlesinn og fróður. Öðruvísi munum við varla eftir honum en að gera eitthvað, allt frá því að lesa bækur, úti að sinna viðhaldi á húsinu eða snyrta garð- inn. Líklega hefur það komið til á uppvaxtarárum hans í Ásgarði í Grímsnesi enda mikil vinna sem fór fram á sveitabýlum og allir hjálpuðust að við verkin, ungir sem aldnir. Hann var ávallt reiðubúinn að aðstoða ef þess þyrfti, jafnvel þótt ekki væri fal- ast eftir aðstoðinni, en hann var áhugasamur um þau verkefni sem voru í gangi og kom með hug- myndir eða lét skoðanir sínar í ljós ef það var eitthvað sem mátti betur fara. Hann var félagslynd- ur og ræðinn og átti því auðvelt að koma af stað umræðum meðal þeirra sem hann hitti, enda hafði hann mjög gaman af að segja frá og kom því einstaklega vel frá sér til þeirra sem hlýddu á hann. Við munum ávallt minnast gleðinnar sem skein úr andliti hans þegar hann opnaði fyrir okkur börnun- um er við komum í heimsókn til ömmu og afa í Vorsabæ. Jafn- framt erum við þakklát fyrir að börnin okkar fengu að kynnast þeim dásamlega manni sem afi var og mun minningin lifa í hjört- um okkar. Systkinin á Syðri- Reykjum, Gretar Már, Sandra Ósk, Sævar Örn, Sindri Már, makar og börn. Þó að við vissum öll að þessi dagur myndi á endanum renna upp þá er það samt svo sárt að vita það að við munum ekki sjá þig aftur, heyra þig hlæja og segja þetta er nú meiri vitleysan í þessum krökkum, hrista höfuðið meðan þú glottir og labbar burt þegar við barnabörnin vorum að gera eitthvað af okkur. En þetta lýsir þér best, ég man aldrei eftir því að þú hafir skammað okkur, sama hvað við gerðum af okkur og meira að segja þegar kátt var í höllinni og við ansi hávær, þá heyrði maður þig frekar segja: „Þau eru börn,“ þegar einhver af fullorðna fólkinu var að skamm- ast í okkur og biðja okkur að hafa lægra. Þú varst mikill húmoristi og hafðir gaman af börnum, ég man þegar ég var 7 ára gömul og lang- aði að fara á fótboltaleik með Þrótti og spurði pabba hvort ég gæti fengið pening og þá sagðir þú: „Ég á kannski pening sem ég er hættur að nota,“ ég man að ég hugsaði hver hættir að nota pen- ing, svo tókst þú upp veskið þitt og flettir í gegnum hundrað- krónuseðlana sem voru á þeim tíma og skoðaðir þá vel, þú tókst upp einn gamlan, krumpaðan og frekar ljótan seðil og sagðir þessi, þú mátt fá hann og réttir mér og svo tókstu upp nýjan seðil og sagðir nei, ég er ennþá að nota þennan og stakkst honum aftur í veskið. Ég man að ég trúði því svo innilega að þú værir hættur að nota þessa seðla. Minningarnar sem við eigum með þér og ömmu í gegnum árin eiga án efa eftir að fylgja okkur alla ævi, þú varst alltaf tilbúinn að leika með okkur. Þegar við fórum í yfir uppi í sumarbústað og við krakkarnir vorum með þér og pabba saman í liði þá fékk maður að fljúga með ykkur hringinn í kringum bústaðinn eins og elding því þú og pabbi tókuð hvor í sína höndina á manni og hlupuð með okkur hringinn, enda komum við fyrst og vorum ekki skotin í bakið með boltanum. Þú varst alltaf í flottu formi og það er mér svo minnisstætt að þú kominn vel yfir sjötugt varst ennþá í ræktinni, enda ekki allir sem komast í frétt- ir fyrir að hafa verið elstur í hópn- um hjá Magnúsi Scheving í eró- bikk á sínum tíma og þá varst þú búinn að fara í hjartaþræðingu. Það yljar mér um hjartarætur að vita að dætur mínar hafi fengið að kynnast þér og þær munu taka þær minningar sem þær eiga um þig með sér inn í framtíðina, úti- legurnar með ykkur ömmu og þegar þið komuð til okkar í Kan- ada, Björt hló mikið þegar ég sagði henni að hún lærði það af þér, elsku afi, að benda með löngutöng í staðinn fyrir vísifing- ur. Allar sundferðirnar sem við systkinin fórum með ykkur í, við lærðum kafsund og fengum ís í eftirrétt. Við erum svo óendanlega þakklát að hafa fengið þennan tíma með þér og þó að seinasta ár- ið hafi verið erfitt sökum hrörn- unarsjúkdóms sem hrjáði þig þá varst þú samt alltaf svo duglegur að hugsa um ykkur ömmu, gera kaffi og hafragraut á morgnana fyrir ykkur bæði og okkur þegar við vorum hjá þér þegar amma var á spítalanum, sá tími var ógleymanlegur og við lánsöm að geta verið hjá þér og hugsað um þig á meðan og nú bætt þeim í minningabankann okkar sem er stútfullur af indælum, ljúfum og hamingjusömum minningum. Magnea, Guðbjörg, Hafdís og Pétur Már. Það var gott að Binna frænka sendi bróður sinn Sigga í Dans- skóla Rigmor Hansson. Hann hefði annars aldrei hitt Möggu, eða Magneu, sem varð konan hans. Siggi, eða Sigurjón, var elsti bróðir pabba en þau systkini voru átta, pabbi elstur og Sverrir yngstur og tveimur mánuðum yngri en ég. Þetta var stór barna- hópur og þegar tvíburarnir Vil- borg og Gyða fæddust þurfti að létta á heimilinu. Afi fór þá með Sigga austur að Ásgarði í Gríms- nesi, en þar átti hann góða að. Þegar átti að sækja Sigga og fara með hann í bæinn vildi hann ekki fara og varð um kyrrt í Ás- garði. Þar ólst hann upp ásamt Ásmundi Eiríkssyni, en þeir tveir ólust upp hjá Guðrúnu og Guð- björgu dóttur hennar, sem var símstöðvarstjóri og organisti í Úlfljótsvatnskirkju. Í Ásgarði var búskapur og ólst Siggi upp við sveitabústörf. Ég spurði hann eftir að hafa farið á Byggðasafnið á Akranesi hvað tækið héti sem var notað til að mylja tað áður en það var borið á tún. Safnverðirnir vissu ekki hvað það hét en Siggi svaraði um hæl þegar ég spurði hann: „Tað- kvörn.“ Einmitt, þetta var tað- kvörn. Þótt Siggi frændi minn væri farinn að missa minnið mundi hann vel gömlu dagana og það var unun að tala við hann um þá. Hann sagði mér frá því þegar tekinn var mór fyrir neðan Ás- garð hvað það voru margar skófl- ur niður og var mógröfin mann- hæðardjúp. Mórinn var þurrkaður og notaður sem eldi- viður og til að reykja við, s.s. hangikjöt. Hann sagði mér líka frá veiðinni í Soginu fyrir neðan Ásgarð svo það hefur verið nóg að borða í Ásgarði. Ég man hann sem frænda minn sem var alltaf hljóðlátur og stilltur og kom til ömmu í Miðtúni í jólaboðin á jóladag. Alltaf ljúfur og góður þótt oft gengi mikið á í jólaboðunum með mörgum krökkum og spiluð félagsvist. Þeir voru líkir í útliti en ólíkir bræður hann og pabbi. Siggi hægur, hljóðlátur og feiminn, þess vegna var það gott að Binna sendi hann í dansskólann. Árin liðu og Siggi og Magga fluttu í Árbæinn. Við frænkurnar föðursystur mínar og dætur Guð- jóns ömmubróður ásamt Möggu byrjuðum að hittast í frænkukaffi fyrir rúmum 20 árum. Það var gaman að hittast og þarft því við miðluðum fréttum af fjölskyld- unni. Magga var svo framtaks- söm að hún fór að taka saman ættartöluna okkar og 7. júní 2003 var haldið ættarmót. Þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Jónínu ömmu. Ég kom stundum og vann í ættartölunni með Möggu og Siggi hellti upp á könnuna. Það var un- un að sjá hvernig þau leystu sam- an athafnir daglegs lífs, hann far- inn að gleyma og hún farin að missa sjón. Hann sagði einu sinni þegar hann vissi ekki hvort hann fengið endurnýjað ökuskírteinið: „Ég vil fá að keyra mína konu.“ Þau studdu hvort annað. Seinna átti ég erindi í Stang- arhylinn hjá FEB og kom þá stundum í kaffi á eftir í Vorsa- bæinn. Það voru margar ánægju- stundir með kaffibolla með Möggu og Sigga frænda, þeim mæta manni og uppáhaldsfrænda mínum. Megi minning hans lifa með okkur samferðafólki hans lengi. Meira: mbl.is/andlat Elísabet Jónsdóttir. Sigurjón Guðjónsson ✝ María Atladótt-ir fæddist 25. október 1935 á Hveravöllum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 20. apríl 2020. María var dóttir hjónanna Atla Bald- vinssonar, f. 1905, d. 1980, og Stein- unnar Ólafsdóttur, f. 1904, d. 1988. Þau bjuggu all- an sinn búskap á Hveravöllum. Systkini Maríu eru Sigríður, f. 1933, Ólafur, f. 1941, og Bald- vin, f. 1945. María giftist 2. september 1956 eftirlifandi eiginmanni sín- um, Unnsteini Jóhannssyni lög- reglumanni, f. 3. september 1931. Foreldrar Unnsteins voru Jóhann Bjarnason og Guðný Einarsdóttir frá Reyðarfirði. Börn Maríu og Unnsteins eru: 1) Atli, f. 18. júlí 1956, maki Ellen Sigfúsdóttir. Sonur Atla frá fyrra hjónabandi er Þröstur. 2) Elvar, f. 17. janúar 1958, maki Þyri Rafnsdóttir. Börn þeirra eru Unnsteinn Örn, Edda María og Hugrún. 3) Jó- hann, f. 12. febr- úar 1959, maki Linda Björg Pét- ursdóttir. Synir þeirra eru Unn- steinn og Bjarki. 4) Steinunn, f. 17. ágúst 1961, maki Ingólfur Sigfús- son. Sonur Stein- unnar frá fyrra hjónabandi er Níels. Barnabarnabörnin eru orðin sex. María stundaði nám í Lauga- skóla og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Síðan stundaði hún nám við lýðháskóla í Noregi í einn vetur. Þau Unnsteinn kynntust í Laugaskóla. Síðustu rúmlega hálfa öldina hafa þau búið í Garðabæ. María helgaði líf sitt fjölskyldunni og lagði mikla rækt við barnabörnin. Útför Maríu fer fram frá Garðakirkju í dag, 6. maí 2020, en sökum aðstæðna er hún að- eins ætluð nánustu ættingjum og vinum. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Maríu Atla- dóttur, eftir 45 ára samfylgd. Fyrstu kynni mín af Maríu og tengdafjölskyldunni voru á heim- ili þeirra að Markarflöt 4 í Garðabæ. Mér var boðið í kvöld- verð þar sem fjölskyldan var samankomin. Á heimilinu bjuggu sterkir einstaklingar og þar var hart tekist á um málefni líðandi stundar. María hafði greinilega gaman af þótt jafnvel allir væru á sinni skoðuninni og enginn vildi láta sitt eftir liggja, en hún bar þó klæði á vopnin ef á þurfti að halda. María lagði mikinn metnað í uppeldi barna sinna og að hafa heimilið fallegt og snyrtilegt. Hún var ákaflega barngóð og ég minnist þess sérstaklega hversu ánægð hún var þegar fyrsta barnabarnið, hann Unnsteinn Örn Elvarsson, fæddist. Hún naut þess mjög að vera með hon- um og var hann, eins og raunar öll barnabörnin, afar hændur að henni. Mér er það líka minnis- stætt þegar Unnsteinn var lítill og veður voru vond að þá bauðst hún ætíð til að sækja okkur eftir vinnu og að aka okkur heim. Hún elskaði líka að kaupa á hann fal- leg föt og ætíð gaf hún barna- börnunum rausnarlegar og fal- legar gjafir. Barnabörnin merktu vel ást Maríu á þeim og þau nutu þess að heimsækja hana til að spjalla, enda var hún góður hlustandi. Þeim fannst öll- um að þau væru einstök í hennar huga. Ég þakka fyrir góð og gefandi kynni og elsku þína og góðvild í garð okkar hjónanna og barn- barnanna. Við munum sakna þín en jafnframt minnast með hlý- hug og þakklæti. Takk fyrir öll fallegu ljóðin og kveðjurnar sem þú sendir mér og okkur öllum í fallegum kortum á hverjum af- mælisdegi og á jólunum. Ég læt fylgja ljóð Matthíasar Jochumssonar sem þú hafði mik- ið dálæti á og lést oft fylgja með í kveðjum til mín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Þyri Rafnsdóttir. Elsku amma Mæja. Mikið sem það er erfitt að kveðja þig núna, þá erum við svo heppin við barnabörnin þín að eiga af þér svo ótal margar já- kvæðar og góðar minningar. All- ar heimsóknirnar á Markarflöt, Smáraflötina og svo í Rúgakur þar sem alltaf var svo vel veitt, oftast búið að fylla borðið af sam- lokum, kexi og nammi fyrir rétt um 10 manns þótt við kæmum bara einir í heimsókn. Nizza súkkulaði, kóngamolar og LU kex með mysingi sem voru uppá- hald. „Þeir eru bara að níðast á okk- ur, Bjarki minn.“ Svona hljómaði samsæris- kenningin hennar ömmu Mæju um að lögreglan væri að níðast á okkur fjölskyldunni þegar amma og Bjarki voru bæði sektuð með nokkurra daga millibili á Bæj- arbrautinni. Það gat nú ekki ver- ið að of hraður akstur tengdist sektunum. Þannig var amma, hún var bæði stolt en líka virki- lega umhugað um okkur barna- börnin svo mikið að jafnvel hraðasektir voru samsæri. Höfum það samt á hreinu að amma var frábær bílstjóri, þess- ar tölur á skiltunum skiptu hana bara ekki alltaf of miklu máli. Þegar kom að því að velja bíla var tvennt sem skipti ömmu máli, útlitið og krafturinn. Við eigum margar góðar og fallegar minningar með ömmu, þar á meðal eru allar ferðirnar á hárgreiðslustofuna í Mjóddinni, en amma sá um að flest barna- börnin væru vel klippt, jólagjafa- innkaupin í „Jónas á milli“ og Exodus. Þau skipti sem við fengum að gista hjá ömmu og afa eða þau komu heim og pössuðu okkur. Það er ekki fyrr en seinna, þegar fullorðinsárin koma, að maður áttar sig á því að allar þessar stundir eru það dýrmætasta sem hægt er að hugsa sér. Við bræðurnir erum svo þakk- látir að hafa átt þig að, þú mót- aðir okkur og varst okkur fyr- irmynd; gjafmildi, hlýjan og umhyggjan sem þú sýndir okkur er það sem mun lifa áfram þegar við hugsum til þín. Helgar stjörnur, háreist fjöll, himininn og sæinn, líka norðurljósin öll og ljúfan vestan blæinn, og allt sem fagurt augað sér, á ævilöngum vegi leið ég kveðju að bera þér, bæði að nóttu og degi. (Páll Ólafsson) Unnsteinn Jóhannsson, Bjarki Jóhannsson. Elsku amma, við systkinin kveðjum þig með söknuð í hjarta en minnumst á sama tíma allra þeirra góðu stunda sem við átt- um saman. Eins og svo mörgum öðrum þá fannst okkur alltaf María Atladóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.