Morgunblaðið - 06.05.2020, Page 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
✝ Óskar Haf-steinn Frið-
riksson fæddist í
Reykjavík 29. jan-
úar 1958. Hann lést
á Nesvöllum 20.
apríl 2020. For-
eldrar hans eru
Friðrik Grétar Ósk-
arsson og Karólína
Guðnadóttir. Systk-
ini Óskars eru Guð-
ný Svava og Krist-
inn Geir.
Hinn 11. nóvember 1980
kvæntist Óskar Þórunni Kol-
brúnu, dóttur Árna Sigurjóns-
sonar og Þorbjargar Krist-
insdóttur. Þau eignuðust fimm
börn: 1) Árni Grétar, maki Unnur
Helga Snorradóttir, börn El-
ísabet Sara, Auðunn
Snorri, Þórunn Kol-
brún og Bergþóra
Sif. 2) Karólína
Björg, maki Sig-
urður Guðjónsson,
börn Óskar Ingi,
Guðný Þóra og
Tómas Orri. 3) Frið-
rik Guðni, maki Al-
dís Sif Bjarnadóttir,
barn Fríða Jenný. 4)
Þórey Jóhanna,
maki Haukur Óli Snorrason,
börn Gabríel Ben, Hafsteinn Leó,
Manúela Freyja og Haukur
Frosti. 5) Katrín Ósk.
Útför Óskars fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 6. maí
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Elsku besti pabbi okkar og
tengdapabbi. Nú er komið að
kveðjustund og þú farinn yfir í
sumarlandið. Þú varst einstakur
maður, með hjarta úr algjöru
gulli. Ófáar eru sögurnar sem þú
hefur sagt okkur öllum. Alltaf var
stutt í brosið, hláturinn og góða
skapið. Alltaf sýndirðu okkur ást
og umhyggju og gafst allt af þér.
Þú gerðir allt fyrir okkur og varst
alltaf fyrstur að rétta fram hjálp-
arhendi, alveg sama hvað það var.
Þú hefur kennt okkur svo margt í
lífinu og eitt af því er að hlutirnir
eru ekki alltaf ónýtir þó svo að við
höfum haldið það margoft. Þú t.d.
komst eitt skiptið heim til Árna og
Unnar á Sóltúnið að sækja stofu-
borðið og fara með það á haugana
og Unnur líka svona rosalega glöð
að losna við borðið en nei, nei,
þúsundþjalasmiðurinn bara redd-
aði þessu, þú sóttir borðið og fórst
með það heim og út í skúr og lag-
aðir það! Mættir svo tveim tímum
seinna með borðið og sagðist hafa
lagað það, Unni ekki til mikillar
gleði en þú alltaf svo handlaginn
og flottur. Eitt skiptið lagaðir þú
bílinn fyrir Karó áður en hún og
Frikki fóru norður. Það var eitt-
hvert hljóð sem átti ekki að vera
og þau opnuðu húddið á Blöndu-
ósi og þar voru verkfærin þín þar
sem þú lagðir þau frá þér en þú
hafðir gleymt að taka þau, það
sem þú hlóst þegar þau hringdu í
þig til að segja þér hver ástæðan
var fyrir hljóðinu sem þau vorum
búin að heyra. Það lýsir því líka
einstaklega vel hversu góður
pabbi þú varst þegar Frikki vildi
alltaf fá að vera heima með þér að
dunda í skúrnum í staðinn fyrir að
fara á leikskólann. Ófá skiptin
komstu og bjargaðir Þóreyju þeg-
ar það komu býflugur eða geit-
ungar inn til hennar. Minnisstæð-
ast er þegar Þórey hringdi í þig að
kvöldi til og bað þig um að koma
og taka risastóru býfluguna sem
var komin inn í eldhús til hennar
og þú hjólaðir yfir til hennar. Um
leið og þú varst kominn fyrir utan
flaug býflugan útum gluggann og
Þórey hleypur út til þín til að
segja þér að þú getir snúið við og
farið heim, þá náttúrlega skelli-
hlóstu og sagðir „þú ert ekki í lagi
krakki“ og hún klár með svarið
sitt „ég elska þig líka pabbi“ og
svo hjólaðir þú aftur heim. Svo
þegar mamma söng fyrir Katrínu
lagið „Katarína Katarína, Kat-
arína er stúlkan mín“ þá heyrðist
alltaf í Katrínu „nei hans pabba“
enda langbesti pabbinn. Við gæt-
um skrifað endalaust um þig,
elsku gullið okkar. Þín verður sárt
saknað af öllum sem þekktu þig.
Hvíldu í friði elsku hjarta - við
elskum þig.
Árni, Unnur, Karólína, Sig-
urður, Friðrik, Aldís, Þórey,
Haukur og Katrín.
Elsku besti afi okkar. Takk fyr-
ir að vera alltaf til staðar fyrir
okkur, takk fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir okkur og takk fyrir allar
minningarnar sem þú skapaðir
með okkur. Þú gast endalaust
brasað og leikið með okkur. Ófá
skiptin dunduðum við með þér í
skúrnum og fengum alltaf að leika
í jeppanum með þér. Þú passaðir
alltaf upp á að amma keypti
súkkulaðirúsínur í búðinni svo þú
gætir gefið okkur enda varst þú
fyrstur að stelast til að gefa okkur
öllum súkkulaðirúsínur þegar við
vorum lítil og ef það kom fyrir að
amma gleymdi að kaupa þær
labbaðir þú í búðina á horninu til
að kaupa þær. Það sem við hlóg-
um alltaf saman, allir brandararn-
ir þínir sem þú sagðir og öll vit-
leysan. Við munum alltaf halda
áfram að segja brandarana þína
og halda minningunum öllum
uppi.
Takk fyrir allt, elsku afi okkar.
Hvíldu í friði. Við elskum þig.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu..
(Ásmundur Eiríksson)
Auðunn, Þórunn, Berg-
þóra, Óskar, Guðný,
Tómas, Gabríel, Haf-
steinn, Manúela, Haukur
og Fríða.
Ég sit og læt hugann reika og
reyni að koma orðum á blað. Þetta
er allt svo óraunverulegt að þú
sért farinn og það er svo sárt. Þú
þessi stóri og sterki bróðir. Sem
lítil skotta var gaman að fá að
koma í herbergið þitt og hlusta á
plötur og skoða dótið þitt sem þú
fórst vel með. Þér fannst ekki eins
spennandi þegar ég tók mig til og
setti plötu sjálf á fóninn á flottu
Bang & Olufsen græjunum og
lést mig vita að það yrði að gera
þetta varlega. Svo kom black-
light-ljósið í herbergið og manni
fannst maður eiga mest töff bróð-
ur sem til var. Þú varst einstak-
lega góður við okkur yngri systk-
ini þín og það var gaman þegar þú
varst að koma heim af sjónum og
fórst og keyptir eitthvert gotterí
eða þegar þú komst úr siglingum,
þá færðir þú okkur eitthvað sem
þú hafðir keypt í útlöndum. Við
litum upp til þín og fannst þú vera
svo flottur. Þú varst góð fyrir-
mynd í öllu, allt lék í höndunum á
þér hvort sem það var að smíða,
mála, vesenast í pípulögnum eða
gera við bíla. Dugnaðarforkur til
vinnu og þú heyrðist aldrei
kvarta. Þú varst úrræðagóður og
margar reddingar hafa verið
framkvæmdar í skúrnum á Birki-
teig. Þið Þórunn áttuð einstak-
lega vel saman, eignuðust stóran
hóp og þú unnir fjölskyldunni
þinni og barnabörnin voru þín
gull. Þú hafðir einstakan húmor
og hafðir gaman af að grínast í
fólki en það var alltaf saklaust
grín. Það verður erfitt að heyra
ekki hláturinn þinn aftur og fá
ekki símtalið frá þér á afmælis-
daginn en ég trúi að þér hafi verið
ætlað annað hlutverk og ég veit að
vel var tekið á móti þér í sum-
arlandinu.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku, mamma, pabbi, Kiddi,
Þórunn, Árni, Karó, Friðrik, Þór-
ey, Katrín, tengdabörn og barna-
börn, missir ykkar og okkar allra
er mikill. Minningin um góðan
mann lifir áfram í huga okkar og
við höldum henni á lofti.
Hvíldu í friði, kæri bróðir, og
við hittumst þegar minn tími
kemur.
Þín systir
Guðný Svava.
Óskar var því sem næst ung-
lingur þegar hann kom inn í fjöl-
skylduna. Þórunn systir okkar
réð sig í vist í Borgarfirðinum
sumarið 1977 og um haustið þeg-
ar hún sneri aftur heim á æsku-
heimilið ljómaði hún og kynnti vin
sinn Óskar, sem síðar varð eig-
inmaður hennar. Síðan eru liðin
mjög mörg ár. Þórunn og Óskar
settust að í Keflavík og eignuðust
fimm elskuleg börn og fjölmörg
barnabörn og hafa þau öll misst
mætan föður og afa. Óskar var
góður faðir og afi, alltaf hress og
kátur en stríðinn var hann.
Stríðni hans var góðlátleg og kom
fólki til að hlæja en meiddi engan.
Margs er því að minnast. Hvort
heldur sem um er að ræða fjöl-
skylduboð, sumarbústaðarferðir,
veiðiferðir eða aðeins dagspart
eða kvöldstund þar sem setið var
við spjall og hlegið. Allar þessar
samverustundir og hjálpsemi
hans munum við geyma í minni
okkar um ókomna tíð. Óskar var
traustur, duglegur og mjög hand-
laginn. Mamma sagði oft að hún
þyrfti engan iðnaðarmann: „Ég
hringi bara í Óskar, það er svo
gott að leita til hans.“ Við erum
viss um að þetta hefur verið sagt á
mörgum heimilum því hann var
mjög hjálpsamur og hann gat allt.
Hann var aldrei svo tímabundinn
að hann kæmi ekki undir eins til
hjálpar, þegar eftir því var leitað.
En Óskar fékk sjúkdóm sem tók
af honum völdin og breytti öllu.
Harðduglegur maðurinn varð að
sætta sig við að vera heima og
hafa hægt um sig og hætta að
geta hjálpað öðrum. Þessi duglegi
maður lét samt ekki sjúkdóminn
stoppa sig því hann gerði allt sem
hann gat. Hann gladdist með
börnum og barnabörnum við
hvert tækifæri. Fór í ferðalög inn-
anlands og utan. En að lokum tók
sjúkdómurinn yfirhöndina. Hug-
urinn er hjá systur okkar og mág-
konu og hennar stóru fjölskyldu
sem hefur misst mikið og guð gefi
þeim styrk í sorginni. Við kveðj-
um góðan fjölskyldumeðlim og
vin með virðingu og þökkum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þóra, Auður og Sigurbjörn.
Elskulegur frændi minn er far-
inn í sína hinstu sjóferð yfir í
Sumarlandið eftir erfið veikindi.
Óskar var mikill dugnaðarforkur
og taldi ekkert eftir sér, hvort
sem það var á sjónum eða í kring-
um fjölskylduna, sem var honum
allt. Hann leitaði til mín þegar
eitthvað bjátaði á varðandi heils-
una og áttum við margar góðar
stundir saman síðastliðin ár þegar
hann kom í sjúkraþjálfun og
ræddum ýmsa hluti. Óskar var
alltaf jákvæður, með húmorinn að
vopni, og hafði sérstaklega gaman
af því að segja sögur af barna-
börnunum sem voru honum svo
kær. Alltaf fór hann eftir því sem
honum var sagt, meðferðarheldn-
in upp á 100%, sem lýsir honum
best.
Það var erfitt að horfa upp á
það hvernig sjúkdómurinn tók yf-
ir þannig að ekkert varð við ráðið.
Eftir sitja fjölskylda og vinir í
sorg og reyna nú að ylja sér við
fallegar minningar um einstakan
mann.
Nú ertu farinn elsku frændi minn.
Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn.
Á himnaboga blika stjörnur tvær.
Hve brosi í augum þínum líkjast þær.
Nú gengur þú til fundar Frelsarans.
Friðargjafans, náðar sérhvers manns.
Þar englar biðja í bláum himingeim
og bíða þess þú komir loksins heim.
(Svava Strandberg)
Elsku Þórunn og fjölskyldan
öll, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð, megi Guð styrkja ykkur í
sorginni. Risastórt faðmlag til
ykkar allra.
Björg Hafsteinsdóttir.
Óskar Hafsteinn
Friðriksson
best að koma í kaffi til ykkar afa
og spjalla við ykkur um allt og
ekkert. Hvergi leið okkur eins
vel með kaffibollann og hvergi
fengum við betra kaffi. Það er
minnisstætt að helst var ekki
hægt að koma í heimsókn á yngri
árum án þess að búið væri að
koma manni fyrir á gólfinu í
þeim tilgangi að klippa á okkur
neglurnar og það er minnisstætt
að þú tókst það upp á þitt eins-
dæmi að koma okkur í klippingu.
Þá var hvergi betra að gista
enda fötin sett á ofn um nóttina
svo að hægt væri að klæða sig í
heit föt á morgnana. Það var sér-
staklega gaman að heimsækja
Hveravelli og Laxamýri með
ykkur afa á árum áður.
Þegar við síðan urðum eldri
og komum að poka fullum af
grænmeti hangandi á útidyra-
hurðinni vissi maður alltaf að
amma hefði komið við með send-
ingu að norðan. Það var alltaf
hægt að reiða sig á að amma
væri til staðar, jafnvel þó það
væri bara að biðja hana um að
skutla sér eitthvert og þá lá allt-
af fyrir að amma myndi hringja á
afmælinu og óska manni til ham-
ingju. Sömuleiðis höldum við
mikið upp á og munum ávallt
varðveita afmælis- og jólakortin
frá ykkur afa, sem höfðu alltaf að
geyma fallega kveðju og ljóð. Við
viljum saman þakka fyrir allar
góðu stundirnar og alla þá hlýju
og gleði sem þú veittir okkur.
Þín barnabörn,
Unnsteinn Örn, Edda María
og Hugrún.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
María Atladóttir, tengdamóðir
mín, er látin. Fyrir mér er þetta
allt frekar óraunverulegt, þar
sem ég hitti hana ekkert frá því
að heimsóknarbann var sett á
hjúkrunarheimilin.
Ég var aðeins 16 ára gömul
þegar ég kom inn í fjölskylduna.
Ég var hálf smeyk við Maju í
fyrstu og man hvað ég vandaði
mig sérstaklega við að nefna eig-
inmann minn réttu nafni, „Jó-
hann“ en alls ekki „Jói“. Tengda-
móðir mín var seintekin en afar
trygglynd og reyndist mér og
mínum einstaklega vel.
Maja var ekki venjuleg hús-
móðir. Hjá henni var alltaf allt í
röð og reglu en hún var ekki
mikið fyrir eldamennsku og ég
man aldrei eftir því að hún hafi
bakað. En Maja var mjög vand-
fýsin á vörur sem hún þurfti að
kaupa og ég er ekki frá því að
hún hafi smitað mig af því.
Maja var mikill sóldýrkandi
og fóru tengdaforeldrar mínar í
margar sólarlandaferðir. Hún
var ekki mikið fyrir að bera á sig
sólarvörn, vildi frekar sólarolíu.
„Skinnin“ hennar sakna
ömmu sinnar enda vildi hún allt
fyrir þau gera.
Hún tók það t.d. að sér að fara
með þau í klippingu fyrstu árin
og hún gaukaði alltaf einhverju
að þeim áður en þau fóru í ferða-
lög til útlanda.
Öll tækifæriskort sem hún
sendi vinum og vandamönnum
voru einstök því hún gætti þess
ætíð að skrifa skemmtileg ljóð
með kveðjunum. Mörg þeirra
voru eftir afa hennar Baldvin
Friðlaugsson en önnur skrifaði
hún upp úr bókum og blöðum.
Margar kveðjurnar frá henni á
ég enn og geymi vel.
Að leiðarlokum kveð ég kæra
tengdamóður með virðingu og
þakklæti.
Linda Björg Pétursdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐNI GUÐNASON
Lambastekk 7, Reykjavík,
lést mánudaginn 20. apríl.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 11. maí klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.
Rósa Sólrún Jónsdóttir
Þórir Már Guðnason Elísa Arnarsdóttir
Svavar Leó Guðnason Lotta Kaarina Nykänen
Vaka Rós Þórisdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÚN RÚNARSDÓTTIR,
Básahrauni 15, Þorlákshöfn,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 3. maí.
Guðmundur R. Ársælsson
Rúnar Guðmundsson Hanna Agla
Ársæll Guðmundsson Lilja Karen Björgvinsdóttir
Ásta Björk Guðmundsdóttir Viggó Ingason
Jakob Hrafn
Elskuleg dóttir mín, stjúpdóttir og systir,
FARIDA SIF OBAID,
lést á líknardeild Landspítalans 21. apríl.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Anna Svandís Gunnarsdóttir
Birgir Karl Guðmundsson
Nadeem Nielsen
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRUNN G. ÞORSTEINSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
áður til heimilis að Mýrarvegi 111,
Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
3. maí. Vegna aðstæðna í samfélaginu mun útförin fara fram í
kyrrþey.
Sigurður G. Flosason
Flosi Þórir Sigurðsson
Þórunn S. Sigurðardóttir Adolf Ingi Erlingsson
Steinþór G. Sigurðsson Kristín Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn