Morgunblaðið - 06.05.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Tilboð/útboð
Auglýsing á deiliskipu-
lagstillögu í landi
Stóra-Botns
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á
fundi sínum þann 21.apríl 2020 að auglýsa
deiliskipulagstillöguna Furugerði í landi
Stóra-Botns í Hvalfjarðarsveit skv. 41. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Í landi Stóra-Botns er frístundarbyggðin
Furugerði. Þar eru tvö frístundarhús ásamt
fylgihúsi og hafa landeigendur hug á að
reisa tvö frístundarhús til viðbótar á svæð-
inu. Aðkoma að frístundarbyggðinni er frá
Botnsdalsvegi um malarveg.
Lögð er áhersla á að öll uppbygging innan
deiliskipulagstillögunar falli sem best að um-
hverfinu. Í tillögunni eru fjórar lóðir. Heimilt
er að byggja eitt frístundarhús ásamt fylgi-
húsi innan hverrar lóðar. Skipulagssvæðið er
um 8.9 ha.
Deiliskipulagstillagan liggur fammi á skrif-
stofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heima-
síðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveit-
ar föstudaginn 15. maí á milli 10:00 og 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. 301 Akra-
nesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardar-
sveit.is merkt ”Furugerði”, fyrir 18. júní
2020.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
Bogi Kristinsson Magnusen
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl.9-15, með takmörk-
unum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í alla
viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og
biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning
og allar upplýsingar í síma 411-2701 og 411-2702.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á
félagsmiðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir
svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að
handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er
út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Gler og leir í dag í samáði við leiðbeinendur. Kaffi-
spjall í króknum kl. 10.30. Handavinna á Skólabraut kl. 13.00 eingöngu
fyrir íbúa á Skólabraut. Á morgun fimmtudag verður bókband í sam-
ráði við leiðbeinanda og á morgun verður einnig Jóga í salnum á
Skólabraut eingöngu fyrir þá sem ekki búa á Skólabraut.
með
morgun-
nu
200 mílur
✝ Ása Jónsdóttirfæddist í
Reykjavík 22.
ágúst 1936. Hún
andaðist á líknar-
deild Landspít-
alans 23. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Sigurðsson frá
Kaldaðarnesi,
skrifstofustjóri Al-
þingis og þýðandi, f. 18. febr.
1886, d. 31. okt. 1957, og Anna
Guðmundsdóttir, f. 25. sept-
ember 1902, d. 28. mars 1987.
Foreldrar Jóns voru Sigurður
Ólafsson sýslumaður og Sigríð-
ur Jónsdóttir. Foreldrar Önnu
voru Guðmundur Hannesson,
læknir og prófessor, og Karól-
ína Margrét Sigríður Ísleifs-
dóttir. Ása varð stúdent frá
M.R. árið 1956 og lauk prófi frá
Guðmundur Karl Jónsson, f. 20.
nóvember 1940, d. 2. júlí 2009.
Eiginmaður Ásu var Tómas
Karlsson sendifulltrúi, f. 20.
mars 1937, d. 9. mars 1997. For-
eldrar hans voru Karl Guð-
mundsson rafvélameistari og
Margrét Tómasdóttir.
Börn Tómasar og Ásu eru
Jón Frosti leiðsögumaður, f. 2.
apríl 1962, og Jökull, f. 15. júní
1965. Sonur Jóns Frosta er
Tómas Fróði Frostason flug-
virki, f. 3. nóvember 1992; maki
hans er Oddný Rún Karlsdóttir,
f. 10. janúar 1994. Barnsmóðir
Jóns Frosta, móðir Tómasar
Fróða, er Hallgerður Thorla-
cius sjúkraliði, f. 21. september
1966. Dóttir Hallgerðar og upp-
eldisdóttir Jóns Frosta er Silja
Ívarsdóttir, f. 19. ágúst 1982.
Sonur Jökuls er Finnur Kaldi
Jökulsson, f. 7. desember 1999.
Móðir hans og eiginkona Jökuls
er Kathy June Clark, f. 23.
ágúst 1957.
Útförin fer fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins
1958. Hún lauk
kennaraprófi frá
Kennaraskólanum
árið 1963. Hún
lagði stund á nám í
menntunar-
leikhúsfræði í New
School of Social
Research í New
York og lauk B.A.-
prófi árið 1975 en
tók M.A.-próf í sama skóla árið
1977. Hún stundaði frönskunám
í skóla Sameinuðu þjóðanna og
Genfarháskóla á árunum 1979-
1981. Hún var kennari í Hlíða-
skóla í Reykjavík á árunum
1963-1974 en kenndi við Aust-
urbæjarskóla frá árinu 1982 og
síðast við Hvaleyrarskóla þang-
að til hún fór á eftirlaun. Systk-
ini Ásu voru Sigríður Jóns-
dóttir, f. 17. september 1934, og
Ég hitti tengdamóður mína
þegar ég kom til Íslands frá San
Francisco til að giftast eigin-
manni mínum á mjög snjóþung-
um vetrardegi í febrúar árið
1996. Það voru fyrstu kynni mín
af dæmigerðri íslenskri konu,
fjölskyldu hennar og menningu.
Ég kynntist lífsháttum Íslend-
inga og sjónarhorni þeirra í
gegnum Ásu. Við áttum furðu
margt sameiginlegt, báðar kenn-
arar og listamenn með sterkt
vinnusiðferði. Jafnvel á níræðis-
aldri málaði hún húsið sitt að ut-
an í stórum stiga, sló blettinn,
klippti runna, reytti mosa og
lakkaði pallinn á sumarbústaðn-
um. „Óðurinn til sumarbústað-
arins“ var verk hennar í vinnslu.
Í áratugi hafði hún gróðursett
ógrynni trjáa sem mynduðu
skjólsælan og þykkan skóg,
paradís tístandi sumarfugla.
Þetta var ástríða hennar og
veitti henni hamingju. Ása hafði
unun af gönguferðum og hugaði
að grisjun á sínu mikla trjá-
þykkni.
Hún hélt áfram starfinu mán-
uðina eftir að hún greindist með
krabbamein og rakaði síðustu
laufin sem féllu af trjánum. Ég
var steinhissa á staðfestu hennar
og viljastyrk við þetta mikla
verkefni í veikindunum. Hún
kom hlutunum í verk og gerði þá
vel. Sami andi ríkti í fjölskyldu
minni og ég kunni að meta dugn-
að Ásu.
Margar voru sögurnar sem
tengdamóðir mín sagði mér um
ævi sína. Til dæmis frá því þegar
hún var sendiherrafrú og hélt
veislur fyrir forseta og kóngafólk
og fór í kvöldverð í Hvíta húsinu
og hitti Reagan Bandaríkjafor-
seta og frú. Hún lifði mögnuðu
lífi en hélt ávallt í sín jarðbundnu
gildi og nýtnu lífshætti.
Sem útlendingur lærði ég ým-
islegt af Ásu og það mikilvæg-
asta var að elda lambalæri og
allt meðlætið sem fylgir þjóðar-
rétti Íslendinga, sem væri „það
besta í heimi“. Ása var fastheldin
á skoðanir sínar. Hún var sterk
og sjálfstæð með ákveðnar hug-
myndir sem áttu djúpar rætur í
sannfæringu og lífsskoðunum.
Þrátt fyrir alla sína þrjósku vildi
Ása öllum vel og var ákaflega ör-
lát og elskuleg við syni sína,
ömmusyni sína og ömmudóttur.
Foreldrum mínum þótti mjög
vænt um hana.
Ása var kennari fram í fing-
urgóma. Mér þótti vænt um að
hún tók íslenskukennslu sonar
míns í sínar hendur þegar við
fluttum til Íslands. Hún var stað-
ráðin í að taka hann í einkatíma
nánast daglega og kenna honum
að lesa og skrifa. Þau mynduðu
sterk tengsl sem náðu út yfir
heimanámið. Ég er mjög þakklát
fyrir að sonur minn og amma
Ása hafi átt þennan sérstaka
tíma saman.
Síðasta hamingjusama minn-
ing mín um Ásu var þegar hún
bað mig og mágkonu mína að
hjálpa sér við að fara í gegnum
persónulega muni. Við vorum
marga daga að fara í gegnum
fötin hennar á meðan hún lá í
rúminu og rifjaði upp minningar
tengdar hverri flík og sögur um
hvar og hvenær hún klæddist
þeim. Við hlógum allar og nutum
þess að rifja upp Ásu fyrir 20 ár-
um eða meira. Mér fannst ég
virkilega vera hluti af fjölskyldu-
sögunni þegar við áttum þennan
dásamlega tíma saman.
Mig langar að þakka tengda-
móður minni fyrir að hafa reynst
mér sterk og elskuleg. Þér var
annt um fjölskyldu þína og þín
verður minnst fyrir mannkosti
þína.
Meira: mbl.is/andlat
Kathy Clark.
Ég og amma mín eigum mjög
langa sögu, eins og kannski flest-
ir eiga um ömmu sína í rauninni.
Hún var án efa ein af sterkustu
og ákveðnustu manneskjum sem
hef þekkt á ævi minni, hún lét
ekkert stoppa sig. Ætli það sé
ekki ástæðan fyrir því að ég
lærði að lesa og skrifa á íslensku.
Amma var mjög áköf í að
kenna mér að lesa og skrifa á ís-
lensku. Hún kom heim til mín á
hverjum degi og við lásum hvort
fyrir annað. Stundum reyndi ég
að smeygja mér út úr því en nei,
því mætti ég gleyma. Ef amma
væri að koma að lesa með mér
þá var hún að koma, það var
ekkert flóknara en það.
Ég er svo þakklátur fyrir
þetta, og mun alltaf sakna
skrítnu samtalanna okkar þegar
við vorum að rúnta á bílnum
saman.
Ég mun sakna þín, amma mín,
takk fyrir allt sem þú gafst og
ert ennþá að gefa.
Finnur Kaldi Jökulsson.
Mágkona mín og kær vinkona,
Ása Jónsdóttir, hefur nú kvatt
eftir snarpa glímu við illvígan
sjúkdóm. Ása var Reykjavíkur-
mær, alin upp á Hólavallagöt-
unni ásamt systkinum sínum,
Sigríði og Guðmundi Karli, á
traustu menningarheimili þar
sem listir voru í hávegum hafðar
og þjóðþekktir listamenn voru
heimilisvinir.
Ása hóf sína skólagöngu í
Miðbæjarskólanum, þaðan lá
leiðin í MR þar sem hún kynntist
verðandi eiginmanni sínum,
Tómasi Karlssyni. Eftir stúd-
entspróf starfaði Ása um tíma
sem flugfreyja. Hún hóf síðan
nám við Leiklistarskóla Íslands
þaðan sem hún útskrifaðist en
áður hafði hún numið leiklist hjá
Lárusi Pálssyni. Ása lauk svo
námi frá Kennaraskólanum og
varð kennsla hennar aðalstarf
sem hún naut sín vel í, sérstak-
lega með yngri börnunum, ásamt
húsmóðurhlutverkinu en þau
Tómas eignuðust tvo syni, Jón
Frosta og Jökul.
Árið 1974 gerðist Tómas
fastafulltrúi í sendinefnd Íslands
hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York og fluttist fjölskyldan þá
vestur um haf. Áður hafði Tómas
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
hér heima; hann var ritstjóri
dagblaðsins Tímans, formaður
Blaðamannafélagsins, sat á Al-
þingi um tíma sem varamaður og
stjórnaði þáttum bæði í útvarpi
og sjónvarpi. Það kom því í hlut
Ásu að standa fyrir ýmsum at-
burðum með manni sínum og
fórst henni það hlutverk vel úr
hendi.
Við Guðmundur heimsóttum
þau hjón til New York eitt árið
og þar varð ég vitni að góðum
skipulagshæfileikum, gestrisni
og heillandi framkomu Ásu þar
sem hún stóð fyrir stórri veislu
fyrir íslenska og erlenda framá-
menn. Ása sat ekki auðum hönd-
um í New York. Hún notaði
tækifærið, fór í háskóla og
stundaði nám í menntandi leik-
húsfræðum. Seinna starfaði
Tómas á vegum utanríkisþjón-
ustunnar í Genf og í London.
Hann lést um aldur fram árið
1997 eftir löng og erfið veikindi
þar sem Ása var hans stoð og
stytta.
Stórfjölskyldan naut árlega
gestrisni Ásu sem bauð okkur í
sumarbústaðinn sinn í Mosfells-
dal. Ása byggði þar nýjan bústað
og ræktaði þar myndarlegan
skóg á landi foreldra sinna. Hún
var dugnaðarforkur utanhúss
sem innan. Önnur áhugamál Ásu
voru málaralistin en eftir hana
liggja eftirtektarverðar myndir.
Þá spilaði hún bridge í mörg ár
og keppnisbridge á seinni árum.
Eftir að við Ása vorum báðar
orðnar ekkjur urðu samskipti
okkar tíðari og nánari. Við ferð-
uðumst saman, fórum saman á
ýmsar sýningar eða sátum bara
saman og spjölluðum um lífið og
tilveruna. Fyrir það þakka ég í
dag.
Ég votta sonum, tengdadótt-
ur, barnabörnum, systur og öðr-
um aðstandendum innilega sam-
úð.
Rannveig Björnsdóttir.
Litfríð og ljóshærð, ákveðin
og rösk þegar í æsku. Kná í öll-
um leikjum, boltaleikjum, hlaup-
um, ærslum í görðum og skíða-
sleðafærni, sem beitt var af list
um vetur, en nú er gleymd
íþrótt. Átti í fullu tré við leik-
félagana, stráka sem stelpur, og
bar af í ýmsu. Leikvöllurinn var
Hólavallagata, garðarnir bak við
húsin og Landakotstúnið. Hún
var spretthörðust allra og gat
kastað bolta lengra en nokkur af
jafnöldrum sínum, strákum í
hópnum til nokkurs ama. Það
sætir furðu að á þessum árum
var alltaf gott veður, hvernig svo
sem viðraði. Þetta var áhyggju-
laus æska.
Hún var samferða góðum vin-
konum sínum úr næsta nágrenni,
Garðastræti og Suðurgötu, og
leikfélögum úr Hólavallagötu-
hópnum, allt frá barnaskóla til
menntaskólaáranna, en hvítu
kollana settum við upp 15. júní
1956.
Ásu sóttist námið vel á öllum
stigum. Hún var greind, iðin og
ástundunarsöm. Þegar í barna-
skóla var ljóst að hún var góðum
hæfileikum gædd. Það var ekki
aðeins bóknámið sem hún átti
létt með. Þegar dansæfingar hóf-
ust í söng- og teiknistofunni í
Miðbæjarskólanum kom í ljós að
þessi fallega, létta og lipra stúlka
dansaði eins og engill, og það var
sjálfgefið að henni var trúað fyr-
ir krefjandi hlutverkum í leik-
ritum sem sett voru á svið á jóla-
skemmtunum í leikfimissalnum.
Leikhæfileikar hennar voru aug-
ljósir og þeirra naut einnig í
unglingaskóla. Eftir stúdents-
próf lauk hún leiklistarnámi í
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
og eftirminnilegt var að sjá hana
á sviði Þjóðleikhússins sem dótt-
urina í Föðurnum eftir Strind-
berg.
Ánægjurík árin í menntaskól-
anum liðu í frábærum félagsskap
og vináttu. Við skólasystkinin
söknum vinar í stað. Sú litla
mynd af henni sem hér hefur
verið dregin upp kann að vera
sonum hennar, systur og öðrum
nákomnum nokkurs virði.
Blessuð sé minning hennar.
Jakob Þ. Möller, MR 56.
Ása Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar