Morgunblaðið - 06.05.2020, Page 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
SAMNINGAR VIÐ
ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG
• Fagleg þjónusta
• Vönduð vinnubrögð
• Frítt tjónamat
Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is
HSRETTING.IS
547 0330
LÁTTU OKKUR
UM MÁLIÐ
• BÍLARÉTTINGAR
• PLASTVIÐGERÐIR
• SPRAUTUN
Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu
50 ára Theodór er
Reykvíkingur, ólst upp
á Kleppsvegi og í Breið-
holti en býr í Smá-
íbúðahverfinu. Hann er
rafvirki og tölvu- og
kerfisfræðingur að
mennt en er deild-
arstjóri í stafrænni þróun hjá Securitas.
Maki: Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 1973,
tómstunda- og félagsmálafræðingur.
Sonur: Steinþór Carl, f. 2015.
Foreldrar: Guðrún Halldórsdóttir, f.
1928, húsmóðir í Reykjavík, og Steinþór
Carl Ólafsson, f. 1923, d. 1985, símstöðv-
arstjóri.
Theodór Carl
Steinþórsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þegar kemur að aga ertu ósigr-
andi. Nú er rétti tíminn til þess að beita
einhvern þrýstingi ef þess þarf.
20. apríl - 20. maí
Naut Eldri og reyndari vinur gefur þér góð
ráð í dag og þér er hollast að leggja eyrun
við. Gefðu þér allan þann tíma sem þú
þarft til að grandskoða málin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er margt utan okkar seil-
ingar og nauðsynlegt að hver maður þekki
sín takmörk. Dragðu andann djúpt, og
veldu orð þín vel og vandlega.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fljótfærni er viðsjárverð, sér-
staklega þegar svara á viðkvæmum spurn-
ingum. Reyndu að halda ró þinni og brosa.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Góðu breytingarnar sem þú hefur
verið að reyna að ná í gegn seinustu ár
verða loks að veruleika. Leggðu áherslu á
jákvæð samskipti við fólk.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Sinntu þínu starfi af kostgæfni og
þegar starfsdeginum er lokið máttu láta
hugann reika. Um þessar mundir er létt að
missa stjórn á sér út af smávægilegum
hlutum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það eru mörg handtökin sem þarf til
þess að koma heilu verki í höfn. Þú ert í
stöðu til þess að geta aukið umsvif þín.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er óvenju ikil orka í þér
og töluvert ójafnvægi sem þú ert ekki
ánægður með. Töluð orð verða ekki tekin
aftur svo vandaðu framkomu þína.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þú eigir bágt með að
skilja hugmyndir vinar þíns er engin
ástæða til þess að leggja vináttuna á ís.
Notaðu þinn meðfædda sjarma.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér hefur vegnað vel í starfi og
finnst tími til kominn að fá einhverja umb-
un fyrir. Taktu þér tíma til að sinna heilsu-
rækt og íhugun.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það væri ekki vitlaust að
blanda geði við nýtt fólk og víkka sjón-
deildarhringinn. Taktu því við stjórn-
artaumunum er færi gefst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Flanaðu ekki að neinu, heldur tékk-
aðu af alla hluti og hafðu þitt á hreinu þeg-
ar þú grípur til aðgerða. Hafðu hægt um
þig.
gegnum framleiðsluna hef ég
kynnst fjölmörgum, bæði hérlendis
og erlendis, einkum saltfiskkaup-
endum í Portúgal og sæbjúgna-
kaupendum í Kína.“
Hannes sat í hreppsnefnd Ölfus-
keypti Hannes Hafnarnes hf. og
sameinaði fiskiðjunni VER og úr
varð Hafnarnes VER hf. sem hann
á og rekur í dag með fjölskyldu
sinni. „Útgerðin og fiskvinnslan
hafa verið mínar ær og kýr. Í
H
annes Sigurðsson
fæddist laugar-
daginn 6. maí 1950 í
Stóru-Sandvík í
Sandvíkurhreppi,
hinum forna, nú Árborg. Hann ólst
upp í Stóru-Sandvík ásamt systk-
inum sínum og fjölmörgum frænd-
systkinum, en þar var á þessum
árum fjórbýlt. Þar bjuggu þrír
bræður Sigurðar ásamt fjöl-
skyldum sínum. „Þar var því margt
um manninn á þessum árum og við
bættist talsvert af sumarkrökkum
úr þéttbýlinu, því það þurfti marg-
ar hendur í heyskap á þessum
tíma, rétt áður en vélar yfirtóku
nánast alla vinnu við heyskapinn.“
Hannes gekk í barna- og gagn-
fræðaskóla á Selfossi og þá lá leið-
in í Verslunarskóla Íslands. „En
sjómennskan heillaði og ég fór
fyrst í siglingar, fékk pláss á Lag-
arfossi og fyrsta landið sem komið
var til var Rússland og borgin var
Múrmansk. Þar kom ungum Ís-
lendingi margt nýstárlegt fyrir
sjónir.“ Hannes var eitt ár í sigl-
ingum en eftir þann kafla réði
hann sig á fiskibáta. Byrjaði á bát
frá Þorlákshöfn en var einnig á
bátum frá Eyrarbakka og Stokks-
eyri. Hann fór síðan í Stýrimanna-
skólann í Reykjavík haustið 1971
og lauk fiskimannaprófi vorið 1973.
Hannes var stýrimaður og skip-
stjóri á nokkrum bátum í Þorláks-
höfn. Hann hóf eigin útgerð haust-
ið 1976 með kaupum á 50 tonna bát
frá Hellissandi sem hann var skip-
stjóri á. Samhliða útgerðinni
byggðu hann og Þórhildur kona
hans verslunarhús í Þorlákshöfn,
þar sem þau ráku matvöruverslun í
sjö ár, en síðan var húsið og rekst-
urinn seldur öðrum. Fiskiðjan Ver
var sett á laggirnar 1983 og byggt
hús að Unubakka 48 í Þorlákshöfn,
var þar unninn saltfiskur. „Sú
starfsemi vatt upp á sig og var
flutt í stærra húsnæði í Þorláks-
höfn að Óseyrarbraut 20 þar sem
saltfiskframleiðslan er enn í dag.“
Þau hjónin byggðu svo veitinga-
staðinn Hafið bláa árið 2003 og
ráku staðinn til 2009, en hann hef-
ur verið í útleigu síðan. Árið 2006
hrepps 1992-1998 og er formaður
veiðifélagsins Varmár í Ölfusi. „Ég
hef mikinn áhuga á laxveiði, bæði í
net og á stöng. Ég veiði fyrst og
fremst í Sogi og Ölfusi en svo hef
ég líka gaman af því að veiða í
Laxá í Kjós.“
Fjölskylda
Eiginkona Hannesar er Þórhild-
ur Ólafsdóttir, f. 11.4. 1953, bú-
fræðingur og skógræktarbóndi.
Þau eru búsett á Hrauni í Ölfusi.
Foreldrar hennar voru hjónin Ólaf-
ur Þorláksson, f. 18.2. 1913, d.
23.11. 2006, bóndi á Hrauni, og
Helga Sigríður Eysteinsdóttir f.
2.7. 1916, d. 9.9. 2009, húsfreyja á
Hrauni.
Börn Hannesar og Þórhildar eru
1) Hildur, f. 17.9. 1978, d. 18.12.
1978; 2) Katrín Ósk, f. 11.7. 1980,
fjármálastjóri. Maki: Smári Birnir
Smárason, f. 7.3. 1981, fram-
kvæmdastjóri. Dætur þeirra eru
Hildur Ósk, f. 4.12. 2007; Hanna
Hannes Sigurðsson, útvegsbóndi og fiskverkandi – 70 ára
Fjölskyldan Hannes og Þórhildur ásamt börnum sínum, tengdasyni og barnabörnum á heimili þeirra á Hrauni.
Fiskverkandinn í Ölfusinu
Hjónin Hannes og Þórhildur á ferðalagi í Kína.
40 ára Jón Þór er
Selfyssingur og er bif-
reiðasmiður að mennt
frá Borgarholtsskóla.
Hann er slökkviliðs-
maður hjá Bruna-
vörnum Árnessýslu.
Maki: Svandís Bára
Pálsdóttir, f. 1979, þjónustustjóri.
Börn: Brynja Líf, f. 2004, og Axel Úlfar, f.
2010.
Foreldrar: Ingunn Sigurjónsdóttir, f.
1957, fyrrverandi læknaritari, og Jóhann
Hannes Jónsson, f. 1956, húsvörður í
Sunnulækjarskóla. Þau eru búsett á Sel-
fossi.
Jón Þór
Jóhannsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is