Morgunblaðið - 06.05.2020, Side 22
Ljósmynd/Barcelona
Meistarar Aron Pálmarsson og
Victor Tomás á góðri stundu.
Keppnistímabilinu í spænska hand-
knattleiknum hefur verið aflýst og
Barcelona er spænskur meistari
enda var liðið langefst í deildinni þeg-
ar keppni var slegið á frest fyrr í vet-
ur vegna kórónuveirunnar. Aron
Pálmarsson leikur með liðinu, sem er
meistari tíunda árið í röð, en meist-
aratitillinn er sá þriðji í röðinni hjá
Aroni hjá Barcelona. Þá hefur liðið
einnig orðið bikarmeistari öll þrjú ár-
in síðan Aron hóf að leika með liðinu.
Barcelona hafði mikla yfirburði í
deildinni í vetur eins og síðustu ár og
vann alla nítján leiki sína. Keppnis-
tímabilinu er því lokið hjá Barcelona
að því undanskildu að úrslitahelgi
Meistaradeildar Evrópu fer að
óbreyttu fram í Köln í desember.
Ferli fyrirliðans, Victors Tomás, er
þá lokið en hann tilkynnti fyrr í vet-
ur að hann myndi hætta í sumar
vegna hjartagalla. Tomás nýtur mik-
illa vinsælda hjá félaginu og hefur
leikið allan sinn feril með liðinu en
hann er 35 ára. Lék hann einnig með
Guðjóni Val Sigurðssyni hjá Barce-
lona á sínum tíma.
Ferill Arons í atvinnumennsk-
unni er magnaður. Hann varð nú
landsmeistari í tíunda sinn á ferl-
inum, en hann varð þýskur meistari
fimm sinnum með Kiel og ung-
verskur meistari tvisvar með
Veszprém.
„Við vildum ljúka deildininni og
láta úrslitin ráða þar sem við spil-
uðum vel á leiktíðinni. Sumt er hins
vegar mikilvægara en íþróttir og við
verðum að sýna því skilning,“ er haft
eftir Xavi Pascual, þjálfara Barce-
lona, á heimasíðu félagsins.
Landsmeistaratitlar Arons fylla tuginn
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2020
FÓTBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Tæplega fjögurra mánaða Ítalíudvöl
Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur,
landsliðskonu í knattspyrnu og leik-
manns Breiðabliks í efstu deild, hef-
ur einkennst af fótbolta, útgöngu-
banni og hálfgerðu stofufangelsi.
Framherjinn, sem er 28 ára göm-
ul, er nú á heimleið frá Ítalíu, en hún
gekk til liðs við stórlið AC Milan á
láni frá Breiðabliki um miðjan janúar
á þessu ári.
Berglind spilaði frábærlega með
AC Milan í upphafi árs en í febrúar
var öllum leikjum í ítölsku A-
deildinni frestað um óákveðinn tíma
vegna kórónuveirufaraldursins.
„Ég á von á því að snúa aftur til Ís-
lands í kringum 10. maí,“ sagði Berg-
lind Björg í samtali við Morgun-
blaðið. „Í dag (gær) var aðeins slakað
á útgöngubanninu sem hefur ríkt
hérna undanfarnar vikur. Fólk má
núna fara út í göngutúra og í almenn-
ingsgarða sem dæmi. Það eru ein-
hverjar nokkrar búðir opnar líka en
ekki mikið meira en það. Ég er búin
að vera í hálfgerðu stofufangelsi inni
hjá mér í sirka níu vikur en ótrúlegt
en satt þá hefur tíminn verið lúmskt
fljótur að líða.
Ég trúi því varla sjálf að ég sé búin
að gera lítið annað en að hanga inni
hjá mér í níu vikur, sem er hálf galið,
en ég hef reynt að gera mitt besta til
þess að halda mér við. Meðal annars
með því að hlaupa í bílakjallaranum í
íbúðarhúsinu mínu og með því að
lyfta vatnsflöskum og öðru en ég skal
alveg viðurkenna það að það er orðið
ansi þreytt að þurfa að æfa svona.“
Þakklát fyrir tækifærið
Berglind fór á kostum í fyrstu
leikjum sínum með AC Milan, þar
sem hún skoraði fimm mörk í fimm
leikjum, en síðast var leikið í ítölsku
A-deildinni 23. febrúar. Framherjinn
segir að það komi vel til greina að
leika aftur með AC Milan síðar á
ferlinum.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilin
þá hefur þessi tími verið algjörlega
frábær. Ég er búin að njóta mín í
botn í Mílanó og mér líður mjög vel
hérna. Það er spilaður skemmtilegur
fótbolti hérna og deildin er mjög
sterk. Það er frábært að fá tækifæri
til þess að spila fyrir jafn stórt lið og
AC Milan og ég er fyrst og fremst
stolt og þakklát fyrir tíma minn hjá
félaginu.
Við höfum aðeins rætt framhaldið
og þeir hafa aðeins verið að kanna
stöðuna á mér og hvar hugur minn
liggur. Það er erfitt að ákveða fram-
tíðina í ástandinu sem ríkir á Ítalíu
þessa dagana og markmiðið hjá mér
núna er að koma heim og gera vel
fyrir Breiðablik. Ég mun svo bara
skoða mín mál betur að tímabili
loknu.“
Engar áhyggjur
Framherjinn öflugi er vænt-
anlegur til landsins á næstu dögum,
en stefnt er að því að hefja keppni í
úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-
deildinni, 16. júní. Berglind þarf að
fara í tveggja vikna sóttkví við kom-
una til landsins en segir það lítið
vandamál.
„Tvær vikur í sóttkví eru ekki
neitt og ég hef lent í því verra. Ég hef
verið í góðu sambandi við Þorstein
Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, og
styrktarþjálfarann líka og ég er með
plan sem ég mun fylgja. Ég má fara
út að hlaupa, sem er jákvætt, og ég
hef litlar áhyggjur af því að þurfa að
æfa í sóttkví.
Annars leggst tímabilið með
Breiðabliki ótrúlega vel í mig. Allir
leikmenn liðsins hafa verið mjög
duglegir að æfa undanfarnar vikur
og vonandi náum við að æfa í tvær til
þrjár vikur, allar saman, rétt fyrir
mót.“
Berglind var lykilmaður í liði
Breiðabliks sem vann tvöfalt sum-
arið 2018 og varð bæði Íslands- og
bikarmeistari. Liðið hafnaði hins
vegar í öðru sæti deildarinnar á síð-
ustu leiktíð á eftir Val, og Berglind
ítrekar að markmiðið í ár sé að gera
betur.
Stefna alltaf hátt
„Kjarninn í liðinu er svo gott sem
sá sami og undanfarin ár. Það er gott
að vera ekki að róta mikið í honum og
það mun bara hjálpa okkur þegar á
hólminn er komið. Það var mjög gott
að fá Rakel Hönnudóttur aftur heim
og eins að fá Sveindísi Jane til félags-
ins.
Við höfum ekki sett okkur nein
markmið sem lið en ég hef fulla trú á
því að við verðum sterkari núna en
síðasta sumar. Stefna okkar hefur
alltaf verið að vinna bikara og það
breytist ekki fyrir komandi keppn-
istímabil,“ bætti Berglind Björg við í
samtali við Morgunblaðið.
Naut sín í botn í Mílanó
Berglind Björg á heimleið frá Ítalíu Hálfgert stofufangelsi síðustu níu
vikurnar Gekk hins vegar vel á vellinum á meðan hægt var að spila
Ljósmynd/@acmilan
Heimkoma Berglind Björg Þorvaldsdóttir snýr aftur til Íslands á næstu dögum eftir lánsdvöl hjá AC Milan.
6. maí 1958
Morgunblaðið spáir því að
nýtt blómaskeið sé að hefjast
hjá knattspyrnuliði KR eftir
8:0 sigur á Víkingi á Reykja-
víkurmótinu. „Ungir leik-
menn leika af tækni, hraða og
oft skemmtilegu hugmynda-
flugi. Af ungu mönnunum ber
þar hæzt Þórólf Beck.“
6. maí 1980
Óskar Jakobsson nær lág-
marki í kúluvarpi fyrir Ól-
ympíuleikana í
Moskvu og stór-
bætir árangur
sinn á móti í
Houston í
Bandaríkjunum
þegar hann
kastar 19,57
metra. Hann hafði áður keppt
á leikunum í Montreal 1976.
6. maí 1987
Ragnheiður Ólafsdóttir setur
Íslandsmet í 3.000 metra
hlaupi kvenna
á háskólamóti í
Baton Rouge í
Bandaríkj-
unum, tólf dög-
um eftir að
hafa slegið
metið í 1.500
metra hlaupi, en bæði metin
standa enn. Ragnheiður
hleypur 3.000 metrana á
8:58,00 mín.
6. maí 1990
Fjórir Íslendingar ná á verð-
launapall í samanlögðu þegar
Evrópumeistaramótið í kraft-
lyftingum er haldið í Reykja-
vík og eru keppendur frá sex-
tán þjóðum. Jón Gunnarsson
fær silfurverðlaun í -90 kg
flokki, Guðni Sigurjónsson
brons í 110 kg flokki, Magnús
Ver Magnússon brons í 125
kg flokki og Hjalti Árnason
brons í +125 kg flokki.
6. maí 1993
Geir Sveinsson og Júlíus Jón-
asson eru komnir í úrslit í
EHF-keppninni í handknatt-
leik. Lið þeirra Alzíra frá
Valencia á Spáni slær annað
spænskt lið, Bidasoa, út í und-
anúrslitum. Alzíra vinnur
seinni leikinn 26:22 en þeim
fyrri lauk 18:18. Alzíra mætir
annaðhvort Linz eða Dinamo
Búkarest í úrslitum.
6. maí 2001
Íslenska kvennalandsliðið í
körfuknattleik sigrar Lúx-
emborg, 81:72,
á alþjóðlegu
móti í Lúx-
emborg og
hafnar þar með
í 3. sæti. Hildur
Sigurðardóttir
skorar 18 stig
fyrir íslenska liðið og Kristín
Blöndal 16.
6. maí 2009
Eiður Smári Guðjohnsen,
leikmaður Barcelona, tekur
þátt í að slá sína gömlu félaga
í Chelsea út í undanúrslitum
Meistaradeildar Evrópu í
knattspyrnu með 1:1 jafntefli
í London eftir markalaust
jafntefli í fyrri leik liðanna.
6. maí 2012
HK verður Íslandsmeistari
karla í handknattleik í fyrsta
skipti í sögu félagsins eftir
sigur gegn FH, 28:26, í Kapla-
krika fyrir framan tæplega
2.700 áhorfendur. HK vann
úrslitarimmuna 3:0 og vann
Hauka einnig 3:0 á leið sinni í
úrslitin.
Á ÞESSUM DEGI
Keppni í danska handboltanum var
hætt í apríl og efstu lið deildanna
krýndir meistarar og neðstu liðin
féllu. Nú hefur sú ákvörðun verið
dregin til baka, þar sem liðin sem
féllu áfrýjuðu henni til danska
handknattleikssambandsins. Janus
Daði Smárason og Ómar Ingi
Magnússon voru í liði Álaborgar
sem var krýnt meistari í karla-
flokki og Arnór Atlason aðstoð-
arþjálfari. Þá var Rut Jónsdóttir í
liði Esbjerg sem var krýnt meistari
í kvennaflokki.
Óvissa hjá Ís-
lendingunum
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Danmörk Janus Daði Smárason var
í lykilhlutverki hjá Álaborg.
FH og Þróttur Reykjavík fengu í
gær styrk frá UEFA vegna verk-
efna sem tengjast flóttafólki og
hælisleitendum. Í desember á síð-
asta ári auglýsti KSÍ eftir umsókn-
um um styrki vegna verkefnisins
og barst tæplega tugur umsókna.
Bæði verkefnin ganga út á að bjóða
hælisleitendum og flóttafólki á
knattspyrnuæfingar í hverri viku
undir leiðsögn menntaðs þjálfara
og á aðra viðburði á vegum félag-
anna. Verkefnin munu hefjast í
sumar.
FH og Þróttur
fengu styrki
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Styrkur FH og Þróttur Reykjavík
fengu styrki frá UEFA.