Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 10
Smitlaus helgi 0 á sjúrahúsi 10 andlát 56.875 sýni tekin 20.046 lokið sóttkví 6 virk smit 1.786 náð bata 1.802 staðfest smit 0 ný smit 852 í sóttkví Engin ný smit kórónuveiru voru til- kynnt um helgina og var því nýtt smit síðast greint 12. maí síðastlið- inn. Tilkynnt var um að samtals 656 sýni hefðu verið tekin um helgina, flest hjá Íslenskri erfðagreiningu. Einungis sex virk smit eru á land- inu samkvæmt tölulegum upplýsing- um af vefsíðunni Covid.is. Allir þeir smituðu eru í einangrun. 582 eru í sóttkví en 20.046 hafa lokið sóttkví. Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar og hefur enginn legið á sjúkrahúsi síðan 11. maí vegna hennar. Tæplega 120 hafa verið innlagðir með staðfest smit frá upphafi og þrjátíu á gjör- gæslu. Staðfest smit eru 1.802 talsins. Flestir í sóttkví í Reykjavík 326 eru í sóttkví á höfuðborgar- svæðinu, 60 á Suðurlandi, 50 á Norð- urlandi eystra, 45 á Vesturlandi, 34 á Suðurnesjum, 20 á Vestfjörðum, 14 á Austurlandi, 8 á Norðurlandi vestra en 25 þeirra sem eru í sóttkví eru óstaðsett. ragnhildur@mbl.is  Engin ný smit tilkynnt um helgina 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is GLÁMUR Dvergarnir R Dvergurinn Glámur er 35 cm á hæð, vegur 65 kg og er með innsteypta festingu fyrir 2“ rör Öflugur skiltasteinn fyrir umferðarskilti Morgunblaðið/Eggert Álfsnes Mannvirki gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU, GAJA, eru tilbúin og verða tekin í notkun í júnímánuði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Um miðjan næsta mánuð er áform- að að taka nýja gas- og jarðgerðar- stöð SORPU í notkun í Álfsnesi. Mannvirkin þar eru fullbúin, en þessa dagana er unnið af kappi við uppsetningu flokkunarlínu í mót- töku- og flokkunarstöðinni í Gufu- nesi vegna forvinnslu fyrir stöðina í Álfsnesi. Að sögn Helga Þórs Ingasonar, sem í vetur var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra, standa vonir til þess að endanlegur kostn- aður við nýju stöðina, GAJA, verði um 6,1 milljarður króna eða innan þeirra marka sem gefin voru upp um það leyti er hann kom til starfa. Inni í þeirri tölu er einnig allur kostnaður vegna nauðsynlegs vélbúnaðar í Gufunesi við for- vinnslu. Í vetur kom fram að kostnaður við byggingu stöðv- arinnar hefði farið um 1,4 milljarða kr. fram úr áætlun. Fyrsta skóflustunga að GAJA var tekin 17. ágúst 2018. Þegar hún hefur starfsemi verður allur úrgangur sem safnað er frá heim- ilum á samlagssvæði SORPU for- flokkaður í móttökustöðinni í Gufunesi og lífrænu efnin síðan flutt í GAJA. Lífrænu efnin verða unnin í stöðinni í metangas og jarðvegsbæti, en málmar og önnur ólífræn efni svo sem plast fara til endurnýtingar. Markaðsþróun vegna metans Ársframleiðsla stöðvarinnar verður annars vegar um 3 milljónir Nm3 af metangasi og 10-12.000 tonn af jarðvegsbæti. Með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar tvöfaldast framleiðslugeta á met- ani hjá SORPU, en það er m.a. notað sem eldsneyti á ökutæki. Nokkur óvissa hefur verið um hvernig metanframleiðsla nýju stöðvarinnar verður nýtt. Helgi Þór segir að unnið sé að markaðs- þróun vegna metans, en ekki sé tímabært að segja nánar frá því. SORPA er byggðasamlag í eigu Reykjavíkurborgar, Kópavogs- bæjar, Garðabæjar, Hafnar- fjarðarbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar. Endanlegur kostnaður um 6,1 milljarður  Ný gas- og jarðgerðarstöð SORPU í notkun í Álfsnesi í næsta mánuði  Flokkunarlína í Gufunesi Morgunblaðið/Eggert Gufunes Unnið er að því að setja nýja flokkunarlínu saman þessa dagana. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við höfum nýtt lokunina til að fara í nauðsynlegt viðhald. Það var fjöl- margt sem setið hafði á hakanum í lengri tíma og nú gafst tækifæri til að sinna því,“ segir Björn Leifsson, eigandi World Class. Vísar hann í máli sínu til breytinga og endurbóta á stöðvum fyrirtækisins. Líkt og öðrum líkamsræktar- stöðvum var World Class gert að loka þegar áhrifa og útbreiðslu kór- ónuveirunnar tók að gæta hér á landi. Hafa líkamsræktarstöðvar sökum þessa verið lokaðar í rétt tæplega tvo mánuði. Að sögn Björns þýddi lítið að sitja með hendur í skauti allan þennan tíma jafnvel þó lokunin hafi komið illa við fyrir- tækið. „Við þurftum að fara í fram- kvæmdir sem ekki hefði verið hægt að gera nema með því að loka til dæmis baðstofunni í mánuð. Þessi stöðvun kom hins vegar ekki á okkar forsendum, en við gerðum gott úr stöðunni,“ segir Björn, sem kveðst aðspurður gera ráð fyrir að fram- kvæmdirnar hlaupi á um 50 millj- ónum króna. Þar af muni mest um breytingar á baðstofunni í Laugum. „Þetta eru í kringum 30 milljónir sem hafa farið í baðstofuna. Við- haldsþörf og breytingar hafa legið lengi í loftinu þar. Við skiptum um gólf í tveimur gufuböðum ásamt því að rífa alveg tvö gufuböð og byggja upp á nýtt. Þess utan rifum við niður og löguðum loftið í sama rými,“ segir Björn. Nóg að gera næstu vikur Auk framangreinda breytinga var skipt um gólf í stöðvum World Class í Ögurhvarfi og á Akureyri. Þá var sömuleiðis ráðist í endurbætur á búningsklefum í Laugum og á Sel- tjarnarnesi. „Við skiptum um ónýtar flísar og fúguðum upp á nýtt í klef- um á þessum stöðum auk þess að skipta um gólf á Akureyri og í Ögur- hvarfi. Það hefur verið alveg gríðar- lega mikið að gera undanfarnar vik- ur,“ segir Björn. Eins og áður hefur komið fram verða líkamsræktarstöðvar opnaðar að nýju 25. maí. Þá eru jafnframt um tveir mánuðir liðnir frá því að þeim var lokað. Spurður hvort ekki sé kærkomið að opna á nýjan leik kveð- ur Björn já við. Þá megi gera ráð fyrir að ánægjan verði ekki síðri hjá viðskiptavinum. „Við erum að vonast til að það verði 100% heimtur á kúnnum. Ég á ekki von á öðru en að það verði mjög mikið að gera þegar við loksins opnum,“ segir Björn. Laugar Ráðist hefur verið í gríðarlegar endurbætur á stöðvum World Class. Réðust í miklar endurbætur  50 milljóna króna framkvæmdir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.