Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020  Leroy Sané, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, mun yfirgefa félagið í sumar en þetta fullyrti Roman Weidenfeller, fyrrverandi markvörður Borussia Dortmund, í samtali við þýska fjöl- miðla á dögunum. Sané mun ganga til liðs við Þýskalandsmeistara Bayern München en hann hefur verið sterk- lega orðaður við þýska liðið und- anfarin tvö tímabil. Hann gekk til liðs við City frá Schalke árið 2016 en Sané verður samnings- laus sumarið 2021. Leikmaðurinn hef- ur ekki viljað skrifa undir nýjan samn- ing á Englandi og City þarf því að selja hann í sumar ef liðið ætlar sér að fá eitthvað fyrir hann. Sané hefur tvíveg- is orðið Englandsmeistari með City og þá var hann valinn besti ungi leik- maður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2017-18.  Eva Diljá Arnþórsdóttir og Raj K. Bonifacius unnu bæði þrefalt á Reykjavíkurmeistaramótinu í tennis sem fram fór á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum um helgina. Þetta var í annað sinn sem mótið er haldið en Eva Diljá sigraði í einliðaleik kvenna þar sem hún lagði Saule Zukauskaite örugglega, 2:0. Þá fékk hún einnig gullverðlaun í einliðaleik U18 ára og í tvíliðaleik U16 ára ásamt Eygló Dís Ármannsdóttur. Hún hafnaði svo í öðru sæti í einliða- leik U16 ára. Raj lagði Björgvin Atla Júlíusson 2:1 í úrslitaleik eftir að hafa lent 1:0 undir. Þá fékk Raj gullverðlaun í flokki öð- linga 30 ára og eldri og flokki 40 ára og eldri. Þá sigruðu þau Aleksander Stojanovic, Víkingi, og Eygló Dís Ár- mannsdóttir, Fjölni, bæði í einliða- flokki U16 ára og U14 ára.  Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland skoraði fyrsta mark Dortmund í öruggum 4:0-sigri á Schalke í þýsku 1. deildinni á laugar- daginn. Var markið það tíunda sem hann skorar fyrir liðið í deildinni í níu leikjum. Norðmaðurinn byrjaði leiktíð- ina hjá Salzburg í Austurríki þar sem hann skoraði 16 deildarmörk fyrir ára- mót. Þá skoraði hann tíu mörk í Meist- aradeildinni. Markið í gær þýðir því að hann hefur skorað tíu eða fleiri mörk í þremur keppnum með félagsliðum á leiktíðinni.  Sænski knattspyrnumaðurinn Zlat- an Ibrahimovic verður ekki áfram hjá ítalska liðinu AC Milan þegar samn- ingur hans rennur út í sumar en það var fyrrverandi þjálfari hans hjá Inter Mílanó, Sinisa Mihajlovic, sem greindi frá þessu í samtali við ítalska fjöl- miðla. Mihajlovic, sem nú stýrir liði Bologna, segist hafa rætt við Svíann á dögunum en Zlatan er mættur aftur til Ítalíu eftir að hafa dvalist í heimalandi sínu og æft með Hammarby undanfarnar vikur vegna kórónuveiru- faraldursins. AC Milan er í sjöunda sæti ítölsku A- deildarinnar, 17 stigum á eftir toppliði Juven- tus þegar liðið á tólf leiki eftir. Zlat- an, sem er orðinn 38 ára, kom til AC Milan í janúar frá LA Galaxy og hefur skorað þrjú mörk í átta deildarleikjum. Eitt ogannað GOLF Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Andri Þór Björnsson fögnuðu sigri á ÍSAM- mótinu á heimslistamótaröðinni í golfi á Hlíðavelli um helgina. Allir sterkustu atvinnukylfingar Íslands voru mættir til leiks, sem og efni- legir áhugamannakylfingar. Spennan var mikil í karlaflokki og enn meiri í kvennaflokki þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á sjöttu holu í bráðabana. Að lokum hafði Guðrún betur gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir sann- kallaða maraþonviðureign í bráða- bananum. Guðrún var í forystu nánast allt mótið, en Ólafíu tókst að saxa á Íslandsmeistarann og jafna þegar fjórar holur voru eftir. Tókst hvorugri þeirra að tryggja sér sigurinn eftir 18 holur og því réðust úrslitin í bráðabana, en þær luku báðar leik á samtals tveimur höggum undir pari. Rosalega kalt í lokin „Þetta var langt en það er gott að enda þetta á sigri,“ sagði Guð- rún Brá kát við Morgunblaðið þeg- ar sigurinn var í höfn. Kylfingar léku tvo hringi á laugardag og einn í gær og viðurkennir Guðrún að það hafi tekið á, sérstaklega eftir langan bráðabana. „Þetta var ótrúlega langur dag- ur á laugardag og svo varð þessi seinni dagur mun lengri en maður ætlaði sér en svoleiðis er þetta stundum. Ég viðurkenni að ég er orðin þreytt og það var rosalega kalt í lokin, en maður verður búinn að ná sér á morgun.“ Guðrún var með fjögurra högga forystu eftir fyrsta hringinn, en fataðist örlítið flugið á öðrum og þriðja hring og Ólafía nýtti sér það. „Ég gerði sjálf mjög fá mis- tök á þessum þremur hringjum og það skilaði góðu skori. Ólafía fékk svo nokkra fugla í röð og ég fann hún var komin í mikinn ham. Ég náði ekki alveg að gefa í eins og ég vildi, en sem betur fer endaði þetta vel,“ sagði Guðrún. Guðrún leikur á Evrópumóta- röðinni, en óvíst er hvenær næsta mót fer fram og hvenær Guðrún getur leikið næst. „Ég bíð eftir kalli að utan. Maður er ánægður að geta spilað hérna heima og ég er þakklát fyrir það,“ sagði Ís- landsmeistarinn. Ólafía Þórunn, sem hefur verið fremsti kylfingur Íslands síðustu ár, var brött, þrátt fyrir svekkj- andi tap. „Mér líður ágætlega. Það var nokkrum sinnum sem við hefð- um getað klárað þetta, en það tókst ekki fyrr en ég missti höggið á síðustu bráðabanaholunni,“ sagði hún strax eftir keppni. Var Ólafía nokkuð sátt með eigin frammi- stöðu, sérstaklega í ljósi þess að hún var að elta Guðrúnu stærstan hluta móts. „Ég er ekki svekkt. Ég er sátt með hvernig ég kom til baka og þetta var ágætisæfing í pressugolfi og svo ágætisæfing í bráðabana sömuleiðis. Það er eig- inlega draumastaðan að vera að elta. Ef maður trúir á sjálfan sig er gott að koma aftan frá.“ Ullarnærfötin komu sér vel Ólafía hefur lítið keppt hér á landi síðustu ár og hún lét ekki svalt veður á sig fá. „Ég keppti í ullarnærfötum og mér var mjög hlýtt. Ég var vel undirbúin. Það tók auðvitað á að spila í vindinum og svo eru vellirnir erfiðari en ég hef vanist í Bandaríkjunum. Mað- ur þarf að vera góður í að aðlagast og keppa á mismunandi völlum viku eftir viku,“ sagði Ólafía Þór- unn. Í karlaflokki réðust úrslitin á lokaholunni. Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson hafði að lok- um betur eftir hörkukeppni við hinn 17 ára gamla Dagbjart Sig- urbrandsson, sem er gríðarlega efnilegur. Dagbjartur hefði getað tryggt sér sigurinn á lokaholunni og þá fékk hann einnig tækifæri til að tryggja sér bráðabana. Klikkaði hann hinsvegar á tveimur púttum og Andri stóð uppi sem sigurveg- ari á fjórum höggum undir pari. Andri lauk leik á undan og fylgdist spenntur með örlögum sínum. „Ég var ósköp rólegur. Ég beið og sá hvað gerðist. Auðvitað var gott að vinna, það er langt síðan ég vann síðast. Ég var rólegur en á sama tíma tilbúinn ef að kæmi til bráða- bana,“ sagði Andri við Morg- unblaðið. Hann var nokkuð sáttur við sína spilamennsku á mótinu, þótt hann vilji á sama tíma gera betur. „Þetta var nokkuð gott. Auðvitað er maður ryðgaður eftir það sem undan er gengið en þetta er allt á réttri leið. Ég hef náð að spila mikið á meðan það er gott veður og svo hef ég náð að æfa vel undanfarið, en ég á samt nóg inni.“ Framtíðin björt Helstu keppinautar Andra á mótinu voru ungir áhugamenn og segir hann framtíðina bjarta í ís- lensku golfi. „Það er fullt af frá- bærum kylfingum á Íslandi og kylfingarnir verða betri og betri með hverju árinu. Framtíðin er björt hérna á Íslandi,“ sagði Andri. Dagbjartur er einn efnilegasti kylfingur landsins og viðurkennir hann að það hafi verið svekkjandi að lenda í öðru sæti, eftir að hafa verið í forystu fyrir lokahringinn. „Ég er svekktur með hvernig ég kláraði, sérstaklega miðað við fyrstu tvo hringina. Vindurinn var erfiðari á lokahringnum og ég klúðraði síðustu holunni. Þetta var ekkert hræðilegt, en ég vildi vinna þetta,“ sagði Dagbjartur við Morg- unblaðið. Ljóst er að mótið gefur góð fyr- irheit fyrir golfsumarið á Íslandi. Bestu kylfingar landsins taka þátt og verður spennan vonandi eftir því. Maraþon í Mosfellsbæ  Guðrún vann eftir sex holur í bráðabana  Úrslitin réðust á lokaholunni í karlaflokki  Allir sterkustu áhuga- og atvinnukylfingar landsins tóku þátt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einbeitt Guðrún Brá Björgvinsdóttir vann í kvennaflokki. Átta leikmenn skrifuðu undir samn- ing við handknattleikslið Þórs á Akureyri um helgina en liðið leikur í úrvalsdeildinni, Olísdeildinni, á komandi leiktíð. Markvörðurinn Jovan Kukobat kom frá KA og Karolis Stropus kom frá Aftureldingu. Þá fram- lengdu þeir Arnar Þór Fylkisson, Garðar Már Jónsson, Heimir Páls- son, Ihor Kopyshynskyi, Valþór Atli Guðrúnarson og Þórður Tandri Ágústsson allir samninga sína við félagið. Þórsarar fóru með sigur af hólmi í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Átta sömdu við Þór á Akureyri Ljósmynd/Þórir Tryggvason Varsla Jovan Kukobat lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. Körfuknattleiksdeild Fjölnis samdi við tvo nýja leikmenn á dögunum en liðið er nýliði í úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildinni, á næstu leiktíð. Sara Diljá Sigurðardóttir samdi við félagið en hún er uppalin hjá Fjölni. Sara gekk til liðs við Snæfell árið 2015 þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari, tímabilið 2015-16. Þá skrifaði Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir undir samning við félagið en hún er aðeins 16 ára gömul og á meðal efnilegustu leik- manna á landinu í dag . Liðsstyrkur í Grafarvoginn Morgunblaðið/Stella Andrea Frákast Sara Diljá Sigurðardóttir varð tvöfaldur meistari 2016. Knattspyrnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir er geng- in til liðs við Selfoss en þetta var tilkynnt um helgina. Anna Björk, sem er þrítug, kemur til félagsins frá hol- lenska úrvalsdeildarfélaginu PSV þar sem hún hefur leikið frá árinu 2019. Hún á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland en hún er uppalin hjá KR í Vesturbæ. Hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2009 þar sem hún varð þrívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Árið 2016 hélt hún í atvinnumennsku og samdi við úrvalsdeildarlið Örebro í Svíþjóð. Hún lék í eitt tímabil með Örebro áður en hún gekk til liðs við Limhamn Bunkeflo sem þá var nýliði í efstu deild Svíþjóðar en þar lék hún til ársins 2019. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill upp- gangur hjá liðinu,“ sagði Anna Björk í samtali við heimasíðu UMFS. Landsliðskona á Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir Körfuknattleikskappinn Kristinn Pálsson er genginn til liðs við Grindavík en þetta kom fram á Facebook-síðu fé- lagsins um helgina. Kristinn skrifaði undir tveggja ára samning við Grindvíkinga en hann kemur til félagsins frá nágrönnunum í Njarðvík þar sem hann hefur leikið allan sinn feril, að undanskildum árunum þar sem hann lék í bandaríska háskólaboltanum. Kristinn á að baki 15 A-landsleiki en hann skoraði 10 stig að meðaltali með Njarðvík í vetur, ásamt því að taka fimm fráköst. Kristinn fetar þar með í fótspor föður sín, Páls Krist- inssonar, sem lék með Grindavík um árabil. „Kristinn er frábær leikmaður sem hlaut góða þjálfun ungur að árum í Njarðvík. Hann hefur mikla körfuboltahæfileika en það sem eru hvað sterkustu eiginleikarnir hjá Kristni eru leiðtogahæfileikar hans og skilningur á leiknum,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir komu Kristins til félagsins. Frá Njarðvík til Grindavíkur Kristinn Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.