Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr Ford Transit 350 Trend L3H3 Sjálskiptur. 2 x hliðarhurð. Klæddur að innan. Dráttarkrókur. 1.276.400,- undir listaverði. Okkar verð 4.790.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuauglýsingar Interviews will be held in Reykjavik in May and June For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Study Medicine and Dentistry In Hungary “2020” Fundir/Mannfagnaðir Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að aðalfundurinn staðfesti samruna við Útgerðarfélagið Glófaxa ehf. 3. Önnur mál löglega upp borin. Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfundinn. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Þau framboð sem þegar hafa borist halda fullu gildi nema viðkomandi dragi framboð sitt til baka. STJÓRN VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Sögustund af hljóðbók kl. 10.30. Hugarþjálfun, leikir og spjall kl. 13.30. Hámarksfjöldi 20 manns, það verður að skrá sig í síma 411-2600. Spritta sig þegar komið er inn og þegar farið er út. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á félags- miðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar farið er út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá ykkur. Korpúlfar Opið í Borgum 8:00 til 15:30 og kaffi á könnunni. Virðum 20 manna regluna og 2 metra. Förum rólega af stað og munum kynna fljótlega sumarstarfið. Gönguhópar leggja af stað frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10 mánudaga. En miðvikudaga og föstudaga kl. 10 frá Borgum, boðið verður upp á nýjar gönguleiðir í sumar. Spritta þarf hendur þegar komið er inn og út í Borgir. Allir velkomnir. Seltjarnarnes Gler og leir í samráði við leiðbeinanda bæði í dag og á miðvikudaginn. Jóga í dag með Öldu kl. 11.00 eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut. Handavinna á Skólabraut kl. 13.00 eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut. Ath. stefnt er að því að opna sundlaugarnar í dag 18. maí. Hvetjum fólk til áframhaldandi varúðar varðandi fjarlægðamörk og sóttvarnir. Rað- og smáauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is með morgun- nu ✝ Þórunn G. Þor-steinsdóttir fæddist á Efri- Vindheimum, Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 22. októ- ber 1936. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 3. maí 2020. Foreldrar Þór- unnar voru Þor- steinn Steinþórsson, f. 19. júní 1884 á Hallfríð- arstöðum í Hörgárdal, d. 4. júlí 1945, og Marzilína Sigfríður Hansdóttir, f. 27. ágúst 1899 á Myrká í Hörgárdal, d. 3. ágúst 1987. Börn Þorsteins og Mar- zilínu: 1) Hálfsystir Þórunnar, samfeðra, Jóhanna Lilja Antonía, f. 3.12. 1917, d. 1998, 2) Baldur, f. 7.1. 1920, d. 2011, 3) Steinþór, f. 25.5. 1925, 4) Hans Hjörvar, f. 6.11. 1926, d. 2002, 5) Hulda, f. 22.5. 1928, d. 2009, 6) Hildigunn- ur, f. 24.12. 1930, d. 2002, 7) Þór- unn, f. 22.10. 1936, d. 2020. Þórunn giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Sigurði Gunnari Flosasyni frá Hrafnsstöðum, Ljósavatnshreppi, Suður- 26.5. 2008 og d) Eyjólfur Bjarki Steinþórsson, f. 29.7. 2010. Þórunn ólst upp á bænum Efri- Vindheimum og vann þar framan af við hin ýmsu bústörf enda margt að gera. Í sveitinni lágu leiðir hennar og Sigurðar saman þar sem hann vann sem vinnu- maður á næsta bæ. Eftir það varð ekki aftur snúið og hófu ungu hjónakornin líf sitt saman og bú- skap þegar Sigurður lauk kenn- aranámi. Þau hjónin fluttu nokkr- um sinnum og bjuggu meðal annars á Suðureyri, Dalvík og á Akureyri. Á Akureyri byggðu þau sér hús í Langholti 3 en þar bjuggu þau lengi. Þau fluttu síðan í Mýrarveg 111 árið 2000 og leið ákaflega vel þar. Þórunn vann fyrst og fremst sem húsmóðir en starfaði einnig víða, til dæmis við síldarvinnslu og barnapössun. Á Akureyri vann hún hjá niðursuð- unni og Heklu en einnig í þvotta- húsum öldrunarheimila Akureyr- ar, bæði á Skjaldarvík og á Hlíð. Þá kom hún að umönnun íbúa á Hlíð síðustu starfsár sín þar. Þór- unn hafði yndi af að taka á móti gestum og sinna fjölskyldu sinni og þá sér í lagi börnunum. Hún var mikil saumakona, hafði unun af því að taka í spil, hlusta á góða tónlist og ferðast. Útför Þórunnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 18. maí 2020, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þingeyjarsýslu 25.9. 1955. Foreldrar hans voru Þóra Sigurlaug Sigurgeirsdóttir, f. 23.9. 1903, d. 31.3. 1996 og Flosi Sig- urðsson, f. 7.11. 1904, d. 16.4. 1979. Börn Þórunnar og Sigurðar eru: 1) Flosi Þórir Sigurðs- son, f. 15.7. 1954, 2) Þorsteinn Marinó Sigurðsson, f. 28.8. 1961, d. 25.9. 1990, 3) Þórunn Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. 31.1. 1964, gift Adolf Inga Erlingssyni, f. 8.9. 1962. Börn þeirra eru: a) Elva Dröfn Adolfs- dóttir, f. 28.8. 1980, gift Hafliða Gunnari Guðlaugssyni, f. 7.7. 1981. Börn þeirra eru: Þorgrímur, f. 2006, Sigurlaug, f. 2009 og Þor- björg, f. 2011, b) Marinó Ingi Adolfsson, f. 6.9. 1996, c) Þórkatla Ragna Adolfsdóttir, f. 30.1. 2002, 4) Steinþór Gunnar Sigurðsson, f. 25.7. 1971, kvæntur Kristínu Sig- urðardóttur, f. 13.9. 1979. Börn þeirra eru: a) Sigurður Már Stein- þórsson, f. 11.7. 1998, b) Ágúst Már Steinþórsson, f. 6.8. 2000, c) Ingólfur Bjarki Steinþórsson, f. Elsku tengdamamma. Sumir segja að besta innihaldið leynist í minnstu pökkunum og það er óhætt að segja að sú fullyrðing lýsi þér prýðilega. Þú varst kannski ekki há í loftinu en því stærri persónuleiki. Fyrstu árin okkar Bróa saman fékk ég að kynnast þér vel og er ég þakklát fyrir það. Þótt þú værir frekar lokuð í byrjun fórstu fljótt að opna þig og fyrr en varði sýnd- irðu mér hvernig manneskja þú varst. Það var alltaf hægt að stóla á stuðning þinn, umhyggju og hlýju og þú reyndist bæði okkur Bróa og strákunum öllum svo vel. Við áttum gott samband og það var gaman að gantast svolítið í þér og við hlógum oft saman, ekki síst að körlunum okkar. Þú gekkst um með stríðnisglampa í augunum og gast verið þrjósk, en bara ef þess þurfti. Einhver ótrú- leg seigla einkenndi þig, því margur er knár þótt hann sé smár, og sýndirðu okkur hana vel í veikindum þínum sem þú tókst á við af miklu æðruleysi og styrk. Síðustu árin breyttist andlegt at- gervi þitt og það var stundum erf- itt að heimsækja þig því minnið var farið og þú kannaðist lítið við mig og yngstu drengina. Þú hlóst nú samt og spjallaðir og þá glitti í ömmu Tótu okkar og það yljaði okkur. Þú varst mér svo kær og mér þótti innilega vænt um þig. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, takk fyrir að hafa fætt í heiminn ynd- islega manninn minn, takk fyrir að vera drengjunum mínum góð amma og takk fyrir að vera þú sjálf. Prakkaraskapurinn þinn færir fram bros á varir mínar og ást ykkar hjóna og virðing hvort fyrir öðru veitir mér byr í mínu hjónabandi. Enda voruð þið sam- an fram á síðustu stund. Þá var líkamlega atgervið einnig farið en ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig, strjúka kinnina þína og dást að öllum fal- legu freknunum þínum. Ég vona að þú vitir að ég mun passa upp á hann Bróa þinn og ömmustrák- ana fjóra eins og ég mögulega get. Takk fyrir allar yndislegu minningarnar, fiskibollurnar í gulu sósunni og hangikjötið á jól- unum. Ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert, þar sé frið- sælt og hlýtt og að þið Steini getið grínast hvort í öðru. Hvíldu í friði elsku Þórunn mín, minning þín lifir í okkur sem eftir stöndum. Þín tengdadóttir og vinkona, Kristín (Stína). Elsku amma Tóta. Ég varð mjög sorgmæddur þegar ég heyrði að þú værir dáin því ég hefði viljað heimsækja þig oftar. Ég vildi að ég hefði fæðst aðeins fyrr til að kynnast þér enn betur. Þú varst algjör prakkari, mjög góð og dugleg. Það var gott að eiga þig sem ömmu og leitt að þú fórst svona snemma. Ég veit að afi elskaði þig mjög mikið og líður illa núna en ég skal reyna að hugga hann. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og kannski er Steini frændi með þér? Þú verður fallegur engill amma mín og ég vona að þú pass- ir mig á himnum. Þinn ömmu- púki, Ingólfur (Ingó). Elsku amma, ég vildi að ég fengi fleiri ár með þér og gæti kynnst þér meira. Takk fyrir allt. Mér fannst þú vera góð, fyndin og skemmtileg. Þú varst góð amma og passaðir mig oft þegar ég var lítill. Það var gaman en líka pínu erfitt að heimsækja þig á elli- heimilið. Stundum mundirðu eftir mér en stundum ekki en ég veit að það var bara af því að þú varst orðin pínu gömul. Ég vona að þú fylgist með mér af himnum og sofðu rótt. Þinn ömmustrákur, Eyjólfur (Eyjó). Þórunn G. Þorsteinsdóttir Nú er elsku Sjana frænka farin heim í sumarlandið sitt. Ég veit að þar verður hún umvafin hlýju og ástúð, þess- um sömu eiginleikum sem voru höfuðprýði þessarar yndislegu frænku minnar, og sem hún miðl- aði af miklu örlæti, en lítillæti og hógværð. Mér fannst Sjana frænka alltaf vera svo góð og hlý við alla og líka í öllu umtali um fólk. Hún auðsýndi mér alltaf ómælda elsku og hlýju; mildin í augum hennar og blíða brosið til mín fannst mér alltaf segja mér að henni þætti vænt um mig. Ég var sannfærð um að hún væri Kristjana Jónsdóttir ✝ Kristjana Jóns-dóttir fæddist 29. desember 1923. Hún lést 4. maí 2020. Útför Kristjönu fór fram 14. maí 2020. svona góð við mig fyrst og fremst vegna þess að ég væri frænka hennar, – en svo líka, jú, vegna þess að við, ég og Þóra dóttir henn- ar, vorum bestu vin- konur á þessum bernskuárum mín- um á Skaganum. Sem barn, þá man ég að mér fannst svo gaman að segja það við alla sem heyra vildu að Sjana, konan hans Sigga fisksala, væri frænka mín. Með Sjönu frænku og hennar fólki í næsta húsi, númer 60 við Kirkjubraut, eignaðist ég nokkr- ar af mínum fallegustu bernsku- minningum ofan af Skaga. Þessar minningar hafa mótað mig og munu fylgja mér ævilangt. Fyrir það er ég Sjönu frænku og hennar fólki ævinlega þakklát. Elsku Sjana frænka: mildin þín og tryggð, heillaráð og hlýja voru þér í blóð borin. Það má sjá af fal- legu ljóði systkinanna tíu frá Stóra-Botni í Hvalfirði til móður sinnar, Jórunnar Magnúsdóttur, ömmu þinnar og langömmu minn- ar, sem andaðist hinn fyrsta sum- ardag árið 1912. Meðal systkin- anna tíu frá Stóra-Botni var faðir þinn, Jón Gíslason, og amma mín, Þorkatla Gísladóttir. Á þessari kveðjustund hugsa ég til þín, elsku frænka, og sendi börnum þínum og afkomendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þau munu áfram og um ókomna tíð búa að því mikla for- eldraláni að hafa átt þig sem móð- ur. Af þessu tilefni læt ég tvö vers úr ljóðinu fallega til ættmóður okkar vera huggun þeirra og kveðju mína: Móðir kær, vér minnast viljum þín. Móðir kær, vér tíu börnin þín. Móðir kær, af mildri drottins náð, vér muna viljum öll þín heillaráð. Far vel, móðir, fagnaðar í sal. Far vel, móðir, þér ei gleyma skal. Far vel, móðir, frelsarans í hönd. Fel ég, móðir, þína kæru önd. Góða ferð, elsku frænka, inn í sumarlandið þitt. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.