Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 21.05.2020, Síða 4
H já Golfklúbbi Mosfellsbæjar er lögð áhersla á gott og öflugt barna- og unglingastarf og viljum við gera öll- um kleift að komast í golf. Davíð Gunnlaugsson er yfirþjálfari Golf- klúbbs Mosfellsbæjar. Davíð er Mosfellingur í húð og hár og hefur verið meðlimur í GM í 20 ár. Síðastliðin 5 ár hefur hann gegnt stöðu yfir- þjálfara hjá klúbbnum. Davíð leggur áherslu á að andrúmsloftið í klúbbnum sé gott og létt- leikinn hafður í fyrirrúmi. „Hér hjá okkur í GM er virkilega góður og skemmtilegur andi. Við höfum reynt að við- halda gömlu góðu fjölskyldustemmningunni og því persónulega. Sem gerir það að verkum að kylfingum okkar og gestum líður vel þegar þeir koma í golf og að hér er alltaf létt og gott andrúmsloft. Við viljum að léttleikinn sé í fyr- irrúmi og að fólk finni það að hér sé gott að vera. Við erum með tvö golfvallasvæði sem eru gerólík. Í Bakkakoti höfum við lítinn og fal- legan golfvöll. Þar eru 9 holur og völlurinn er ekki langur. Hann hentar einkar vel fyrir byrj- endur og þar hafa margir kylfingar stigið fyrstu skref sín. Þar er virkilega gaman að spila og fá sér svo hressingu í skálanum að leik loknum innan um virkilega fallega náttúru. Svo erum við með Hlíðavöll, 18 holu glæsi- legan keppnisvöll, sem er virkilega skemmti- legur og krefjandi golfvöllur. Þess má geta að Íslandsmótið í golfi verður haldið á Hlíðavelli í sumar og hlökkum við mjög til að taka á móti bestu kylfingum landsins. Á Hlíðavelli er eitt allra fallegasta klúbbhús landsins að mínu mati sem við erum virkilega stolt af, það er vel staðsett og úr því er ein- stakt útsýni. Þar er veitingastaðurinn Blik og þar er frábær matur og einnig þetta skemmti- lega andrúmsloft sem ég kom inn á áðan. Það myndast oft mikil stemmning hér hjá okkur úti á svölum eða inni í klúbbhúsi að leik loknum og ég held að sérstaða okkar kristallist akkúrat í því. Hér þekkja nánast allir alla og fólki líður vel og finnst gaman að sitja, spjalla og borða góðan mat að leik loknum.“ Nýtt fjölskyldugjald Hvaða áherslur eruð þið með í barna- og ung- lingastarfi? „Við viljum fyrst og fremst að krökkunum finnist gaman í golfi. Við rekum virkilega öfl- ugt og metnaðarfullt starf og hér æfa hjá okk- ur um 100 krakkar allt árið um kring. Sú tala hækkar svo talsvert á sumrin og þá sér- staklega með golfskólanum okkar. Hann er ávallt vinsæll og þar stíga margir krakkar fyrstu skref sín í golfíþróttinni. Við tókum nýlega upp nýtt fjölskyldugjald hjá okkur í GM sem virkar þannig að ef báðir foreldrarnir eru skráðir í klúbbinn borga börn þeirra upp að 18 ára aldri ekkert árgjald. Þetta á einnig við um einstæða foreldra. Þetta nýja gjald hefur fengið frábærar viðtökur hjá okkur og það hafa um það bil þrjátíu ungmenni bæst í klúbbinn okkar nú þegar, ásamt mökum sem voru ekki í golfi fyrir en sjá sér nú fært að byrja að stunda golf án þess að það sé of dýrt. Með þessu vonumst við til að fá til okkar fleiri krakka í golf og að öll fjölskyldan verði dugleg að koma saman úti á golfvelli og njóti samver- unnar.“ Auðvelda aðgengi Davíð segir aðstöðuna góða í Mosfellsbænum og bendir á að inniaðstaðan muni batna til mik- illa muna á næstunni. „Við bjóðum upp á virkilega góða aðstöðu. Hér eru tveir golfvellir sem eru gjörólíkir og það finna allir eitthvað við sitt hæfi. Einnig er- um við með æfingasvæði þar sem kylfingar geta komið og æft sig. Á æfingasvæði okkar eru allir velkomnir og fólk getur nýtt sér það án þess að vera meðlimir í klúbbnum. Svo er- um við að taka í notkun á næstu dögum glæsi- lega inniaðstöðu í íþróttamiðstöðinni okkar sem gerir það að verkum að kylfingar okkar geta stundað golf allt árið um kring. Markmið okkar er að auðvelda aðgengi að golfi fyrir alla aldurshópa. Ekkert mál er að fá lánaðar kylfur hjá okkur án endurgjalds til þess að prófa á æfingasvæðinu áður en farið er í fjárfestingu á búnaði. Í sumar stefnum við síðan að því að hafa barnagolfsett til láns í Bakkakoti án endurgjalds. Það ætti því að einfalda foreldrum að taka börnin með á völl- inn og auka enn frekar á aðgengi barna að golfíþróttinni,“ segir Davíð Gunnlaugsson. Fjölskyldustemningunni viðhaldið Tveir vellir í boði fyrir kylfinga í Mosfellsbænum Ljósmynd/GM Hin glæsilega 10. braut á Hlíða- velli í Mosfellsbæ og í baksýn má sjá klúbbhúsið sem tekið var í notkun sumarið 2017. 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Af hverju fóruð þið að æfa golf? Bjarni Freyr: Foreldrar okkar komu okkur á fyrstu æfingarnar og okkur fannst þetta svo gaman að við héldum áfram. Hvað hafið þið æft lengi? Egill Orri: 6-7 ár held ég. Hvaða högg finnst ykkur skemmti- legast að æfa? Bjarni Freyr: Járnahögg. Egill Orri: Drive. Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golfinu? Bjarni Freyr: Vera stöðugri. Egill Orri: Chip. Uppáhaldskylfan í pokanum? Bjarni Freyr: Pitching wedge. Egill Orri: Driverinn. Hvenær náðuð þið fyrst að fara undir 100 högg á hring? Bjarni Freyr: 12 ára. Egill Orri: 12 ára. Besta skorið á 18 holu hring? Bjarni Freyr: 69 högg. Egill Orri: 74 högg. Snýst allt um golf hjá ykkur bræðr- unum? Nei, ekki allt, en það skiptir miklu máli fyrir okkur. Er mikil keppni á milli ykkar á golf- vellinum? Já alltaf. Hvert er besta golfráðið? Bjarni Freyr: Að halda góðu tempói í öllum höggum. Egill Orri: Að klára sveifluna. Hver er fyrirmyndin í golfinu? Bjarni Freyr: Rory McIlroy. Egill Orri: Rory McIlroy. Hvert er draumahollið? Bjarni Freyr: Brooks Koepka, Rickie Fowler, Rory McIlroy. Egill Orri: Jim Furyk, Matthew Wolfe, Rory McIlroy. Hvað ráðleggið þið krökkum sem langar að æfa golf? Að byrja … geggjuð íþrótt með skemmtilegu fólki. Hvað er skemmtilegast við golfið? Bjarni Freyr: Þegar þú veist að þú slóst klikkað högg og færð að horfa á eftir því. Egill Orri: Innáhöggin (þegar þau heppnast). Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR Ljósmynd/GR Bræðurnir Egill Orri Valgeirsson 17 ára og Bjarni Freyr Valgeirsson 19 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.