Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 6
G
R-ingurinn Ragnhildur Sigurðar-
dóttir hefur um árabil verið áber-
andi í golfíþróttinni á Íslandi enda
afar sigursæl. Ragnhildi tókst að
halda sér mjög lengi í fremstu röð
en tveir áraugir liðu á milli fyrsta Íslands-
meistaratitilsins og þess fjórða. Fyrir kylf-
inga sem ætla sér stóra hluti er því fengur í
því að heyra hvað Ragnhildur hefur að segja.
Fyrstu kynni hennar af Golfklúbbi Reykja-
víkur má rekja til bróður hennar.
„Sigurður bróðir minn fékk vinnu hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur í Grafarholti vorið 1982.
Hann reyndi þá mikið að draga systur sína
með sér á völlinn og tókst það árið eftir. Við
áttum heima í Grafarholti við Vesturlandsveg
(húsinu með trampólíninu á þakinu) og því
stutt að fara. Ég fékk svo vinnu árið 1983 í
golfbúðinni og við það að tína golfbolta á æf-
ingasvæðinu. Í þá daga voru boltarnir tíndir
með höndunum (hólkum) og hjólbörur not-
aðar til að keyra boltana á sinn stað í bolta-
vélina. Það að vakna fyrir allar aldir á hverj-
um degi, stundum fyrir sólarupprás, og vera
ein með mófuglunum kom mér í mjög nána
snertingu við náttúruna og fegurðina sem
golfvöllurinn í Grafarholti hefur upp á að
bjóða. Lóurnar urðu persónulegir vinir mínir
og svöruðu mér þegar ég flautaði til þeirra.
Eftir boltatínsluna spilaði ég oftast 18 hol-
ur með hinum og þessum og eignaðist vini til
lífstíðar á morgunröltinu. Það varð ekki aftur
snúið því golfið heltók mig. Eftir 18 holu leik
tók við vaktin í búðinni og mjög oft voru
teknar aðrar 18 holur þegar vaktinni lauk á
kvöldin,“ rifjar Ragnhildur upp og þegar
spilaðar eru 36 holur á dag er ljóst að golf-
bakterían hefur gert vart við sig svo um
munar.
„Þessi ofuráhugi, gífurlegur fjöldi leikinna
hringja og náttúrutengingin á ansi stóran
þátt í því hve vel gekk. Ég náði fljótt tökum
á leiknum enda var yfirleitt pláss til æfinga
úti á velli. Ég spilaði 36 holur á dag flesta
daga vikunnar. Það var mikil hvatning fyrir
mig að ná því að sigra á Landsmóti í golfi
1985 [Íslandsmótið] tæpum tveimur árum
eftir að ég byrjaði að spila og golfið hefur
verið risastór partur af lífi mínu allar götur
síðan.“
Óttalausi kylfingurinn
Ragnhildur hefur átt farsælan feril hvort
heldur er sem kylfingur eða golfkennari/
þjálfari. Þar að auki hefur hún verið í návígi
við íslenska kylfinga í golfferðum erlendis
sem fararstjóri. Eftir öll þessi ár í kringum
íþróttina lumar Ragnhildur vitaskuld á ráð-
leggingum handa kylfingum og nefnir sér-
staklega tvennt.
„Ef ég mætti einungis gefa eitt golfráð
væri það að halda laust um kylfuna. Það er
mjög algengt að fólk haldi fast og nánast al-
gilt þegar fólk er að stíga sín fyrstu skref í
golfi. Það að halda fast um golfkylfuna veld-
ur gríðarlegri spennu, stundum í öllum
kroppnum með tilheyrandi jafnvægisleysi,
sem hefur áhrif á hreyfigetu og hamlar góð-
um árangri. En ef ég má gefa annað ráð þá
væri það að æfa sig í að vera óttalausi kylf-
ingurinn sem klárar verkefni sitt áður en
hann fer að hugsa um útkomuna. Óttalausi
kylfingurinn hefur engar áhyggjur af hætt-
um og hindrunum, er tignarlegur í öllum sín-
um hreyfingum og endar í góðu jafnvægi
frammi á vinstra hæl með kylfuna á vinstri
öxl.“
Fljót að temja okkur ósiði
Eru það gömul sannindi og ný að kylfingur
sem nær góðum tökum á vippum og púttum
á góða möguleika á að lækka forgjöfina.
Ragnhildur segir að sinna megi þessum
mikilvæga þætti þótt fólk sé tímabundið.
„Stutta spilið er það sem lækkar forgjöfina
hraðast ef því er sinnt en það vill oft verða
útundan hjá hinum almenna kylfingi. Ef þið
hafið lítinn tíma til æfinga, æfið púttin og
vippin og temjið ykkur að byrja alltaf á því
að vippa og pútta til þess að það verði hluti
af því sem þið gerið í hvert skipti sem þið
farið í golf.
Réttar æfingar geta skapað meistarann.
Við erum nefnilega jafn fljót að temja okkur
ósiði eins og að slípa okkar innri demant.
Þegar þið æfið ykkur, reynið þá ávallt að
vera með hugann við það sem þið eruð að
gera og lesið í útkomuna með það að mark-
miði að læra af hverju einasta höggi. Leggið
ríka áherslu á góð grunnatriði og þá fara
góðu hlutirnir að skila sér, jafnvel sjálf-
krafa,“ útskýrir Ragnhildur.
Dýrmætar mínútur
Ragnhildur er þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast golfinu og hugarfar hennar til
íþróttarinnar er mjög heilbrigt. Hún minnir
á að gleðin þarf að vera til staðar.
„Ég þakka almættinu og honum Sigga
bróður mínum á hverjum degi fyrir að golf
fékk pláss í mínu lífi. Golf er stórkostleg
íþrótt sem sameinar fjölskyldur og stækkar
vinahópinn allverulega. Allir geta farið út að
leika saman á jafningjagrundvelli á dásam-
lega fallegum leikvöllum um allan heim.
Áskorunin er í höndum hvers og eins og allir
geta fundið eitthvað við sitt hæfi í samveru,
útivist, keppni, leik og gleði.
Fyrir ykkur sem eruð að byrja í golfi lang-
ar mig að segja: gleymið aldrei að golf er
leikur og temjið ykkur að þakka fyrir hverja
einustu mínútu sem þið fáið á golfvellinum.
Sama hvort höggið er gott eða glatað þá er
hægt að læra af því. Spilið sem mest og hlæ-
ið mikið. Ef illa gengur, rýnið í hringinn og
æfið það sem betur má fara. Ef ég á lélegan
dag á golfvellinum fer ég alltaf að æfa mig
áður en haldið er heim á leið. Það þarf ekki
að taka langan tíma, ég vil bara ekki að það
síðasta sem ég gerði áður en ég spila næsta
hring hafi verið eitthvað sem ég var ósátt
við,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir.
Golfið heltók Ragnhildi Sigurðardóttur
Rætt við Ragnhildi Sigurðar-
dóttur, margfaldan Íslands-
meistara, sem tók golfið strax
föstum tökum en heldur þó
laust um kylfuna
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir í Höfða
árið 2005 þegar hún var útnefnd
íþróttamaður Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Golli
Ragnhildur Sigurðardóttir
» Fararstjóri og PGA-kennari frá 2008. » Forgjöf: +0,2.» Fjórfaldur Íslandsmeistari og sjösinnum Íslandsmeistari í holukeppni.
» Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2005. » Landsliðskona til sautján ára.» Tvívegis á meðal tíu efstu í kjörinu áíþróttamanni ársins.
Ragnhildur skoðar púttlínuna
á Íslandsmótinu á Hvaleyrinni árið 1999.
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020