Morgunblaðið - 21.05.2020, Page 8

Morgunblaðið - 21.05.2020, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík | verslun@orninngolf.is | Sími 577 2525 ÖLL BESTU MERKIN Í GOLFINU... S tarfs míns vegna sem sjónvarpsmaður þarf ég hafa fatn- aðinn í þokkalegu lagi, en þessa daga sem ég stýrði Reykjavík Junior Open í Grafarholtinu á síðasta ári topp- aði ég sjálfan mig í klæðaburði og fór eiginlega gott betur en alla leið,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sem sló í gegn sem vallarræsir á mótinu fyrir íslensk ungmenni á síðasta ári. Þar tóku 130 ungmenni af öllu landinu þátt í tveggja daga móti undir heiðum himni og er óhætt að segja að framkvæmd þess hafi tekist eins og best verður á kosið. Uppáklæddur eins og lávarður Sigmundur Ernir stóð báða dagana við háborð sitt á fyrsta teig í holtinu, uppáklæddur eins og enskur lávarður af óræðri öld, frá toppi til táar og var eftir því tekið hvað hann hvatti þátttakendurna af mikilli alúð, innsæi og augljósum áhuga. „Ég var í hlutverki gestgjafans og tók hlutverk mitt alvarlega. Það er nefnilega ekki nóg að taka vel á móti fólki, maður verður líka að gefa allt það af sér sem maður á af hlýju og umhyggju. Og krakkarnir tóku þessu vel, allir sem einn og gott ef ég sá þá ekki svífa yfir teignum eftir að ég var búinn að fara með hvatningarræðu mína fyrir hvern rás- hópinn af öðrum,“ segir Sigmundur Ernir. Augnablik sem gleymist ekki Sigmundur segir mikinn metnað hafa blundað á meðal skipuleggj- enda mótsins og hann hafi gripið þann anda á lofti: „Krakkarnir okkar eiga bara það besta skilið. Þetta eru snillingar sem leggja gífurlega mikið á sig við æfingar allan ársins hring, í hvaða veðrum sem er, oft við aðstæður sem eru á mörkum þess mögulega. Þess vegna var svo ánægjulegt að sjá hvað þeim fannst mótið vera mikil uppskeruhátíð. Þau voru stjörnurnar og áhorfendur, jafnt for- eldrar, ættingjar, vinir og aðrir, fundu vel fyrir því hversu vel krakkarnir nutu sín úti á vellinum. Vegna þess að þetta var alvöru og án alls afsláttar,“ segir Sigmundur Ernir sem ítrekar hvað mótshaldarar hafi lagt sig fram við að gera umrætt mót að mik- ilvægu augnabliki sem aldrei muni gleymast í lífi þessara 130 ung- menna sem örkuðu um Grafarholtið um mánaðamótin ágúst/ september á síðasta ári. Mun endurtaka leikinn Og aðspurður hvort hann sé til í þetta aftur stendur ekki á svari hjá Sigmundi: „Jú, hvernig spyrðu? Þetta geri ég aftur, svo fremi ég verði náttúrlega beðinn um það. Golfhreyfingin á Íslandi á að gera meira af þessu; lyfta krökkunum á þann stall sem þau eiga skilið. Það gerir íþróttinni líka svo gott, út á við og inn á við. Og ætli það sé nokkuð mikilvægara í lífinu en að koma vel fram við börn.“ Ljósmynd/GR Frá vinstri Katrín Sól Davíðsdóttir, Bjarney Harðardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Auður Sigmundsdóttir á Reykjavík Junior Open 2019. „Krakkarnir svifu yfir teignum“ Sigmundur Ernir sinnti hlutverki sínu á Reykjavík Junior Open af alúð Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, hefur í mörg horn að líta á þessum árstíma. Til að mynda er klúbburinn nýlega búinn að opna vellina. Spurður um áhrif kórónuveirunnar á golfið segir Ómar ekki vera um miklar breytingar að ræða úti á golfvelli. „Komandi sumar lítur afar vel út enda höfum við orðið vör við aukinn áhuga fólks á golfíþróttinni. Golfið er al- menningsíþrótt þar sem kynslóðir koma saman. Að sjálf- sögðu höfum við þurft að laga okkur að breyttum að- stæðum líkt og aðrir vegna aðstæðna en faraldurinn kemur í raun lítið niður á iðkun golfíþróttarinnar þar sem hún er stunduð utanhúss, á stóru svæði, þar sem gott bil getur verið á milli fólks. Þetta hefur m.a. leitt til þess að gríðarleg eftirspurn er eftir rástímum á völl- unum, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum, en far- aldurinn setur litlar sem engar hömlur á þá sem iðka íþróttina. Nú þegar á fyrstu dögum opnunar golfvalla klúbbsins hefur verið mikið líf í báðum klúbbhúsum okkar, þ.e. við Korpúlfsstaði og í Grafarholti. Í vor var golfskálinn í Grafarholti mikið endurnýjaður og hafa þá bæði klúbb- húsin verið endurnýjuð að hluta. Á báðum stöðum er að finna afar mikið úrval girnilegra veitinga og er öllum vel- komið að heimsækja okkur þangað hvenær sem er. Enginn verður svikinn af því.“ Segir Ómar vellina sjald- an hafa verið jafn góða á þessum árstíma. Áhyggjur sem á hann leituðu í vetur hafi reynst óþarfar. „Veturinn var harður og óttuðumst við á tímabili að vellirnir kæmu illa undan vetrinum. Það er jafnan stærsta áhyggjuefni okkar. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá að vellir félagsins hafa sjaldan verið jafn góðir á þessum árstíma og nú. Það eina sem okkur vantar er að hitastigið hækki um nokkrar gráður en samkvæmt jákvæðum veðurspám er það í kortunum og þá mun grasið taka vel við sér.“ Ungu fólki fjölgar í GR GR-ingar hafa tekið eftir fjölgun meðlima á þrítugsaldri á þessu ári. „Golfklúbbur Reykjavíkur er stærsti golfklúbbur landsins, en félagar eru nærri 3.000. Félagsmenn eru á aldursbilinu 6-100 ára. Því er óhætt að segja að klúbb- urinn hafi innan vébanda sinna afar stóran, fjölbreyttan og skemmtilegan hóp. Í ár hefur til að mynda verið áber- andi mikil fjölgun félagsmanna í aldurshópnum 19-26 ára, auk þess hefur fjölgað mikið í hópi kvenna und- anfarin ár,“ segir Ómar, en fyrir þá sem ekki þekkja til er það ekki hrist fram úr erminni að halda tveimur golf- völlum við svo vel sé. „Starfsemi félagsins er mjög umfangsmikil. Á skrif- stofunni starfa fjórir starfsmenn allt árið um kring, auk 7 vallarstarfsmanna. Vélafloti félagsins er afar stór og verðmætur, enda þarf mikið til að halda völlum félagsins góðum með 60 golfbrautum auk æfingasvæða. Þjálfarar í barna- og unglingastarfinu eru þrír vel menntaðir PGA- golfkennarar og vinna þeir við þjálfun félagsmanna allt árið. Heildarfjöldi starfsmanna er því fjórtán sem vinna allt árið um kring. Á hinn bóginn fjölgar starfsmönnum klúbbsins mikið yfir sumartímann og fer heildarfjöldinn þá upp í sjötíu þegar mest lætur. Þar vega störf á völl- unum langsamlega þyngst.“ Spennandi tímar fram undan Ómar horfir bjartsýnn til framtíðar, en á döfinni er upp- bygging æfingaaðstöðu innandyra. „Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur vinnur þessa dagana ásamt starfsfólki hörðum höndum að uppbyggingu nýrr- ar inniæfingaaðstöðu fyrir golfara. Hugmyndavinna vegna þessa verkefnis er í fullum gangi, sem felst ekki hvað síst í því að greina þarfir allra aldurshópa sem stunda golfíþróttina og reyna að koma til móts við þær. Á næstu mánuðum mun stjórn félagsins boða til fé- lagsfundar þar sem tillögur þar að lútandi verða kynntar félagsmönnum og ákvarðanir vonandi teknar í framhald- inu. Þessi aðstaða mun breyta golfiðkun íslenskra kylf- inga til muna allt árið um kring. Þá eru ávallt mörg verkefni í gangi við að fegra og bæta vellina okkar og liggur áhersla okkar í Grafar- holtinu um þessar mundir. Það er því bjart fram undan hjá GR,“ segir Ómar Örn Friðriksson. Gríðarleg eftirspurn hérlendis sem erlendis Áhugi Íslendinga á golfíþróttinni heldur enn áfram að aukast Ljósmynd/GR Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri GR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.