Morgunblaðið - 21.05.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.2020, Qupperneq 14
S igurður Pétursson er nafn sem flestir meðlimir í Golfklúbbi Reykjavíkur kannast við að hafa heyrt. Og raunar víðar í golfhreyfingunni. Hafi fólk ekki heyrt nafnið Sigurður Pétursson þá eru góðar líkur á að það hafi heyrt talað um Sigga Pé. Tæp hálf öld er síðan Sigurður fékk inngöngu en hann þurfti að hafa verulega fyrir því að spila golf á Íslandi í kringum 1970. „Þannig er að ég er alinn upp í Árbæj- arhverfi og enginn í minni fjölskyldu spilaði eða vissi nokkuð um golfíþróttina. Golfævin- týri mitt byrjaði með því að bróðir minn fór með mig í göngutúr upp á golfvöll til að leita aðgolfboltum. Ég var þá átta eða níu ára. Eftir það fór ég að fara með vini mínum Christian Emil Þorkelssyni upp á golfvöll til að leita að boltum sem síðar þróaðist út í að við urðum kylfusveinar hjá nokkrum klúbb- félögum. Við fengum vel borgað fyrir og meira að segja pylsu og kók eftir hringinn. Við áttum engar golfkylfur en björguðum því á snilldarhátt. Á þessum tíma var Árbær- inn í mikilli uppbyggingu. Við báðum járna- bindingamenn að beygja fyrir okkur steypu- styrktarjárn og búa þannig til golfkylfu fyrir okkur sem þeir og gerðu. Við bjuggum síðan til golfvöll í móanum við heimili okkar og spiluðum gjarnan á milli ljósastaura. Ég byrjaði sem sagt með steypustyrkt- arjárn sem golfkylfu, þá sennilega níu eða tíu ára. Fjótlega komu fleiri strákar með okkur og nokkrir þeirra eru meðlimir í GR. Við urðum nokkuð góðir með þessum steypustyrktarjárnum en oft fór golfboltinn nokkuð skakkt og við urðum alræmdir í hverfinu, nokkrar rúður brotnuðu sem og kúplar á ljósastaurum. Einnig fengu nokkrir bílar að finna fyrir því. Íbúar báðu okkur vinsamlega um að fara upp á golfvöll.“ Ólafur reyndist áhrifavaldur Líklega er það ekki almenn vitneskja meðal kylfinga að á árum áður fékk fólk ekki inn- göngu í GR nema fá til þess boð frá meðlimi. „Mig minnir að ég hafi gerst meðlimur í GR árið 1971 eða þegar ég var 11 ára. Christian Emil hafði fengið golfsett sem hét Finalist sent frá Danmörku og voru trékylf- urnar með rauðum haus sem þótti mjög sér- stakt. Ég eignaðist tvær kylfur fljótlega eftir það og smám saman bættust fleiri kylfur í safnið, hver úr sinni áttinni. Árið 1971 var ég kylfusveinn hjá Ólafi Þor- steinssyni heildsala í Jónsmessumótinu. Ólafur var okkur krökkunum mjög góður og var í unglinganefnd. Eftir hringinn spurði hann mig hvort ég vildi ekki gerast með- limur í GR, en í þá daga þurfti boð til að ger- ast meðlimur. Ég svaraði því að sjálfsögðu játandi. Hann bað mig um að koma upp á golfvöll í hádeginu daginn eftir. Ég sagði vinum mínum ekki frá þessu en mætti dag- inn eftir og kom tímanlega. Klukkan 12 var Ólafur ekki kominn en kom klukkan 12:10. Þessar tíu mínútur eru þær lengstu sem ég hef upplifað í mínu lífi. Ólafur skráði mig sem meðlim í GR og ég borgaði að mig minn- ir 250 kr. Ég hljóp síðan upp í Árbæ og hef senni- lega sett heimsmet því mér lá svo mikið á að sýna vinum mínum skírteinið um að ég væri orðinn meðlimur í GR, á undan þeim.“ Slær lengra en á hátindinum Spurður um hvaða breytingar hafi átt sér stað í íþróttinni frá því Sigurður fékk bakteríuna seg- ir hann þær vera miklar og víðtækar. „Stutta svarið er: nánast allt. Vellirnir hafa allir breyst, sumir nokkrum sinnum, og hefur fjölgað mjög. Í gegnum allan minn keppnisferil voru vellirnir í stanslausum breytingum þannig að við kepptum stundum á völlum sem ekki þættu boðlegir í dag vegna framkvæmda en stundum var eins og grasið á flötunum sneri öf- ugt og brúna hliðin sneri upp. Í dag eru vell- irnir flestir fullmótaðir og áherslan er að gera þá betri og betri í stað þess að leggja nýjar flat- ir, teiga og jafnvel brautir. Helstu keppnisvell- irnir voru hjá GR, GK, GA, GS, GL og GV. Búið er að breyta öllum flötum í Grafarholti frá því að ég byrjaði og teygja völlinn í meiri lengdir. Ég hef keppt á örugglega sjö mismun- andi golfvöllum á Hvaleyrarholti hjá GK. Jað- arsvöllur á Akureyri, einn af mínum uppáhalds- keppnisvöllum, hefur tekið miklum breytingum í gegnum árin en fyrst var hann bara níu holur og kallaður Stóri-Boli, vegna lengdar sinnar. Leiran hjá GS hefur líka tekið miklum breyt- ingum sem og GL og GV sem voru stækkaðir í átján holur. Æfingaaðstaða hjá klúbbunum hefur breyst mikið til batnaðar en nánast ekkert æf- ingasvæði nema púttflöt var við vellina í þá daga. Búnaðurinn hefur breyst mjög mikið, járn- kylfurnar farið úr blade-járnkylfum í jafnvæg- isstilltar kylfur, gripin orðin miklu betri sem og sköftin. Trékylfurnar farið frá því að vera úr tré í að vera úr einhverju járntengdu efni, still- anlegar fyrir legu, loft og jafnvægisstilltar. Við gömlu keppnismennirnir köllum þessar nútíma- golfkylfur svindlkylfur, því það er búið að auð- velda svo mikið að hitta golfboltann beint og langt. Nú til dags fara flestir í mælingar fyrir sköft, lengd og legu kylfuhaussins en í gamla daga spilaði maður bara með þeim kylfum sem voru í boði. Fatnaður, sérstaklega regnfatnaður, hefur tekið þvílíkum breytingum en í þá daga voru bara til svokallaðir anorrakkar en engar regn- buxur og mjög erfitt var að eignast golfskó. GPS-tækni og fjarlægðarmælar voru ekki til þannig að keppnismenn þuftu að eyða miklu meiri tíma í að mæla keppnisvöllinn upp fyrir keppni, en það var gert með því að skrefa völl- inn. Ég notaði mikið lögregluhjól, þ.e.a.s hjól sem lögreglan notaði til að mæla vegalengdir í árekstrum. Eins og ég sagði áðan þá voru vell- irnir í miklum breytingum á þessum tíma, brautir lengdar og þeim breytt, bætt við sand- gryfjum o.s.frv. þannig að maður þurfti kannski að mæla sama völlinn upp nokkrum sinnum yf- ir sumarið. Golfboltinn hefur líka breyst mikið, t.d. stækkað úr 1,62 tommum í 1,68 tommur. Breytingar á golfboltanum vega mest í því að kylfingar slá lengra núna en við gerðum í gamla daga. Ég myndi telja að ég geti slegið 40-60 metrum lengra með driver núna heldur en ég gerði þegar ég var upp á mitt besta. Þá var ég í kringum 25 ára aldurinn en er nú að verða sextugur. Golfreglurnar hafa einnig breyst frá því að ég byrjaði í golfi. Golfreglur breyttust á fjög- urra ára fresti þannig að ég hef gengið í gegn- um þrettán breytingar á mínum ferli, þó ekki eins miklar breytingar og þær síðustu.“ Fjölbreytnin er mikil Sigurður gæti talað lengi um ágæti íþrótt- arinnar en nefnir sérstaklega fjölbreytnina. „Golfíþróttin er einstaklingsíþrótt og mjög krefjandi íþrótt að því leytinu að golfið er svo fjölbreytt. Það er ekki möguleiki t.d. að maður lendi í því að slá tvö eins högg í röð eða á sama hring eða jafnvel á ævinni. Veðrið er mjög sjaldan eins frá degi til dags, holan ekki á sama stað, boltinn rúllar mismunandi frá degi til dags, blautt, þurrt eða rakt. Segjum að við séum að æfa í Básum og sláum fyrsta höggið mjög vel. Hvað ætli maður þurfi að slá mörg högg til að hitta nákvæmlega á þann stað þar sem fyrsti boltinn lenti? Við þurfum að læra á fjórtán golfkylfur, læra að húkka, slæsa, slá hátt og slá lágt með hverri kylfu. Við þurfum að pútta, slá úr sandgryfju, háu grasi, niður í móti, upp í móti, í alls kyns hliðarhalla, í alls kyns veðri og aðstæðum. Einnig kemur félagsskapurinn sterkt upp í hugann og allar keppnisferðirnar erlendis. Ég var valinn í karlalandslið sextán ára. Frá árinu 1976, þar til ég gerðist „PGA professional“ 1991, fór ég í minnst eina til þrjár keppnisferðir nánast á hverju ári og hef spilað keppnisgolf í nær öllum Evrópuríkjum sem golf er leikið í. Golfíþróttin gerði það að verkum að ég gat ferðast mikið. Ég reyndi við Evrópumótaröðina árið 1986 og var ekki langt frá því að fá keppn- isrétt. Ég reyndi líka við Evrópumótaröð eldri kylfinga löngu síðar en var ansi langt frá því að komast þar að.“ Er gott að spila við þig? Sigurður leggur áherslu á að framkoma hans á vellinum sé með þeim hætti að fólki þyki skemmtilegt að spila með honum hring. „Fyrst og fremst er gott að fara út á völl með því hugarfari að maður sé að fara að leika sér og láta sér líða vel. Hvort sem er í keppni eða í leik með foreldrum og með vinunum. Maður á að vera kurteis og haga sér þannig að maður trufli ekki þann sem maður er að spila með og yfirgefa völlin með það markmið að um- talað sé að gott og skemmtilegt sé að spila við mann. Golfvöllur er eins og risastórt púsluspil. Það er hægt að leika hvaða golfvöll sem er á mjög mismunandi hátt. Til að auðvelda manni að skila sem bestu skori þarf maður að búa sér til leikskipulag.“ Stress getur skaðað sveifluna Hvort ræður meiru um árangur á golfvellinum, hugurinn eða höndin? „Hugurinn ræður meiru. Sagt er í gríni að golfvöllurinn sé 15 cm langur, þ.e. vegalengdin sem er á milli eyrnanna á okkur. Í keppnisgolfi er það mest áberandi að hugurinn ræður meiru. Blessaður heilinn í okkur er það flókinn að maður þarf að læra sérstaklega á hann, læra að koma sér í það ástand að maður geti náð ár- angri. Það er gott og nauðsynlegt að vera stressaður fyrir keppnisdag því það segir að okkur er ekki sama, við viljum gera okkar besta. Ef stresskúrfan er of lág er það merki um að okkur sé alveg sama sem hefur hamlandi áhrif á getu. Ef stresskúrfan er of há, þá förum við að sveifla hraðar, stífnum upp og getum ekki hreyft okkur eins vel og við gerum venju- lega og þar af leiðandi fer boltinn að fljúga styttra og skakkt. Því fyrr sem við lærum að koma okkur í það ástand sem okkur líður best í við keppni því betra. Því miður er það stundum þannig með þessa íþrótt okkar að það er sama hvað maður reynir, maður spilar samt ekki vel. Ef maður gengur út af vellinum, fullviss um að maður hafi gert sitt besta en samt spilað illa, þá er þetta bara ekki okkar dagur og málið dautt.“ Reyndi að keppa við völlinn Þar sem Sigurður bendir á mikilvægi andlega þáttarins í keppnisgolfi er ekki úr vegi að spyrja hvað hafi reynst honum best þegar mót- læti gerði vart við sig í keppni? „Einbeiting hefur verið mitt besta vopn í keppni. Ef ég náði upp góðri einbeitingu fyrir keppnishring þá spilaði ég alltaf vel. Ef ég náði því ekki gerðist bara eitthvað. Eftir á að hyggja hefði ég líklega getað svarað því strax á fyrsta teig á hverju ég myndi spila þann daginn, bara eftir því hvernig mér leið. Auk þess reyndi ég alltaf að keppa við völlinn en ekki við þá sem voru með mér í ráshóp og taldi aldrei skorið mitt eða annarra í ráshópn- um á hringnum. Ég bara skrifaði skorið á skor- kortið og var ekkert að hugsa meira um það. Ég held að þetta fyrirkomulag hjá mér hafi ekki verið vinsælt hjá þeim liðstjórum sem ég spilaði fyrir því ég gat aldrei svarað á hverju ég var, bara hvort mér gekk vel eða illa.“ Ánægjulegt að fylgjast með Sigurður segir að þeir sem hafi metnað til að ná framúrskarandi árangri í íþróttinni verði einfaldlega að leggja rækt við stutta spilið. „Til að ná árangri í golfi þá þarf númer eitt að hafa sjálfstraust, því meira því betra án þess að vera með hroka. Sjálfstraust kem- ur með æfingum, aga, metnaði og árangri. Engir tveir kylfingar sveifla kylfunni eins í heiminum. Golfsveiflurnar eru því eins margar og mismunandi og við erum mörg. Það segir okkur að við þurfum fyrst og fremst að vera með hreyfingu sem við þekkj- um og getum treyst. Stutta spilið er sá þáttur innan golfsins sem mestu máli skiptir til að geta skilað góðu skori. Sá sem slær vel en er slakur í stutta spilinu nær aldrei árangri. Sá sem getur bjargað sér á stutta spilinu ef illa gengur að slá getur alltaf bjargað góðu skori. Mér þykir ofsalega gaman að fylgjast með afrekskylfingunum okkar. Einnig er gaman fyrir gamlan keppnishund að sjá hve margir góðir kylfingar eru í GR, hversu vel ung- lingastarfið gengur og hve mikill metnaður er fyrir því,“ segir Sigurður Pétursson. Siggi Pé hóf glæsilegan feril með steypustyrktarjárn í höndunum Rætt við Sigurð Pétursson, tvöfaldan Íslandsmeistara, sem leikið hefur golf hjá GR í tæpa hálfa öld Morgunblaðið Sigurður Pétursson í keppni á níunda áratugnum. Annar GR-ingur, Ragnar Ólafsson, fylgist með. Ljósmynd/GR Sigurður Pétursson. Sigurður Pétursson » Varðstjóri hjá lögreglunni á höf-uðborgarsvæðinu. »Menntaður PGA-kennari frá Svíþjóðárið 1994. » Forgjöf: 2,8.» Yfirþjálfari GR frá 1991-1999.» Þrefaldur Íslandsmeistari.» Hafnaði í 3. sæti í kjörinu á íþrótta-manni ársins 1985. » Sigraði á Canon-mótinu á Hvaleyrisumarið 2002 þar sem Padraig Harr- ington, liðsstjóri Ryder-liðs Evrópu, keppti. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.